Upp og niður út og suður

Nýja árið er komið með nýjum væntingum Wizard

En væntingar standa víst ekki alltaf undir sér, t.d. vonaðist ég eftir ælupestalausu vori, en nei, sú fyrsta er þegar komin og sú síðasta bara nýbúin! Heiðurinn á hann Baltasar - náði sér í fyrstu gubbu ársins. Undarlegt með þessar magapestar, þegar ég flutti til Spánar fengum við okkar skerf af svoleiðis - en vorum á móti nokkuð laus við horpestar, öfugt við á Íslandi. En núna þegar við erum komin aftur á klakann hélt ég nú við yrðum þá laus við gubbuna því hér átti bara að vera hor.... en þá er það bæði... og mikið af því! Sick

Ég ætla að taka þátt í samsýningu sem opnar á Safnanótt 12 febrúar. Læt mér að öllum líkindum duga að sýna eina mynd sem ég byrjaði á í fyrrasumar, hún fékk að bíða síns tíma og er ég að leggja lokahönd á hana þessa dagana. Hlakka til að taka þátt! Svo þarf ég bara að setja mér næsta markmið, spurning að stefna á aðra sýningu í sumar?

Það styttist í að Baltasar fari að geta málað með mér sem mun gera líf mitt mun einfaldara - held ég!?

Skólinn byrjar aftur í næstu viku, hlakka til að fá aftur fimmtudagsmorgnana í terpentínu og olíuilminum Kissing  Spennandi líka að sjá hvert fyrsta verkefnið verður Cool

Helgin framundan, spurning um að ráðast á jólaskrautið og koma því í kassa?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Sannkallað pestarbæli, eða hvað?  En svona án gríns þá vona ég að þið skríðið saman sem fyrst! 

Ég held ég drífi mig með bók í ból og sofni snemma þetta kvöldið ....

www.zordis.com, 13.1.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband