ómæ

...var að fatta að jólin eru á næsta leiti.....

Hvað á að gefa? Hverjum á að gefa? Blush

Það var doltið jólalegt í dag þegar ég vaknaði, vantaði bara seríurnar í gluggana. Annars verð ég að viðurkenna að mig langaði mest að leggjast í dvala fram á vor Joyful Mér finnst bara kallt!

Miðar hægt en miðar þó, að koma sér fyrir, mætti samt ganga eilítið hraðar að fela allt draslið Wink -en svona eretta víst bara, góðir hlutir gerast hægt.

Aron var að sjá snjóinn í fyrsta sinn, var búinn að hlakka mikið til, eftir að heyra lýsingarnar frá eldri bræðrunum. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum og er búinn að verja stærri hluta dags útivið, fyrst í leikskólanum og svo hér heima, þurfti svo til að draga hann inn til að borða.

En mér er ekki til setunnar boðið, ég er að fara í ímyndað 5 daga ferðalag til Mexico, en það er skilaverkefni vikunnar í spænskunáminu, væri sko alveg til í raunverulega ferð í staðin!

Skjálftaknús Kissing


Túrílú

Það er ferlega næs að koma heim eftir vinnu á svona dögum eins og eru núna, rigningar og rok endalaust og hagl inn á milli. Framkvæmdagleðin dettur niður í næstum núll, og það eina sem mann langar að gera er að hlamma sér í sófann og gera ekki neitt....
Ég reyndar hef ekki látið það mikið eftir mér, enda margt eftir, ég þarf enn að brjóta mér leið út í gegn um kassana á morgnana þrátt fyrir að vera að mæta í Sorpu flesta daga með tóma kassa og umbúðir utan af draslinu.

Ég á von á systkinum mínum í föðurlegg í kvöld, við ætlum að skoða saman gamla fjársjóði í kössum sem voru týndir í yfir 20 ár og tilheyrðu á sínum tíma pabba okkar. Það verður gaman og ég fæ eftir kvöldið smá meira gólfpláss þegar þau taka sína kassa.....

Anton er að fara í skólabúðir að Reykjum aðra viku með bekknum sínum og verður í 5 daga og hlakkar hann mikið til. Í næstu viku er svo vetrarfrí hjá þeim í 3 daga, ég er ekki alveg að fatta það dæmi? Finnst svona að skólinn sé nýbyrjaður eftir sumarfrí og fríið varla áunnið? Shocking 

Aroni finnst að við eigum bara að búa á Spáni þar sem veðrið er ALDREI svona vont þar eins og það var hér á mánudaginn, fannst eitthvað asnalegt dúllunni að sætta sig bara við svona veðurfar Tounge  Ég skil hann sko!!

Farin að henda mér í sófann Wink Knús! Kissing


Í sambandi...

Það hafðist, að fá netið í hús, nú líður mér ekki eins lost in speis Tounge

Heimilið er ein rúst ennþá, sumt komið á sinn stað en annað liggur eins og hráviði út um allt.

Náði mér í þurrkara í dag (þank god!!) sem við Anton hjálpuðumst að við að koma á sinn stað, svo nú get ég hafist handa við stórþvottana Wink 

Komst að því að líklega er bara einn símtengill inni í íbúðinni, inni í Arons herbergi, og sá tengill var í þokkabót ekki þannig að hægt væri að stinga símalínu í hann, heldur var bara smá speni sem stóð út úr dósinni sem var þá bara hægt að stinga í ANNAÐHVORT síma eða router. Mín auðvitað svo bráðlát, get ekki sætt mig við að þurfa að velja á milli síma og nets svo ég reif dósina úr veggnum og auðvitað alla víra með Blush En ekki af baki dottin, tengdi upp á nýtt, en þarf að ná mér í nýjan tengil sem virkar fyrir bæði á morgun þar sem símamaður er ekki laus í GÆR... GET EKKI beðið einhverja daga sko!!! Náði svo eftir margar tilraunir að tengja routerinn, djö.... er þessi tegund leiðinleg, mér finnst að allir routerar eigi að vera með einfalda uppsetningu!

Ég þarf víst að ná mér í kommóðu líka sem fyrst svo hægt verði að ganga frá öllum fatnaði og svo ætla ég að panta mér sýnikennslu í að kveikja á eldavélinni Cool -Þá get ég allavega soðið vatn! Híhíhí, ég hef aldrei á minni lööööngu æfi eldað á gaseldavél, allavega ekki svo ég muni.

Best ég skríði í kúrinn, er lemstruð og sibbin, EN.... með netið!!!

Knús á línuna Kissing


Stutt og laggott...

...við erum komin með íbúðina!!!LoL -og allt dótið komið í hús!

Sofum samt hjá mömmu í nótt, enda bara 2 rúm komin í nothæft ástand og ég hef ekki hugmynd um í hvaða kassa rúmfötin eru Wink

Á morgun prufusofum við nýja heimilið, lífið er bara ljúft!

Knúsettísmús!!! Kissing


Nu håller man tummarna...

...eða þannig LoL
Ég á von á að fá afhent í vikunni, langþráð framtíðar-heimilið okkar og er farin að undirbúa flutning rétt undir næstu helgi. Ég er auðvitað komin langt á undan mér og búin að skipta út ýmsu og breyta öðru, þó svo ég sé staðráðin í því í leiðinni að gera ekkert vanhugsað eða í fljótfærni Wink
Kemur í ljós. En það er nokkuð ljóst að Ágúst er í huganum farinn að leika í playstation, Anton á gítar og Aron að kubba.... á meðan mamman bara málar skýjaborgir LoL 

Ég hlakka svo til.......

Knús í krús Kissing


Augnablikspása

Var að koma heim til að sækja börnin, erum á leið í smá leiðangur. Það er nóg að gera hjá okkur alla daga þessa dagana, á milli vinnustunda er heimanámið, börnin og húsnæðismálin.

Ég er að bíða eftir að fasteignasalan verði tilbúin svo hægt verði að klára málin og við flutt. Ég er búin að raða öllu inn í íbúðina í huganum, kveikja á kertum og setja á músik Wink VÁ, hvað það verður næs!!!

Strákunum gengur vel að ná upp íslenskunni og þurfa að öllum líkindum ekki mikla aukakennslu.

Þeir fá að heimsækja ömmu sína um helgina svo ég geti unnið örlítið meira, gott að eiga góða að Smile

Knús smús Heart


Smellonuminn

Að lesa....englinum sem ég var að klára? Þarf samt að leyfa honum að þorna og mynda á ný áður en ég set hann á björkina.

Nýfædd Sigurðar- og Evudóttir er svo algjör prinsessa, gazaleg rúsína!

Er farin í heimanámið!

Smúts!Kissing


Sætur sunnudagur

Fínasta helgi brátt á enda, ég er að slá botninn í hana með því að "vinna" smá Wink

Ég var að eignast litla frænku rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld, ég ætla að laumast til að kíkja á hana á heimleiðinni, er viss um að hún skarar frammúr í fegurð, enda á hún fallega foreldra Kissing

Fór í brúðkaupsveislu í gær, rosa falleg veisla og brúðurin geislaði. Góður matur og frábær félagsskapur.

Annars er ég búin að dreyma nokkrar myndir, sú síðasta birtist mér í nótt, mér er ekki til setunnar boðið, verð að fara að komast í trönuna mína á ný.... Myndirnar sem ég er að fá í draumi eru bæði í "mínum" anda og í "öðrum" anda (þó ekki vínanda Whistling), verður gaman að spreyta sig á þeim þegar þar að kemur.
Margt í gangi, held barasta við séum að flytja á næstu dögum, og ég er að sjálfsögðu búin að velja plássið fyrir trönuna Tounge 

En vinnan bíður, knús á línuna! Kissing



Engill...

...á leiðinni.....

Zórdísin mín, ég tók þig á orðinu Halo 

Bleytti í pensli! Joyful

Fínasti dagur með smá stressmómentum inn á milli, svona eins og vera vill....

Væri til í kósýheit með kertaljósi í haustmyrkrinu... en þarf víst að fjárfesta í kveikjara fyrst Wink 


Klem og kram Kissing 

Ps Takk fyrir hugulsemina Zórdís og Lísa, ég met það mikils Heart


Sunnudagur

Ég vaknaði grátandi á þessum fallega sunnudegi, þerraði tárin og setti upp andlitið.

Við familían erum á leið í afmæli lítillar prinsessu núna, ég ætla að kíkja á eina íbúð fyrir veisluna þó svo drengirnir séu búnir að velja framtíðarheimilið, en það skýrist vonandi á næstu dögum.

Skólinn minn er svo byrjaður, verslaði skólabækurnar í gær, nú er bara að byrja lesturinn.

Verið góð við hvort annað!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband