Er að velta fyrir mér....

...hvort ég ætti að byrja að blogga aftur?

Ætla að velta því aðeins meira fyrir mér.....


Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn

3D sónar 12 júní 2009Við vorum í 3D sónar í dag, rosa gaman að sjá krílið svona, allt öðruvísi en í þeim venjulega....

Hér er sýnishorn af nýjasta fjölskyldumeðlimnum... hvoru okkar er krílið líkt?


Anton laskaður

Anton



Anton daginn eftir slysið.

Búið að sauma

Búið að sauma.


Langar enn á tónleika.....


Tannálfur eða púki?

KonaAron litli gaur er í þessum skrifuðu væntanlega sofnaður... í sínu fyrsta ferðalagi án fjölskyldunnar..... útskriftarferð í leikskólanum. Skrítið og ekki laust við að manni finnist einum of rólegt hér heima án hans! Ég fór með hann í leikskólann í morgun og svo sæki ég hann á venjulegum tíma úr leikskólanum á morgun. 27 börn gista í Lækjarbotnum ásamt leikskólakennurum eina nótt. Spennó!!!

Anton slasaði sig á föstudaginn á trampólíni, hann skall með hnéð á sér undir hökunni, mikið blóð og þónokkur spor sem þurfti að sauma hann í munninn. Tannréttingatækið svakalega sem hann fékk eftir fermingu fékk slæma útreið og er jafnvel ónýtt, en líklega hefðu nokkrar framtennur fokið hefði það ekki verið til staðar. Hann er allur að koma til en er enn verulega bólginn undir hökunni og út til hliðar, og á enn verulega erfitt með að borða venjulegan mat.
Sama dag fékk Aron fót í sínar framtennur... eða kannski betra að segja TÖNN, en það er alltaf sama tönnin sem verður fyrir barðinu hjá honum... og er hún núna frekar laus... spurning hvort það verði fyrsta tönnin sem hann missir?
Maður spyr sig... er tannálfurinn eða púkinn atvinnulaus þessa dagana?? Kannski kreppa þar líka? W00t

Ég byrjaði á nýrri mynd um helgina sem leið, ég virðist vera að smella í gírinn minn, en ég er núna með 4 myndir í gangi... sem ég kannski klára á næstunni og birti hér eða á björkinni. Myndin hér var búin að vera leeeengi í vinnslu, held hún sé tilbúin núna..... Rosa gaman að vera komin af stað á ný!!

Knús Kissing


Öppdeit

GrjótakonaWell, hér erum við enn....

Alltaf nóg að gera, en þó meiri frítími en fyrir fermingu.....

Við fórum að sjá "Fúlar á móti" í íslensku óperunni, mæli með þessari sýningu fyrir alla sem ekki hafa farið, hló alveg dágóðan slatta, en náði þó ekki að toppa konuna á bekknum fyrir aftan mig... kæmi ekki á óvart þó hún hefði pissað í sig í rokunum! LoL

Bestasta vinkonan kom í heimsókn í lok maí og hafði koma hennar mjög svo jákvæð áhrif á fingurhreyfingarnar mínar - og pensluðumst við hér saman við eldhúsborðið eina kvöldstund.

Bumbubúinn vex og dafnar og er þess valdandi að "hýsillinn" ég er hægfara og haltrandi.... rosa smart! hehehehe W00t  Nú styttist óðfluga í komu þessa nýja fjölskyldumeðlims og erum við skötuhjúin búin að draga í bú bæði rimlarúm og baðborð ásamt nokkrum litlum hvítum samfellum og göllum... Spennó!

Aron var að útskrifast úr leikskólanum á fimmtudaginn var... reyndar er hann ekki hættur þar enn, en hann er ekki lengur inni á deild eins og áður, heldur var hann og allir aðrir á sama ári flutt í Flakkarahópinn, sem þýðir það að þau fara á flakk... í dag fóru þau í Þjóðleikhúsið að skoða, í næstu viku fara þau í útskriftarferð í Lækjarbotna og er víst ýmislegt á dagskránni hjá þeim fram að sumarfríi.

Anton fer og sækir einkunnirnar sínar á morgun, og er það síðasti dagurinn hans í Lækjarskóla, Ágúst mætir í einkunnaafhendingu á miðvikudaginn. Anton sótti svo um í unglingavinnunni hér í Garðabæ í sumar, mér skilst hann komi til með að fá að vinna í 1 mánuð, hálfan daginn. Ekki meira að fá í bili, en allt er betra en ekkert í þessu árferði!

Knús í öll hús Kissing

Fermingin 19.04.2009

Anton ÖrnÞá er hann Anton Örn fermdur og þar af leiðandi kominn í fullorðinna manna tölu?

Dagurinn gekk í alla staði vel fyrir sig, Anton stóð sig rosa vel í kirkjunni, talaði skýrt og greinilega.

Við vorum svo með veislu fyrir drenginn heima og komu á milli 50 og 60 veislugestir.

Ég skal ekki neita því að undirbúningurinn tók á, því fyrir utan að stússast í bakstri og öllu tilheyrandi stóðum við í flutningum hingað, og frágangur á okkar dóti tók sinn tíma, ekki hægt að vera með kassa út um allt hús þegar fylla á húsið af gestum! Íbúðin í Hafnarfirði fór í útleigu svo nú má segja að það mesta sé komið. Framundan eru því næs tímar, ekkert stress amk, og að öllum líkindum tími fyrir smá penslasveiflur!!! Tounge

Myndir frá fermingardeginum eru komnar í albúmið Ferming 19 apríl 2009. -Solla þarna getur þú séð hvernig mér tókst til með marsipanmálun!!! hehehehe

Knús á alla Kissing

Eftir jól.

Hæ og hó, long tæm nó ríd or ræt... af ýmsum ástæðum, aðallega þó annasemi Wink - og líka af smá leti Blush.

Í dag erum við Aron heima, hann er með magapest.... allavega segir hann svo, hefur þó ekki ælt.
Aron með magapest
Samt hefur hann getað borðað og situr núna við hlið mér og teiknar í Fréttablaðið, skegg og þess háttar á konur og kalla.

Stórustu fréttirnar af okkur í dag eru þær að við erum flutt í Garðabæinn, sóttum húsgögnin á Hringbrautina á sunnudaginn. Nú er bara eftir að þrífa hinum megin og ganga frá ásamt því að týna til rest af smádóti sem ekki fór í kassa. Og svo auðvitað finna pláss fyrir allt saman hérna megin W00t

Ágúst byrjaði í Flataskóla fyrir rúmri viku en Anton vill fá að klára veturinn í Hafnarfirðinum, Aron klárar leikskólann í Hafnarfirði en fer svo í 6ára bekk næsta haust hér í Garðabæ.

Við máluðum herbergi strákanna í björtum litum um daginn, þeir fengu að velja sér einn vegg í lit í hvert herbergi, Aron valdi eldrauðan -minnir að hann hafi heitið "passion red", Ágúst og Jökull eru saman í herbergi og völdu "retro orange" og Anton valdi líka þennan appelsínugula hjá sér. Bara smart og líflegt!

Við Kolbeinn skruppum til Köben eina helgi í janúar, heimsóttum bróður hans og fjölskyldu, það var mjög gaman að hitta þau.

Trúlofun
Og auðvitað má ekki gleyma að minnast á stóra viðburð aðfangadags; trúlofun okkar Kolbeins InLove

Svo styttist óðara í fermingu Antons. Hann mætir í messu á sunnudögum plús að hann þarf að mæta í hitt og þetta tengt fermingunni, fermingarfræðslu, æskulýðsstarf ofl.
Full dagskrá!

Well, best að nýta tímann á meðan ekki er hægt að vinna og fara í að ganga hér frá, nóg er af dóti að sortera!!!

Knús og kram! Kissing


Gleðileg jól

Elsku vinir, fjölskylda og aðrir!

Gleðileg jól öllsömul Heart

Jólaengill 2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Knús á alla, konur og kalla Kissing


Ein stutt... tvær langar....

Óvell, jólin að detta inn um dyrnar Joyful. Ein gjöf eða tvær eftir, jólamaturinn að mestu í húsi, jólaskraut... reyndar lítið af því hér hjá mér í Hafnarfirði, en slatti í Garðabænum W00t -Ekki hægt að skreyta fullt á 2 stöðum - or what? Anton vill fá meiri jól í Hafnarfjörð svo stefnan er sett á nokkur ljós í glugga... bráðum FootinMouth...

Aðventukrans 2008Strákarnir bökuðu piparkökukalla og kellingar og skreyttu fyrir 2 vikum... og átu upp öll herlegheitin á 2-3 dögum!!! Svo hér hefur eilítið verið jólað og jólast Whistling

Aðventukrans var útbúinn, nokkuð sem ég er rosa ánægð með, finnst það doltið möst... ef og þegar tíminn er fyrir hendi fyrir svona dúllerí.

Ekki laust við smá jólatilhlökkun!

Jólaknús Kissing - Sérstaklega til vinkonu minnar sem bakar piparkökuhús á Spáni og fer á límingunum!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband