22.7.2008 | 22:19
Myndir frá Spáni
Menning og listir | Breytt 23.7.2008 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.7.2008 | 13:31
Heima á ný :)
Svefnóreiða hefur hrjáð okkur, enda vöktum við í nær sólarhring á brottfarardag svo við sváfum frameftir í morgun. Ég er á leið í erindagjörðir núna, þarf í banka og fleira og er að bíða eftir að Anton verði búinn að sjæna sig svo ég geti skutlað honum að joina bræðrum sínum.
Myndir koma svo hér inn á næstu dögum frá ferðalaginu
Knús í krús!
2.7.2008 | 16:35
Varúð - ekki fyrir viðkvæma!
27.6.2008 | 16:12
Heitt á Spáni
Vorum að koma inn eftir smá erindagjördir, spænski "skattmann" var heimsóttur, hann var víst búinn að fá sína skatta, og bankinn fékk sína heimsókn líka. Kebab í hádegismat og strákarnir fengu sér ís í eftirrétt. Annars sögdu þeir í fyrradag að þeir væru komnir með skammtinn af ís í bili... svona er að vera í fríi, endalaust af ís og gosi
Þad er vel heitt, sveitt og klístrad, pilsid límist vid afturendann eftir setu (úje, sexy lady!!) og drippar undan hárinu, bara dásamlegt!
Ég nádi mér í gardínuefni fyrir stofuna á markadnum í fyrradag, verdur gaman ad fá smá prævasí heima Eins er búid ad versla slatta af fatnadi og skóm, fyrsta daginn var brunad í Elche og skófabrikkan þar heimsótt, allir fengu eitthvad ad ganga á, svo var verslunarrisanum í Torrevieja gerd skil, fatnadur á unga herramenn flaut med sem og tolvuleikir og dótarí. Held barasta ad allir séu komnir med sitt, nema kannski moi, sem langar í meira
Penslastrokur flesta daga, er med 8 litlar myndir í gangi, þar af 4 vid lokastigid, en held ég klári þær endanlega á klakanum, vil ekki taka áhættu med málningarklessur í handfarangrinum Gaman ad þessu! -Frí eru stórkostleg!
Strondin er búin ad fá 2 heimsóknir, fyrst í korter en þá var svo mikid útsog ad þad var hætta á ad mínum "stundum óhlýdnu" drengjum skoladi út á haf, svo vid endudum þá strandarferd snogglega eftir ad þurfti ad vada sjóinn eftir þeim minnsta, þar sem hann var ekki á því ad halda sig í flædarmálinu. Onnur ferd var farin á þridjudaginn og voru sumir vel grilladir á portum eftir þá ferd
Svo er fótboltinn audvitad búinn ad fá sitt áhorf, viva espana!!! Sunnudagskvoldid er skoho planad - fótbolti!!!
Vid erum í gódu yfirlæti hjá bestu gestgjofunum, mikid skrafad og hlegid -og málad, sér í lagi í gær, þegar vid stollurnar stæludum "the Adams family" -ekkert smá flottar!!! Þarf ad reyna ad koma inn myndum frá í gær hér inn, þær eru óborganlegar... en ekki fyrir vidkvæma!!!
Á midvikudaginn kemur fjolgar okkur um einn sætan strák svo þá færum vid okkur um set yfir í hinn enda bæjarins, þad verdur forvitnilegt ad sjá hvernig Ágústi líkar ad vera án playstation. Hann keypti sér nýjan leik sem hann vill ólmur fá ad spila.... helst ALLTAF.... en hér er skommtun í gangi núna, ekki spilad alla daga og bara í smá stund í einu.
Ég ætla ad spjalla vid tolvusnillinginn hana Zórdísi á eftir og athuga hvort hún eigi ekki snúru til ad hlada inn myndum.....
Knús á línuna
15.6.2008 | 12:16
Kántdávn
3 deis tú gó.....
Hlakka ekkert smá til!
Ströndin með gengið, patio hjá Zórdísinni minni, kaffispjall, kannski hvolft úr bolla, strigabúðin, penslastrokur, markaður.... H-E-I-M!
Fullt sem ég á eftir að gera hér fyrir brottför finnst mér... ekki laust við að smá stress hafi gert vart við sig, EN, það hefst allt. Ég ætla að pakka í dag svo ég hafi tíma í hitt hina dagana.
Lífið er ljúft, ofurljúft!
Knús á línuna
13.6.2008 | 17:55
Sommartider hej hej sommartider ;)
Heyrði þetta lag með Gyllenetider... síðan hvað? allavega 1990 eða fyrr - från min svenska tid! Fyrir þá sem ekki vita hverjir Gyllenetider eru þá er það Per Gessle og hljómsveitin sem hann var í... fyrir Roxette -Og NEI ég er ekkert svona gömul
Allavega... ég fer að komast í sumarfrí!! Á miðvikudaginn kemur tökum við flugið, ahhh hvað það verður næææææs! Ég var að enda við að panta bílaleigubíl fyrir okkur svo við getum ferðast niður á strönd eða bara enníver eftir lust og behag....
Við stefnum á að klára það sem þarf að klára um helgina.... ég þarf að róta í einhverjum pappírum sem ég þarf að taka með, spurning um að mæla út fyrir gardínum og versla efni þarna úti... nú eða láta sauma....
Sumarið er tíminn!!
Knús í krús
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 00:41
Fallegur dagur
Við kvöddum afa í dag, fylgdum honum til hinstu hvílu á þessum sólríka degi. Falleg athöfn og gott og gaman að hitta fólkið sitt. Anton og Ágúst komu með mér en Aron beið hjá pabba sínum.
Er heim var komið var tekist á við skipulagsbreytingar á vistarverum strákanna, ekki búið enn, en þetta er í áttina.... Einhverjar sorpuferðir munu víst fylgja í kjölfarið
Nú styttist óðum í Spánarferðina, ég heyri að strákarnir eru að undirbúa sig..... farnir að spjalla á spænsku á ný!!! Gaman að því.
Ég er sibbin eftir daginn, knús inn í nóttina
6.6.2008 | 18:24
Well.....
...framtalstörnin er búin.... vsk törnin líka.... en samt alltaf einhver törn
En við erum á leið út að borða til að fagna fyrstnefndu tveimur tarnarlokunum á eftir, jummy, hlakka til að borða
Aron var að kveðja félaga sína og fóstrur á Arnarbergi í dag, hentaði vel þar sem það var sumarhátíð með hoppukastala, andlitsmálningu og ýmsu öðru skemmtilegheitum.
Hann byrjaði í aðlögun á mánudaginn var í nýja leikskólanum, og er þvílíkt happy... "mamma nú á ég fullt af vinum" sagði hann eftir annan daginn! Og hann er þvílíkt ánægður með nýja leikskólakennarann sinn, bara gaman!
Stóru strákarnir kláruðu skólann í vikunni og sóttu einkunnirnar í gær, mamman er auðvitað bara sátt með sína drengi
Best að fara að henda sér í sæmileg föt fyrir kvöldið.....
Knús á línuna
24.4.2008 | 20:39
Merkilegt alveg
að í þessu litla þjóðfélagi sem við búum í að fólk skuli ekki getað talað saman.... heldur sé það hnefinn, grjótið og kylfur.... að ég tali nú ekki um GAAAAAAS sem gildi. En auðvitað að kraumandi reiðin brjótist fram á einn eða annan hátt, fyrr eða síðar.
Óvell...... það er komið "sumar" sól og gleði í hjarta þó engin sé hún úti, strákarnir nenntu ekki í skrúðgöngu í rigningunni, en við skruppum í kaffi til ömmu þeirra. Leti dagur
Gleðilegt sumar elskurnar