Hann á afmæli í dag....

Litli stóri strákurinn minn er orðinn 12 ára gamall!

StrandarstrákurTíminn flýgur óneitanlega, mér finnst ekki svo langt síðan við bjuggum í Svíþjóð þar sem hann lærði að ganga og tileinkaði sér fáein sænsk orð Tounge

Til hamingju með daginn elskan mín!

Annars eru hann og Ágúst byrjaðir í Lækjarskóla og strax farnir að kynnast nýjum vinum Smile

Aroni gengur líka flott í leikskólanum, og er farinn að vera allan daginn svo mamman geti sinnt sínum störfum Wink

Ég verslaði mér nokkra olíuliti um helgina, blanco, azul, naranja og rojo, 2 pensla, terpentínu og 2 litla striga.... sem sagt, ég get byrjað á litlu englunum mínum á ný.... kannski á morgun.... í kvöld kallar vinnan.....

Það er ekkert að gerast í íbúðarmálunum enn sem komið er, en góðir hlutir gerast hægt er sagt, ég vel að trúa því bara...

Knús og Klem Kissing


Ó-hó

Neibb, ekkert að gerast í blessuðum íbúðarmálunum, svolítið spes, en það virðist vera meiri eftirspurn en framboð á leigumarkaðnum.... Eeen, ekki dottin af baki enn, það getur allt gerst Cool

Hláturskvöld í kvöld, fíflalæti og nokkur "köst" á þessum bæ sem viðhalda "stæltum" magavöðvunum, sér í lagi hjá mér og mö LoL Strákarnir tóku þátt og Aron var bara nokkuð "chulo" as júsjúal Wink 

Ég var að skoða hvað kostar að kaupa .is lén, vá, þvílík álagning á nöfnum! Að kaupa .com kostar um 12-15 evrur eða um 1.100-1.400 krónur, á meðan .is kostar tífalt! Og það er bara nafnið.... Shocking En það kostar ekki að skoða.....

Er byrjuð að rissa aftur englamyndir, nú er mér ekki til setunnar boðið, get ekki beðið lengur eftir að fá eigið húsnæði til að byrja að mála, svo ég er búin að taka ákvörðun... ég ætla að splæsa á mig málningu og penslum á meðan dótið mitt er í gámnum og byrja með litlar myndir....

Aron er annars flottur í leikskólanum, gengur súperdúper vel og leyfir mér að yfirgefa svæðið alla morgna eftir smá stund og svo byrja strákarnir á hinn í skólanum. Ég er búin að grafa upp innkaupalista á netinu svo hægt verði að leggjast í blýanta- og stílabókainnkaup eftir skólasetninguna.

Kannski ég teikni smá....

Knús og klem Kissing


Með eftirvæntingarspennu í maganum

Það er gaman á Fróni!!! Tounge Ég er nýlega komin heim eftir skoðunarferð í næstu götur.... er búin að skoða 2 íbúðir í dag.... Önnur var eins og sniðin fyrir trönuna mína, en heldur lítil fyrir börnin mín... hin var heppilegri fyrir kidsin, við hliðina á skólanum!!, oooog með pláss fyrir trönuna líka....
Ég skippaði salsanu fyrir íbúðarrúntinn minn, það þarf víst að forgangsraða.....
En mæómæ, ég held aðaltilhlökkunin hjá mér við það að flytja liggi í að geta málað aftur!! Spes, og þó, bara gaman.

Aron er búin að vera í aðlögun á leikskólanum í 2 daga (mjög stuttir dagar reyndar) og er stefnan tekin á að ég yfirgefi svæðið á morgun í smá stund.
Það er ekki hægt að segja að það sé lágdeyða hjá okkur, á morgun er líka stöðupróf hjá mér í spænsku, og vinna inn á milli.....

Til mín kom spákona í dag og framtíðin er auðvitað bara björt LoL -Ekki það að ég vissi það ekki fyrir, en alltaf gaman að fá staðfestingu frá fleirum Cool

Klem og kram!! Kissing


Hinsegin afmæli

Fallegur dagur í Reykjavíkinni í dag, sól og læti! Ég er orðin einu árinu eldri, vonandi vitrari líka, og örugglega fallegri!Cool
Borðaði á Grænum Kosti í tilefni dagsins í ljúfum félagsskap og kíkti á Pál Óskar dilla sér og hefja upp raustina á Laugaveginum. Ekkert smá flottur strákurinn í rauðum glansgalla!

Gámurinn er löngu kominn til landsins, en er enn í vörslu tollara og Samskipa, sem betur fer Joyful 
Gerði tilraun að auglýsa eftir húsnæði þessa helgina en auglýsingadeildin átti í tækniörðugleikum og birtu aldrei auglýsinguna mína, kannski er það sign um að vera lengur hjá mö? Thihihi, nei, það fer allt eins og það á að fara Tounge þó mig sé farið að langa til að innrétta heimilið mitt fljótlega.

Í skorti á penslum og málningu keypti ég mér blýanta og blokk, ég get þá allavega skissað einhverjar hugmyndir að málverkum til penslunar síðar LoL

Aron byrjar í leikskólanum á mánudaginn og strákarnir í skólanum 22 ágúst.
Salsanámskeiðið byrjaði í vikunni sem leið og er ég nú í strangri þjálfun á mjaðmarliðunum Whistling BARA KÚL!!!

Zordis, no olvido a mis amigos en España, TE QUIERO MI AMIGA MAGNIFICA!

Knús mús Kissing


ohhh

var búin að skrifa og skrifa en einhverra hluta vegna tókst mér að týna öllu, nenni ekki að byrja upp á nýtt en birti samt myndina sem ég var að reyna að setja inn:

 Landmannalaugar

Prittí, ehh?

 

 

 

 

 

 

En svo finnst sumum ekki náttúran vera eins skemmtileg, samanber þessa nafngift:

Vont verra verst

 

 Knús og kremjur!!!


Vonn vík iNÆsland

Vikan sem ég er búin að dveljast hér hefur verið viðburðarrík og skemmtileg Wizard
Meðal viðburða voru bílakaup, listflug, náttúruskoðun Wink heimsóknir, ný vinna, ljós Whistling, bíóferð (já það er viðburður!!) og fleira!

volvo

Hér er svo bíllinn... bara draumur Halo Hann passar vel við pilsið sem ég keypti í Gautaborg LoL

Fyrsti vinnudagurinn var í dag og lofaði hann góðu um framhaldið. Gott að fá smá rætur hér á klakanum aftur, nú er bara að finna íbúðarhúsnæðið svo ég geti byrjað að mála aftur. Annars er hótel mamma alltaf dásamlegur staður, mætti kannski byggja við aðstöðu til að penslast?

Í kvöld komu síðustu kassarnir sem ég sendi mér í pósti, það verður verðugt verkefni að ráðast á þá og sortera og ganga frá því sem þar leynist. Gámurinn er ekki væntanlegur alveg strax, en mér skilst hann leggi af stað frá Rotterdam í vikunni, ég hef verið að gera tilraunir með að stöðva tímann svo hann komi ekki hingað of fljótt.... er eiginlega ekki í stuði fyrir marga kassa aaaalveg strax W00t

Aron byrjar svo í aðlögun á leikskóla eftir helgi, það er allt í gangi Sideways

Ég verð samt að viðurkenna að eilítil heimþrá hefur gert vart við sig... til Spánar og þeirra sem þar eru.....

Knús og klem! Kissing


Brjálað stuð ;)

Gautaborg var ÆÐI! Ég skemmti mér konunglega, og nokkuð ljóst að ég mun ekki láta aftur líða svona langan tíma á milli heimsókna. Ég gisti hjá Ulriku og fjölskyldu, æðislegt að hitta aftur vini frá fornöld Wink 

Ulrika og familia

Og að sjálfsögðu heimsótti ég líka Ellen og fjölskyldu, þar sem boðið var upp á dýrindis kvöldverð. Hér má sjá húsmóðurina sækja krydd í matinn Smile Ekkert smá kúl!!

 Ellen

Auðvitað kíkti ég á gamla heimilið mitt þar sem ég bjó til fjölda ára, rosa gaman að berja ferlíkið augum Tounge

Väderbodarna

Í alla staði frábær ferð, en þó var best föstudagskvöldið er við fórum 3 saman stelpurnar út á lífið... ég læt þó vera að myndbirta það kvöld af tillitsemi við viðkvæma LoL Sideways Whistling

Ég lenti svo á klakanum á sunnudaginn var, fullt í gangi, en það verður efni í nýja bloggfærslu... á morgun kannski Joyful

Knúsur og smúsur Kissing


Frábaer föstudagur

Mikil hlátrasköll í gódum vinahópi.....

Gautaborg er fabjúlos stadur ad skemmta sér á med meiru, en thad verdur ad vidurkennast ad lyklabordid hér er hundfúlt!! Ég er búin ad grenja úr hlátri í kvöld, guuuud vad kuuuuuul LoL

Ég held thad sé ad bresta á háttatími.... hér er thad 7-23 tíminn sem gildir.....

 KRAM KLEM KNÚS!!!!!!


Dásamlega skrítið.....

Engir kassar, ekkert stress.....

Gámurinn kom og fór í gær, með megnið af mínum eigum.... þó "sumt" hafi gleymst!!....Shocking

Strákarnir mínir fara í flug í kvöld, ég kvaddi þá á þriðjudaginn var, gott að fá smá knús InLove frá litlum höndum.....
Mér finnst svo skrítið að vera að fara að kveðja fólkið sem er búið að vera samferða mér síðustu árin, finnst þessir flutningar pínu ljúfsárir.....
Ég er nú þegar búin að knúsa konuna í dúkaversluninni Joyful og kennara barnanna, fer á eftir að knúsa konuna í sjoppunni "minni" og svo á ég auðvitað eftir að knúsa alla í bankanum.....
Já, það þarf að kveðja flesta og þá með kossum og kreistum Kissing .... híhíhí, ég verð að segja að mér leiðist engan vegin þessi spænski siður, allir þessir kossar og kreistur...mmmm!!!

Síðasti vinnudagurinn minn er í dag, svo tekur við smá afslappelsi fram á miðvikudag þegar ég tek flugið til Gautaborgar...... mmmmmmm, lífið er LJÚFT!!! LoL

Knús og kossar á hvorn vanga!! Kissing Kissing


Að ná andanum.....

Heh, varð aðeins að setjast niður... er með erkonið á fullu og er að kafna úr hita og svita.... klístrað!!! Tounge

Það er allt að bresta á hérna megin, strákarnir að yfirgefa mig á morgun.... á leið í fríið!! Cool 
*Næsípæsí* fyrir hana mig sem fæ þá eilítið meiri frið með kössunum mínum... alveg dásó LoL

Ég er akkúrrat núna, fyrir utan að ná andanum, í óðaönn að pakka í ferðatöskur fyrir gaurana, við tókum síðasta spænska barnafataleiðangurinn í kvöld, svo blessuð börnin fái ekki kvef þarna hinum megin... *fyrirhyggjusöm móðir!!* Halo

Gámurinn kemur innan tveggja vikna, svo nú er að duga eða drepast! Cool Annars sér varla í auðan gólfflöt hjá mér.... þetta er nú bara langt komið Joyful -Sér fyrir endann á streðinu og verðlaun handan hornsins... ogguponsufrí!!! Wizard Ómæ hvað mig hlakkar til!!!

*SMÚTS!*


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband