Fermingin 19.04.2009

Anton ÖrnÞá er hann Anton Örn fermdur og þar af leiðandi kominn í fullorðinna manna tölu?

Dagurinn gekk í alla staði vel fyrir sig, Anton stóð sig rosa vel í kirkjunni, talaði skýrt og greinilega.

Við vorum svo með veislu fyrir drenginn heima og komu á milli 50 og 60 veislugestir.

Ég skal ekki neita því að undirbúningurinn tók á, því fyrir utan að stússast í bakstri og öllu tilheyrandi stóðum við í flutningum hingað, og frágangur á okkar dóti tók sinn tíma, ekki hægt að vera með kassa út um allt hús þegar fylla á húsið af gestum! Íbúðin í Hafnarfirði fór í útleigu svo nú má segja að það mesta sé komið. Framundan eru því næs tímar, ekkert stress amk, og að öllum líkindum tími fyrir smá penslasveiflur!!! Tounge

Myndir frá fermingardeginum eru komnar í albúmið Ferming 19 apríl 2009. -Solla þarna getur þú séð hvernig mér tókst til með marsipanmálun!!! hehehehe

Knús á alla Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með fallega ungherrann þinn sem er kominn í fullorðinna manna tölu.

Bara æðislegt að sjá fallegu kökurnar þínar, þú ert snillingur elskan mín.

Hlakka til að knúsa ykkur FLJÓTLEGA.

www.zordis.com, 23.4.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Elín Björk

Takk svítí, hlakka sömuleiðis til... nú styttist það óðum!!!

Og bæ ðe vei.... www.artkompany.com -lítur betur út núna!!!  -Abát tæm sko!

Elín Björk, 23.4.2009 kl. 21:15

3 identicon

Til hamingju med strákinn :) Vá hvad thetta lídur fljótt, er ekki búin ad kíkja á myndirnar en geri thad á eftir! Lea ákvad ad láta ferma sig á saenska mátann svo ég hef enn eitt ár á mér. Hafid thad sem allra best.

Kram Ellen

ellen (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með falllega strákinn þin.Gaman að sjá myndirnar svo ég tali nú ekki um terturnar og kræsingarnar á glæsilegu veisluborðinu

Langar í sneið núna í morgunsárið.

Knús á þig falllega stelpa

Solla Guðjóns, 29.4.2009 kl. 09:02

5 identicon

Til hamingju með Anton. Hann er rosalega flottur :) og til hamingju með flutninginn og allt það sem því tilheyrir

Heyrumst 

Sirrí (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: www.zordis.com

Knús til þín elskan mín .... láttu mig vita ef þig langar í eitthvað spes frá Iberíuskaga.

Kem með nokkrar flísar og góða skapið!

www.zordis.com, 3.5.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband