10.12.2007 | 21:01
Búin!!!
Loksins búin, mikill léttir á þessum bæ. Einu verkefninu færra í staflanum góða. Ekkert heimanám í allavega einhvern tíma.
Næst á döfinni eru jólagjafirnar og tiltekt á heimilinu.... veitir víst ekki af eins og staðan er í dag
Jólagjafirnar verða ísí písí þetta árið, er held ég með allt á hreinu hvað ég ætla að versla. Anton er búinn að bjóða fram pössun á meðan ég bregð mér af bæ í innkaupaleiðangurinn
Rokið lemur á gluggann hjá mér, í kvöld er kósý að vera heima, strákarnir keppast við að teikna Óla Prik. Ég ætla að setjast og klára jólakortaskrifin í vikunni, strákarnir eru búnir að setja mark sitt á jólakortin nú þegar.
Knús á línuna
6.12.2007 | 23:01
Ég hlakka svo til...
að vera búin í prófunum!!!!
Jólin og það sem þeim fylgir verður bara á "hold" þar til skólanum er lokið
Var að browsa ferðaskrifstofurnar á netinu sem eru með farmiða út í sólina, ohhhh hvað ég sakna hennar!!! Ég ætla að kaupa mér miða "heim" á næstu dögum svo ég geti farið að hlakka til sumarfrísins.
Mmmm, home sweet home
27.11.2007 | 17:32
Ég er ekki búin að gleyma...
...af hverju ég flutti héðan á sínum tíma - eða tímum. En var samt minnt á það í dag.
Kallt, slabb, DIMMT.... held það venjist aldrei.
En það eru kostir og gallar við allt.... þarf að einblína á kostina... verst það er svo erfitt að sjá nokkuð í þessu myrkri!! Sem betur fer eru jólin að koma og jólalýsingin með þeim... það lyftir upp skammdeginu.
Annars er ég búin að vera dugleg, er með 4 myndir í gangi... ein þeirra var reyndar bara svona "koma sér í gírinn" mynd, en hún kom mér af stað, æðislegt bara, og lyktin mín góða ilmar um húsið
Knús!!
19.11.2007 | 20:40
Litla myndasýningin mín
13.11.2007 | 21:35
Skautadrottning og kóngur
...eða allavega með smá æfingu til viðbótar
Aron hafðist í að skauta aleinn með grindina góðu eftir að hafa farið með fylgdarsveinum nokkra hringi fyrst Og nú getur hann ekki beðið eftir næstu ferð.... ég skil hann alveg, man skoho hvað mér fannst gaman á tjörninni einu og sönnu í denn!
Ætla að koma skautaherranum í háttinn, það heitir snemma í dag þar sem seint var í gær!
Knús!
13.11.2007 | 10:44
Var að koma úr bankanum
þar sem ég hengdi upp 2 myndir, þessar hér:
Kvöldroði, 50x50 cm, olía á striga.
Blámann, 50x50 cm, olía á striga.
Þarf að kíkja aftur í dagsbirtu og sjá hvernig þær koma út, en þær eru í sértilgerðum sýningarglugga í KB banka við Hlemm.
Gaman að þessu, nú þarf ég bara að fara að myndast við að munda pensilinn á ný
Knús smús!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 17:39
Mamma er dagur?
Spurning sem ég fæ æði oft þessa dagana... tvisvar í dag, fyrst í morgun og svo núna aftur.... það er auðvitað óskiljanlegt að það geti verið dagur þegar úti er svart!
Við familían fórum aftur á skauta um helgina, Aron bara brattur og fór ótal hringi með "göngugrindina" eða hjálparskautagrindina - alveg sjálfur... óhræddur drengurinn! Móðirin er líka öll að koma til í skautalistinni, og búin að rifja aðeins upp - en Anton og Ágúst eru auðvitað "natural born" skautarar hehe... Ég set svo inn myndir ef einhverjar flottar eru í vélinni.... síðar!
Best að henda sér í smá þýðingar svo enn eitt skilaverkefnið komist á leiðarenda.... styttist í jólafrí í skólanum... mmmm það verður næs!
Knúsísmúsí
6.11.2007 | 08:48
Loksins afmælisveisla
Jæja, dúllan hann Ágúst fékk loks að halda upp á afmælið sitt 3 vikum eftir afmælið, var hann rosa sáttur með daginn, en hann bauð 4 vinum sínum heim. Hann valdi að fresta veislunni sinni svo hann gæti haft hana heima frekar en að bjóða einhverjum vini sínum í bíó og borða.... Vildi sko hafa "venjulegt" afmæli!
Afmælissöngurinn var sunginn: "Hann átti afmæli fyrir nokkrum vikum" hehe, rosa flottur texti hjá þessum guttum!
2.11.2007 | 15:48
Veikindi á heimilinu
Aron er lasinn, og var að sofna rétt í þessu, alveg búinn á því, hefur ekkert borðað í allan dag.
Þeir eru á leið til pabba síns á eftir, ég bauð honum að vera heima ef hann vildi, en hann vill samt fara... sjáum hvort hann vakni jafnferskur á eftir
Ég er búin að vera hálflasin þessa viku líka, missti röddina í gærmorgun, en er núna með viskýrödd, svaka smart
Anton er svo að fara í skólaferðalagið á mánudaginn og er í þessu að pakka niður farangrinum svo hann sé nú tilbúinn í tíma.
Ágúst er enn í skólanum svo mynd af kappanum fær að koma síðar
En best að halda áfram, er í heimavinnunni, bannað að vera latur á föstudegi!
Knús!
30.10.2007 | 20:33