Finito

Búin að mála svefnherbergið mitt, en hef ekkert komist í að mála strigana meira þessa helgina.

Aron að renna sérNú er svo búðarferð á morgun að ná í gardínustangir fyrir nýmálað herbergið... og ef ég hef heppnina með mér finn ég mér líka gardínuefni... langar doltið mikið í þykkar, dimmrauðar flauelisgardínur Whistling Sjáum hvað setur.

Aron og Ágúst fóru með Hákoni að renna sér í Ártúnsbrekkunni í dag á meðan mamman mundaði pensilinn (eða rúlluna).
-Sem minnir mig á að ég þarf að þrífa málningardótið W00t

Knús! Kissing


Stuð á bæ

....eða þannig, ég var að mála.... en í þetta skiptið mjög einhæft, það er að segja einn lit - búin með 2 umferðir á loftið í svefnherberginu mínu og stefni á veggina á morgun... rosa dugleg! Wink Markmiðið er að mála alla íbúðina, en það fær bara að taka þann tíma sem það tekur, líklegast ekki það einfaldasta að mála loftið í stofunni þar sem þar er lofthæðin allavega 3,5 metrar? Vívillsí. Ég er allavega komin með slatta af málningu heim, bæði fyrir loft og veggi, hrímhvítt í bili, sé til hvort ég kaupi einhverja glaða liti með eða hvort ég láti mér duga litaglaðar gardínur.

Ég skrapp í strigabúð í morgun, sótti mér 2 striga sem voru 60x120, er að spá í hvort það verði stærðin mín á myndum á sýningunni í sumar, á eftir að gera það upp við mig, kannski ég meira að segja byrji á einhverri myndinni þessa helgina?

Ég og Aron erum alein í kotinu í augnablikinu, Anton er hjá daddíinum sínum og Ágúst hjá "álímdum" Wink vini í nágrenninu. Næsípæsí LoL

Knús á alla, konur og kalla Kissing


Og önnur....

Í vinnsluAfrek kvöldsins.... 2 myndir sem skríða áfram W00t  -Ég var líka byrjuð á þessari fyrir áramót og svona lítur hún út eftir kvöldið.

Mikið eretta gaman!!!

En ég læt staðar numið að sinni og býð góða nótt Kissing

Loksins

3 konurÁkvað að skella þessari inn þó svo ljósmyndin sé ekki gott sýnishorn af frummyndinni, mikill glampi þar sem hún er rennblaut.... Ég byrjaði á henni fyrir áramót, en hef víst ekki verið mjög framtakssöm á penslasviðinu lengi vel.

Ætla að halda áfram að mála.... er með aðra sem ég byrjaði líka á fyrir áramót Tounge

Knús! Kissing


Bloggleti

Enda svosem ekki frá mörgu að segja nema ég tali um vinnuna Wink

Við strákarnir vorum að rifja upp í gær hvernig þeir sögðu ýmsa hluti þegar þeir voru yngri.... td sagði Anton alltaf "karpöllur", Ágúst vildi gjarnan "drilla" matinn og svo voru "snjörnur" á himninum hans Arons. Ágúst kallaði á hann Hjört "Kjörtur" í mörg ár, Aron "hlólaði" á hjólin sínu osfrv. Gaman að þessu Smile  

Ég keypti um daginn ferð fyrir mig og strákana "heim" til Spánar í sumar, við ætlum að leika okkur þar í 3 vikur, ohhh hvað ég/okkur hlakkar til! Í leiðinni ætla ég að nota tækifærið og sækja allavega eitt hjól sem strákarnir eiga og ég gleymdi þar í flutningunum.

Margrét systir átti strák þann 14 janúar, ég þarf að drífa mig að kíkja á prinsinn, en ætla samt að fresta því aðeins þar sem ég er með vott af pest sem ég vil síður velta yfir á ungabarn Blush
Og svo á Freyja systir von á sér eftir 2-3 vikur.... brjálað stuð í barneignum! W00t

Ég held ég geri mér ferð í einhverja strigabúðina þessa helgina.... þarf að velja stærð á strigum fyrir samsýninguna í sumar.... ekki seinna vænna en að maður mundist með pensilinn... en það er ekki búið að gerast mikið í þeim efnum undanfarið.... og þó, ég bjargaði nokkrum penslum frá því að lenda í tunnunni um daginn.... var orðin heldur hörð málningin í þeim Wink

Javoll, farin að vinna meira!
Knús og aftur knús! Kissing

Velkomin/n um borð. Þetta er farmiðinn þinn

...æðisleg setning bara!! W00t W00t

Áramótin komin og farin, nú er þetta dýrðarár 2008 loksins byrjað. Ég fékk strákana aftur heim á nýársdag og byrjuðu þeir á að því að vera veikir, Aron og Anton, en Ágúst held ég sleppi þokkalega. Flensa með háum hita, svo Aron fór ekki í leikskólann fyrr en í gær og þá bara hálfan daginn... það er nebbla búið að snúa sólarhringnum gjörsamlega á hvolf svo hér vaknar enginn fyrr en undir hádegi!!!

Bræðurnir Það er dásamlegur dagur framundan, spurning hvort ég vinni, leiki mér eða tæti niður jólatréð? Nema ég geri bara allt?

En ég held þó að best sé að byrja á að klæða sig....Tounge


Knús á línuna Kissing

Árið senn á enda

Skrítið en þó ekki, tíminn flýgur alltaf áfram.

Líðandi ár er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt hjá okkur, margar stórar breytingar. Á sama tíma fyrir ári síðan hefði mig aldrei grunað að staðan mín í dag yrði eins og hún er núna. Allt er breytt.

Jólin okkar voru notaleg, við fengum gesti á aðfangadag og á jóladag, bara huggulegt. Strákarnir fengu marga fína pakka og nota bene, ég líka! Hef líklega ekki fengið svona marga pakka í mörg ár W00t Takk fyrir okkur!

Strákarnir fóru svo til pabba síns á annan í jólum og síðan þá er ég búin að leika lausum hala Wink -Spilakvöld hjá brósa, bíóferð, matarboð og fleira skemmtilegt ásamt vinnunni auðvitað. Í dag fékk ég svo Anton lánaðann til að skipta út gjöfum sem þeir fengu tvær eins af. Eitthvað hef ég dúllast með penslana, og svo gripið í bók. Dúllurnar mínar koma svo heim á nýju ári og þá byrjar rútínan á ný.

Á morgun ætla ég að hreinsa til fyrir nýju ári heima hjá mér.... en mig langar að.... gera svo margt á komandi ári.... Tounge

*Knúsmús*


Gleðilega hátíð!

Ég er að undirbúa kvöldmatinn... ekki mörgum sinnum á ári sem maður byrjar svona snemma LoL -en í kvöld koma nokkrir úr familíunni minni hingað og á morgun fleiri. Gaman að koma saman Tounge

Allt að verða klárt, allar gjafir sem komnar eru í hús eru komnar undir tréð.

Ágúst og Aron eru úti í garði að búa til snjókarl, gaman að fá hvít jól - það er að segja ef hann bráðnar ekki fyrir kvöldið Wink


Gleðileg jól óska ég ykkur öllum, vona þið hafið það gott öllsömul!Heart

**JólaKnús!** Kissing


Með eyrun full af vatni...

...hárið blautt og risjótt og fötin blaut í gegn....
Lýsing á sjálfri mér fyrir nokkrum tímum síðan.... er ég skrapp í matvöruverslun eftir vinnu. Það var úrhelli og rokið feykti mér næstum framhjá innganginum á versluninni. W00t

Ég verslaði mér sælgæti og meira sælgæti, jólin eru jú á næsta leiti og þá þarf að eiga birgðir. Ég fer svo aðra ferð þegar ég hef gert mér grein fyrir hvaða sælgæti vantar Wink Já og svo þarf að spá í hvað á að borða.... jummy Tounge Mér finnst alltaf jólin vera tími til að borða, lesa, slaka á og kannski mála. Einhverra hluta vegna sé ég svo alltaf fyrir mér hvíta ullarsokka og röndótt ljós náttföt þegar ég myndgeri kósíheitin mín um jól.... kannski það sé lag að fjárfesta í svoleiðis útbúnaði LoL 

Helgin var svaka fín, brósi -el chefe, flottur á því og bauð okkur út að borða, og áttum við frábæra kvöldstund með þeim og gómsætum mat á laugardagskvöldinu. -Ég borðaði auðvitað þar til ég stóð á blístri -eins og oft áður svo þyngdarpunkturinn minn færðist víst eilítið framávið Wink Spurning hvar hann verður staðsettur eftir hátíðarnar?

Natti natti allihopa!


Sætir litlir sigrar

Dagurinn minn er búinn að vera með eindæmum æðislegur, hver smásigurinn á fætur öðrum Tounge

Dálítið skrítið eiginlega, mér finnst frekar furðulegt hvað ég hef oft þurft að verja minn rétt síðustu mánuði.... en með því að standa á mínu (og því sem er lagalega rétt) hef ég öðlast meiri styrk, svo það má eiginlega segja að þetta hafi gert mér gott Wink Stundum hefur það verið töff og ég við það að gefa eftir eða gugna, en ég á sem betur fer góða að sem hafa aðstoðað mig og bent mér á.

Ég er byrjuð á jóla jóla, búin að versla hátt í helming af gjöfunum.... gæti jafnvel klárað á morgun... og þá er bara næsípæsí tími framundan. Djamm alla helgina og gegt stuð!!! Wizard

Javoll, farin að henda grizlingunum í kúrinn.... sveinki er á leiðinni!

Kram! Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband