Hann á afmæli í dag!

100_7100Litli-stóri strákurinn minn er orðinn 5 ára! Hann var bara 1. árs þegar við fluttum til Spánar... sem var eins og gerst hefði í gær Halo

Til hamingju með daginn elskan mín! Heart


Það er annaðhvort allt eða ekkert

Merkilegt nokk, en það virðist alltaf vera þannig, annaðhvort ládeyða eða allt í gangi....

Aron minn, litli stúfurinn, verður 5 ára á föstudaginn og var hann í úthringingum í kvöld að bjóða til veislu. Hann náði ekki að klára þó, hann lagðist aðeins í sófann í millitíðinni og steinlá! Kannski ekki skrítið þar sem svefngöngur voru í hámarki í nótt, bæði hann og Ágúst tóku draumana sína eilítið alvarlega, Aron með hljóðum og Ágúst með flakki um húsið, ég greip hann í útidyrunum þegar hann var búinn að taka úr lás og opna... gaman að viðra sig á nærfötum einum klæða um miðja nótt!!

Ég fór í heimsókn í 2 leikskóla í dag, fyrst var foreldrakaffi í leikskólanum sem Aron er búinn að vera í síðan við fluttum, Aron bauð upp á heitt kakó og ristabrauð Tounge Svo fór ég sjálf í heimsókn í "nýja" leikskólann, en við erum búin að fá já við flutningi á leikskóla, þannig að nú verður stúfur litli loksins í göngufæri við heimilið. Hann á að byrja í júní í aðlögun þar, en fær svo að fylla upp daginn á "gamla" leikskólanum svo mamman fái unnið eitthvað Wink Það verða mun fleiri strákar á hans aldri á deildinni svo það er meiri séns á að hann eignist leikfélaga sem hann getur hitt utan leikskólans líka, en það er mikil vöntun á því eins og er, sér í lagi þegar hann ber sig saman við eldri bræðurna. Svo er deildarstjórinn á nýja staðnum karlkyns, sem mér finnst frábært, enda ekki margar karlímyndir í kring um drenginn minn í dag.

Unglingurinn minn pantaði klippingu fyrir helgi, enda var myndataka í skólanum, hann vildi "spænska" klippingu, og fór svo að lokum að hinir vildu vera eins -og fengu.... eins og "José í el campo á Spáni". Hann Aron er búinn að glata megninu af spænskunni en hann man enn hvernig klippingu José var með W00t Dúllur!

Ég held ég sé með hugmynd að nýrri mynd fyrir sumarið, rissaði smá á striga í gær, gef mér vonandi tíma til að penslast fljótlega, en núna ætla ég að.... vinna smá!! Whistling

KNÚS!! Kissing


Vaski-uppið saltað

....því uppþvottavélin mín er loksins komin í samband W00t Wizard -Þökk sé góðum nágrönnum!

Það tók sinn tíma að fá blessunina tengda en í mínu nýja eldhúsi var ekki gert ráð fyrir uppþvottavél, ótrúlegt en satt, og það þrátt fyrir að húsið sé bara nokkurra ára gamalt. Það þurfti að skipta út rörum og krönum til að tengja, en það hafðist fyrir rest. Ég á frábæra nágranna!

Ég var illa rugluð á tíma þessa helgina, aldrei þessu vant þá græddi ég, en ég var alveg viss um að það væri helgin 12-13 apríl, svo ég græddi heila viku!! Ég lagði leið mína í Smáralindina til að kíkja á fasteignakynningu á spænskum eignum (forfallin Spánverji Cool), en Vetrargarðurinn var lokaður og miðar með "aðgangur bannaður" á öllum hurðum þar Woundering -Só, það er Smáralind aftur næstu helgi!

Ég þarf að fara að finna "andann" minn og byrja að mála aftur, kannski ég leiti að honum á næstu dögum. Zordisin mín er alltaf hvatning þegar ég heyri hvað hún er að gera, hún er rosa dugleg og mig langar líka! LoL

Aron er svo krúttlegur á morgnana, hann er farinn að segja oftar en ekki; "gerðu það, má ég sofa pínu lengur" -ekki gott þó þegar þarf að mæta á skikkanlegum tíma, best ég komi þeim snemma í lúrinn í kvöld.

Knús Kissing


Flutt í vinnuna

...eða svo til... Wink
Ég er búin að taka smá vinnutörn undanfarið, veitir ekki af eftir að hafa verið veik í byrjun mánaðarins. Það kostar víst að lifa...

Þakflís eftir ZordisiÉg fór á æðislega sýningu á föstudaginn langa í Þorlákshöfn, hún Zordis vinkona mín var þar með sýningu á þakflísum sem hún málar á. Rosalega fallegar og fór ég með eina þeirra heim.

Strákarnir voru rosa glaðir að hitta vini sína frá Spáni og léku sér úti allan daginn með þeim. Svo hlakkar mig auðvitað óhemju mikið til að sæka hana vinkonu mína heim, og styttist óðfluga í það.

Það var gaman að sjá hversu góð mæting var á sýninguna og frábært að hitta Ollasak og aðra bloggara og vini.

Spilakvöld var tekið hjá Sigga og Evu, ef ég man rétt var það helgina fyrir páska, við fengum rosa góðan mat og áttum virkilega skemmtilegt kvöld.

Skrítið annars hvað tíminn rennur saman, ég man varla hvað ég gerði í gær, og því síður í fyrradag, og að tímasetja hluti er nær ómögulegt. Ég var einmitt að spyrja bróa að því hvenær ákveðinn atburður átti sér stað, ég hélt að það hefðu verið ca 2 vikur síðan, en þá kom í ljós að það voru um 6 vikur.... Finnst svona eins og það sé verið að snuða mig um tíma W00t -Hvert fer hann eiginlega??

Páskarnir komu og fóru, strákarnir fengu sitthvort kílóið af súkkulaði!! En ekki í einu, ég hafði keypt handa þeim sitthvort eggið sem þeir fengu á páskadag, en svo fengu þeir meira annars staðar frá sem var ekki beint vinsælt hjá móðurinni Whistling En þeir fengu svo að borða "rest" í gær.

Bíllinn minn er orðinn svo skítugur að það hálfa væri hellingur, ég er farin að halda að það sé einhver á launum við að hella drullu yfir hann, ekki það að ég sé svona löt við þrifin, ónei W00t

Ég ætla að vinna smá í viðbót áður en dagurinn rennur sinn skeið á milli þess sem ég mundast við að koma grizlingunum í rúmið Joyful

Knús á ykkur! Kissing


Helgin framundan, enn og aftur!

Jæja, enn einn dásamlegi dagurinn senn á enda Cool

Hori kallinn og vinur hans Hiti eru loks á förum, ég þurfti að fá aðstoð hennar Pensillínu til að hrekja þá á brott, en þeir standa núna í útidyrunum. Það er ansi langt síðan ég var svona lasin (komst ekki í vinnu í 2 daga), allavega í minningunni. Sem betur fer þá gleymast svona hlutir fljótt. Væri gott ef það væri þannig með alla miður góða atburði, að þeir gleymdust fljótt og vel, en það er víst ekki alltaf tilfellið. Sumir atburðir eru þess eðlis að þeir greypast í vitundina og hafa langvarandi áhrif. Ég tel víst að svoleiðis atburðir styrki mig á endanum, þó svo það sé oft erfitt á meðan er.... en djö..... væri oft gott að spóla yfir og koma sér á leiðarenda, svona fyrirfram!! Shocking

Ég fékk vesssstfirskan næturgest í vikunni, gaman að hitta vini úr fortíðinni þó svo stutt stopp hafi verið. Sum vinátta endist jafnvel ævilangt, þrátt fyrir allt; langar vegalengdir og mörg ár á milli hittinga.

Það er annasöm helgi framundan, afmælisveisla, matarboð, bíóferð og vinna svo fátt eitt sé nefnt! Það er víst engin lognmolla hér Wink Og svo mikil gleði framundan í komandi viku, bestasta vinkonan með familí er á leiðinni til landsins, VÁ hvað mig hlakkar til!!! LoL

Eigið góða föstudagsrest öllsömul, -það ætla ég að eiga!

Knús Kissing


Psssst.....!!!!

Ég er á hvíslinu.... búin að vera meira og minna raddlaus í dag, tók reyndar smá skorpu í tali yfir miðjan daginn en svo slokknaði aftur á mér síðdegis... það litla sem heyrist er eins og klippt úr E.T.-"E.T. phone home"..... Woundering

Yfirlýstir strákar Ég sótti um flutning á leikskóla fyrir Aron í síðustu viku, vil að hann komist að í leikskólanum næst okkur þar sem hann þekkir enga í hverfinu núna, það verða þá vonandi aðeins meiri líkur á að hann eignist vini hér í kring. Hann er víst kominn á vinaaldurinn Wink  og finnur fyrir því að eldri bræðurnir eiga "svoleiðis" og finnst hann vera að missa af einhverju.

Best ég hvísli börnin í háttinn.....

Knús Kissing

Í háttinn klukkan átta

Eftir 3ja tíma stapp við börnin var mér nóg boðið og sendi þá í rúmmið.... klukkan átta takk fyrir!

Sá siður var hjá okkur á Spáni að í háttinn var klukkan hálftíu-tíu, sem var fínt enda byrjaði skólinn þar klukkutíma síðar en hér. Núna þarf að vakna klukkutíma fyrr en ekki séns að þeir fáist til að fara klukkutíma fyrr í háttinn, ónei. Helst að þeir teygi lopann eins lengi og kostur gefst eða svo lengi að þeir verða þreyttir og fúlir daginn eftir. Eins og í kvöld.

Best ég reyni að finna brosið aftur....


....



Mig langar á tónleika með þessari grúppu....


Hvaða dagur er á morgun?

 spyr Aron, orðinn góðu vanur að allir dagar séu tyllidagar eftir það sem á undan er gengið Wink
Hann var Spiderman í leikskólanum, Ágúst var hermaður og Anton hálfgerður púki sýndist mér. Eldri drengirnir eru úti að sníkja nammi, vonandi geyma þeir eitthvað fyrir mömmu sína, ég er á sykurþörfinni núna W00t

Ég hef ekki málað fleiri herbergi í bili, en hef samt ekki gengið frá eftir mig..... sem þýðir auðvitað að það er drasl hjá mér.... kannski ég finni kraftinn til að halda áfram á næstunni Undecided -Það hefur reyndar sýnt sig að ég er hvað duglegust í framkvæmdum heima hjá mér þegar mér finnst ég ætti heldur að vera að gera annað... t.d. vinna eða læra Whistling -Svo gerist ekkert á heimilinu þegar engin verkefni bíða mín.... Ég náði mér í gardínur í herbergið mitt, rauðar, en samt ekki flauelis.... nú þarf ég að stytta þær við tækifæri Undecided

Langar líka til að gefa mér meiri tíma í að mála... er að vinna í einni stórri, en svo er orðið æði langt síðan ég málaði engil Blush ...kannski kannski kannski.... bráðum?

Knús Kissing


Ó ó æ æ aumingja ég....

hehehe, eða nei annars, ég á ekkert bágt. Er samt helaum í öxlum og almennt máttlaus.... eftir boreríið í gær og í dag...
Ég skrapp og náði mér í gardínustangir í gær ásamt ýmsu öðru sem "óvart" flaut með, og þá þurfti auðvitað allt að fá sinn stað á heimilinu.
Ég byrjaði á að bora í gær.... og merkilegt hvað ég er hittin á fyrirstöðu í veggjunum, og voru allavega 2 af götunum sem ég gerði tæplega nógu djúp, reddaðist þó samt, en þrjóskan í mér situr núna í öxlunum og lá við að borvélin brynni yfir W00t  Ég á eftir enn einn daginn með borvélina í hönd í bili, en ég komst að því að mig vantar gifstappa fyrir einn vegginn til að klára.

Það er rosalega gaman samt, þrátt fyrir eymslin, að gera sætt heima hjá sér, hlakka til þegar svefnherbergið verður komið í endanlegt horf, á bara eftir að finna gardínuefnið í einhverri búðinni á næstunni og eitthvað fleira smádútl.... og þá er það bara næsta herbergi eða "rými" Shocking

Góðir hlutir gerast hægt!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband