12.11.2008 | 22:06
Vel tenntur
..drengurinn minn, kominn með nokkra teina:
-Anton fékk 5 teina uppsetta á mánudaginn var, og er núna í framhaldinu helaumur. Nú á að spenna fram framtennurnar svo hægt verði að laga bitið.
Ég minnist þess vel hvað ég var alltaf aum á sínum tíma, súpa í matinn eftir herðingu... vont að tyggja!! -Og tannamartraðir hafa fylgt mér alla tíð síðan...
Við familían fórum í keilu á sunnudaginn, Kolbeinn bar sigur úr bítum en ég eymsli.... greinilegt að í mér fyrirfundust einhverjir ónotaðir vöðvar... áts sko!!! En gaman var það!
Styttist í helgina, spurning um að grafa upp jólaskrautið og kanna hvort til sé efni í aðventukrans.... svo má föndra jólakort... sjáum til
Ég setti inn eina nýja mynd á heimasíðuna; www.bjorkin.com sem ég var að ljósmynda og mun svo halda áfram með innsetningu á myndum á næstunni.
Bætti svo loksins inn fleiri myndum inn í albúmið hér "Samsýningin Gegnsæi", endjó!!
Knús í krús
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2008 | 17:28
Uppfærsla
Ég var að uppfæra heimasíðuna mína, www.bjorkin.com og setja inn nýjar myndir.... loksins!! Tækifærið gafst þar sem Aron er með upp- og niður- pestina í dag.... en vonandi verður hann orðinn góður á morgun. Rasseymsli eru að gera vart við sig eftir setu á eldhússtól við tölvuna, uppfærslan tók megnið af deginum
Keypti mér nýja myndavél í gær þar sem sú gamla dó á sýningunni í sumar, svo nú get ég farið að mynda þær myndir sem ég á eftir að setja inn á heimasíðuna. Jú og auðvitað familíumyndir líka!
Við Kolbeinn erum búin að vera rosa rosa dugleg, erum alveg að verða búin með jólagjafainnkaupin, bara ogguponsulítið eftir, dí hvað það er næs!!! Svo bráðum getur mann farið að hlakka til; kósíheit par exellans, smakka sósuna og allt hitt sem tilheyrir jólunum . Og frí auðvitað!
Knús á línuna
13.10.2008 | 18:23
Kreppa-slaka
Við héldum afmælið hans Ágústar á laugardaginn, en hann verður 10 ára á morgun. Við ákváðum að sameina afmælið hans Jökuls og Ágústar, enda eru þeir bestu vinir og bara ár á milli, og var hin fínasta veisla haldin í Garðabænum með samblandi gesta úr sitthvorum bekknum og báðum fjölskyldum. Margar fínar gjafir og allir glaðir .
Því miður dó myndavélin mín á sýningunni svo ég á engar myndir úr afmælinu eins og er, en Kolbeinn bjargaði málunum, ég ætti að geta hlaðið einhverjum augnablikum hér inn síðar.
Siggi bró á svo líka afmæli á morgun, nú er spurning hvernig pakka hann fær...
Við erum byrjuð á jóla jóla.... -ekki seinna vænna þar sem október er hálfnaður!!!
Knús á alla, konur og kalla
4.9.2008 | 01:59
Gaman saman
Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem komu í Ráðhúsið á laugardaginn fyrir komuna, frábær dagur í alla staði!
Eva og Siggi létu sig ekki vanta, hér má sjá glæsigæjann hann bróður minn kvitta fyrir komuna.
Hér er ég fyrir framan 3 af mínum myndum.
"Ég er búin að reyna að setja inn fleiri myndir en eitthvað er kerfið að stríða mér svo ég held áfram að reyna síðar..."
Ég skrapp í Ráðhúsið í dag með Kolbeini, ég endurheimti hann loksins úr útlöndum í fyrrinótt, og er búin að setja hann í "langraferðafarbann" án mín!! Á morgun er ég búin að lofa unglingsdrengnum að fara með hann að kaupa handa honum afmælisgjöf, þessi elska hefur beðið rólegur, en hann átti afmæli fyrir viku síðan á meðan mamman stóð á haus.... Svo er bara spurning hvað hann ætlar að gera í tilefni dagsins fyrir viku! Frænkuhittingur á föstudag og svo róleg? helgi framundan. Næsí pæsí!
Koss á hvorn vanga!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2008 | 21:13
Ráðhúsið í Reykjavík
Jæja, þá er komið að því, á morgun, laugardaginn 30. ágúst kl 15.00 opnar sýningin okkar Gegnsæi í Ráðhúsi Reykjavíkur og mun hún standa til 14. september.
Við vorum ofurduglegar í dag við undirbúninginn, hér má sjá nokkrar myndir:
Hér eru Zordís og Enrique að hjálpast að við innrömmunina....
Hér er Katrín Níelsdóttir að festa upp myndir.
Hér erum við svo allar samankomnar.
Frá vinstri: Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm, Guðný Svava Strandberg, Zórdís og að lokum ég sjálf, Elín Björk Guðbrandsdóttir.
Vertu velkomin/n að koma að sjá okkur á morgun, laugardaginn 30 ágúst og þiggja léttar veitingar á milli klukkan 15-17.
Sjáumst!!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.8.2008 | 18:37
Cumple años feliz!
20.8.2008 | 20:16
Uppfyrir haus
...og niðurfyrir tær....
Böns af verkefnum á borðinu, er að vinna í að klára myndir fyrir sýninguna aðra helgi ásamt öllu því sem tilheyrir og fleira til...... Senda boðsort (á döfinni), spurning með ramma (þarf að kanna það), finna upphengiefni (Zordis kemur til hjálpar), athuga heimasíðuna (úff!), heimilisstörfin (þau fara ekkert, mega mörg hver bíða), afsal á íbúðinni (ohhh, má ekki vera að því núna, vesen bara).
Bíllinn varð lasinn og fór á verkstæði, sótti hann aftur í kvöld með nýja handbremsudiska og tilheyrandi. Fannst ég handa og fótalaus á meðan ég var án hans, rosa er maður háður þessum fararkosti! Matvöruverslanir og þess háttar var sett á hold þessa 2 daga sem ég var á 2 jafnfljótum, svo það fer ekki mikið fyrir matargerðarlistinni.
Anton fór í fermingarferðalag í dag og verður fram á föstudag, hann á bæðevei að fermast 19 apríl 2009 kl. 14.00 -fékk sko að vita það í vor, heilu ári áður en athöfnin fer fram! Eilítið breyttir tímar.
Ástin mín fór til útlanda í gær með sína gaura og verður næstu 2 vikur, sem er bæði gott og vont, það jákvæða er að hann sleppur við stressið í mér fyrir sýninguna en erfiði parturinn er söknuðurinn .
Nú svo er nóg í vinnu líka, ársreikningaskilin að bresta á, úje, hér er aldrei lágdeyða!!!!
Ég er á leið að penslast, stefni á að klára myndirnar ekki síðar en um helgina... má ekki seinna vera þar sem olían þarf sinn þurrktíma .
Stressknús!
11.8.2008 | 17:21
Ég á afmæli í dag...
Við erum boðin í mat til Kolbeins míns, bara næsípæsí. Hann gaf mér rosa fallegt armbandsúr og Siggi og Eva komu færandi hendi með dásamlegt hálsmen, mætti halda að ég ætti stórafmæli - sko þrítug! (ekki séns að ég sé að nálgast fertugt!!!)
Doltið stress í dag, bréfasamskipti á milli okkar samsýningarkvenna á fullu, ég á eftir að finna eða taka andlitsmynd af sjálfri mér sem fær að prýða plaköt í Ráðhúsinu, -eins er ég búin að skrifast á við fasteignasalann, nú á að reyna að klára óleyst mál í fyrramálið svo hægt verði að fara í afsal.... alltaf betra að eiga eignina á pappírunum ekki satt?
Ég þarf að redda einni afmælisgjöf fyrir kl 6 þar sem minnstingurinn fer í veislu hjá leikskólafélaga á morgun.... ætlað rjúka!!
Knúsísmúsí
10.8.2008 | 21:16
punktur punktur komma strik...
Ekki seinna vænna að blogga eilítið, nú langar mig að auglýsa okkur stöllur, Guðný Svövu Strandberg, Katrínu Snæhólm, Katrínu Níels, Zórdísi og sjálfa mig, en nú styttist óðum í samsýningu okkar kvennanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, en hún mun standa frá 30 ágúst til 14 september. Og þú ert auðvitað velkomin/n!
Ég kem með nánari upplýsingar bráðlega....
Knús á línuna