Að vörmu...

2 mánuðir liðnir, 2 "hektískir" mánuðir.....
Eldhúsið er komið á sinn stað ef frá er talin ein hurð, eitt ljós, 2 "innstungu" rammar, eitthvað innvols og smá snurfus. Snilldin ein, held ekki kökkenet hefði getað lukkast betur!
Eldhús fyrir breytingar Hér má sjá afraksturinn, reyndar erum við komin með eina hurð til viðbótar eftir að þessi mynd var tekin og rafmagnið er betur fragengið en var þarna.... Eldhúsglugginn
Gardínur eru komnar í eldhúsgluggann og settum við upp nokkrar litlar eldhúsmyndir svona að setja punktinn yfir i-ið :)

Svo er það skólinn, læfseivjerinn.... sérstaklega þegar ekki hefur gefist tími til heimamálunar, algjörlega og gjörsamlega nauðsynlegt að komast í sköpunina. Ég fæ að spreyta mig á öðru en því sem ég hef verið að gera undanfarin ár, Sara er dugleg að láta mig nota litina, bara snilldin ein :) Ég er nú þegar búin að skrá mig í tíma hjá henni eftir áramót, vil enganvegin missa af þessum snilldarstundum!
Skólaverkefni 2, 4 lög komin á strigann 

Baltasar lasinn 3. des. 2010Litli stúfurinn er lasinn í dag, hann hefur verið að pikka upp allar pestar sem ganga síðan hann byrjaði hjá dagmömmunni. En það er aðeins sjaldnar sem ég þarf að vera heima núna en var fyrir 2 mánuðum, svo þetta er allt til bóta, mótefnin hans eru að byrja að virkjast, hehehehe!
Hann er farinn að tala heilan helling, bætast við ný orð svo til daglega... í dag var það Dagfinnur eða Daddú! -krútt!

Hlakka til að jólast, ætlum að baka piparkökur um helgina og líklega málum við nokkur jólakort saman. Gaman að eiga kósístundir innandyra þegar kuldinn er úti :)

Lífið er gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það verður gaman að taka hús hjá ykkur og sjá breytinguna læf!  Yndislegt bara.

Hér er piparkökudeigið komið á borðið svo eitthvað ætlum við að aðhafast, búið að setja ísskápinn í jólafötin og jólalögin óma í takt við hjartsláttinn.  Líst vel á að þú haldir áfram að námskeiðast hjá Söru, hún er svo drífandi og sniðug!  Kyss og knús á ykkur

www.zordis.com, 5.12.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Elín Björk

Piparkökubaksturinn afstaðinn, tókum hann í dag, og þvílík snilld að baka í þessu dásemdar eldhúsi, allir gátu bakað samtímis!!!!!
Sá hjá þér á fb aðventukransinn, hann er rosa flottur! Við mundum eftir að tendra ljósin vel áliðið á kvöldið, hehehe, við erum svo rómó!
Hlakka til að fá ykkur í hús, spurning um að töfra fram einhverjar kræsingar handa ykkur í la cocina magica! :)
Knús á móti!

Elín Björk, 6.12.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: www.zordis.com

Ó já, það væri snilld að ginna eldhúsið í herlegheit! 

Aðventukransinn er úr Casa, groddalegur en það má láta loga lengi á þessum kubbakertum.  Var með logandi allan daginn og það sér varla á kertunum.  Hlakka til að sjá ykkur

www.zordis.com, 6.12.2010 kl. 15:53

4 Smámynd: Elín Björk

Hjarta!

Elín Björk, 6.12.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband