15.6.2007 | 19:53
Por fin...
Ég er búin að tryggja mér að ég verð ekki vakin af eigin börnum á sunnudaginn, ætla að skutlast með drengina í sveitina seinnipartinn á morgun og sækja þá á HINN
Ég á þó stefnumót við 2 verslanir í fyrramálið, pappakassastefnumót -Enn og aftur! Er búin að fara hvern einasta morgun alla vikuna, en það virðist vera eina leiðin til að ná í kassa hér á svæðinu... matvöruverslunin alla daga... nokkrir kassar á dag Og svo ýmislegt fleira sem ég þarf að stússast fyrir barnafríið á morgun
Í dag er akkúrrat mánuður í klakann!!! (já Ollasak ) Tíminn flýgur! Spurning um að henda í nokkra kassa í kvöld líka "Bannað" að slá slöku við!
Pappakassaknús
6.6.2007 | 21:10
Happy í hamaganginum
...það þarf svo lítið til að allt sé gott
Ég átti gott spjall við yndislega konu í kvöld, eitthvað til að gera góðan dag enn betri Knús til þín dúllan mín
Dagurinn er búinn að vera í alla staði frábær, allt að smella á sinn stað, eitt púsl í einu
Byrjaði daginn í verslun þar sem pappakassar fást, en þá er ekki hægt að nálgast nema á vissum tíma sólarhrings... en ég fékk nokkra, og talaði ungan spanjóla á að halda frá fyrir mig nokkrum til viðbótar á föstudagsmorgun, minikjólar eru frábærir!
Í vinnu beið mín óvæntur glaðningur sem ég á von á að auðveldi líf mitt næsta mánuð til muna, allavega verður stresslevelið mitt eilítið betur sett
Heima var galdramennskan í fyrirrúmi, matseldin tók nótæm, börnin sett við borðið og svo skikkuð í heimilisstörfin.... tiltekt... sem þó tókst ekki betur til en svo að ég þurfti að bæta við mig verkefnum á háttatímanum, það er að segja að ganga frá leikföngunum eftir þá -en því var reddað með kústi og fægiskóflu
Ég er búin að loka fáeinum kössum í kvöld... ætla að sjá hvort ég nái ekki fáeinum í viðbót á þessum miercoles magnifico!
Knús á línuna
31.5.2007 | 18:21
Lost in speis
...eða týnd og tröllum gefin
Mér líður dáldið þannig núna, veit "varla" hvað ég heiti lengur.... svo margt í gangi
Ég finn hvernig tíminn vinnur á móti mér, það er sama hvað ég reyni að tala hann til, hann flýgur samt áfram
Það eru rétt rúmar 3 vikur í að strákarnir fari í frí, og minna en 6 í að ég fari á flug! Og svooo margt eftir áður! Kassarnir eru byrjaðir að týnast inn á heimilið svo ég er að byrja að pakka niður, þetta verður slatta vinna sýnist mér Eeeeen, ekkert er ómögulegt, sér í lagi ef viljinn er fyrir hendi
Og ég ætla samt að hafa tímann fyrir strandarferð um helgina.... og skóleiðangur... og fataleiðangur... og og og... húsgagnaleiðangur!!
Ætla að smella einhverju vænu á fóninn og henda í allavega nokkra kassa
Sólskins- hita-knús
27.5.2007 | 21:16
Ævintýrahugur...
Ég læt mig dreyma um göngutúr... Kungsgatan, Vasastaden, Haga, Masthugget... með viðkomu á kaffihúsi í Haga, droppin í bókabúðir, setjast á bänk í Kungsparken, fara með sporvagni frá Nordstaden til Norra Biskopsgården.... fá mér princesstårta í bakaríinu... og ekki síst, hitta gamla góða vini...
Draumar eru til þess að lifa þá....
Menning og listir | Breytt 28.5.2007 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.5.2007 | 20:32
Niðurtalning
Jæja.. núna er það niðurtalning....
Við strákarnir erum aðeins byrjuð að kafa í fataskápana þeirra, þar sem sitt lítið af hverju leyndist - og kom ekkert á óvart að upp safnaðist haugur sem er á leiðinni út í tunnu
Það getur verið gott að flytja, þá losar maður sig við staðnað chi... dauða hluti sem engum er til gagns né gamans heldur fyllir bara í skápaplássið!
Margar dagsetningar með hring utan um á dagatalinu... á morgun koma Særún og Viktor til landsins, eftir mánuð fara gaurarnir mínir í frí, eftir 6 vikur fara þeir í flugvél, á svipuðum tíma ætla ég að ráða til mín sterka stráka sem fá að svitna við burð -eftir 3 daga ætlar sólin að vera á ströndinni með mér... OG ekki má gleyma að fyrir 31 maí fæ ég pakka frá mér Ég pantaði mér 4 diska með sömu hljómsveitinni til viðbótar við þann sem ég fékk að gjöf fyrir stuttu, ég er gjörsamlega kolfallin fyrir þessari grúppu; http://www.blueoctoberfan.com/foiled/audio.php
Ja hérna hér!
Knús!
16.5.2007 | 22:00
Bráðum helgi á ný..
jamm, hún er alltaf að bresta á....
Flutningar
eru fyrirbæri út af fyrir sig, skemmtileg eða leiðinleg, fer allt eftir aðstæðum hverju sinni....
Fyrir mér eru flutningar tímamót, marka spor á lífsleiðinni minni,eitthvað sem ég minnist áfram... og enn sem komið eru flest allar minningarnar góðar, þó svo það sé ekkert alltaf auðvelt eða einfalt, hvort sem það sé á milli Laufásvegar og Ránargötu eða landa á milli
Pakka sér í kassa er passandi setning...
Ströndin fagnaði mér síðustu helgi, og skildi sólin eftir sín mörk á mínum bossa og það þrátt fyrir að ég hafi sagt í fyrra, ALDREI rauð húð meir!
En sólarvörnin þarf víst að vera á öllum kroppnum, og gerir lítið gagn þar sem gleymist að bera hana... híhíhí... seint lærist af fenginni reynslu
Ég kíkti í geymsluna mína í gærkvöldi og fann þar ýmislegt sniðugt, meðal annars málverk og liti, en það sem ég festist í voru myndir sem Aron hafði teiknað fyrir rúmu ári síðan, þegar hann var í Mar Azul skólanum í Torrevieja, ásamt æfingarblöðum þar sem hann var að læra fyrstu
tölustafina sína, þá tæplega þriggja ára. Hann hafði jafn gaman af þessu og ég en heimtaði að fá að lita þetta aðeins betur -fannst sumt ekki nógu vel unnið hjá sér
Ég er enn í flugtaki, spurning um að skella sér á netið og panta ferð?
*Klem og kram*
8.5.2007 | 00:23
Flugtak!
Mér líður eins og ég sé í flugtaki, spennandi framtíðin brosir við mér og ég bara get lítið annað gert en að brosa á móti
Skrítið hvernig lífið tekur stefnubreytingu á einu andartaki, á meðan það sem lá svo ljóst fyrir er ekki lengur gefið mál, og þess í stað blasa við ótal nýjar spennandi leiðir inn í framtíðina, djöst pikk vonn - or tú!!
Framundan er stress, afslöppun, gleði, tár, alvara, leikur.. og allt þar á milli, fjölbreytileikinn er bestur!
Knús á línuna
25.4.2007 | 19:42
Lífið er lotterí....
...já það er lotterí og ég tek þátt í því, thíhíhíhí
Ég keypti mér miða í happdrætti lífsins, og verð stundum fyrir því að númerið mitt er dregið út, vinningarnir eru misjafnir auðvitað, en júnó, vinningar eru alltaf vinningar, þó stundum viti maður ekki alveg hvernig þeim skuli ráðstafað
Annars smellti ég einni umferð á hvíta stóra strigann sem var búinn að hanga á trönunni minni í rúma viku, og var farinn að kalla á mig -Það er bara alltaf gott að mála!
Aron átti afmæli í vikunni sem leið, hann er svo stór þessi strákur minn, orðinn alveg cuatro!!!! Og átti þó tres áður Hann hélt veislu í því tilefni á laugardaginn var og bauð heim bestasta fólkinu, alveg eðal afmælisdagur hjá stúf
Yndislegt veður hjá okkur eins og oftast, sólin er dásamleg uppfinning!!!
Sólskinssmús!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2007 | 21:19
Fimmtudagar eru fabjúlos!
Enn einn fabjúlos fimmtudagurinn að taka enda, mættu vera fleiri fimmtudagar í viku; danskennsla!!
Rosa gaman að vanda, og eru enn fleiri spor að festast í minni og múvments
Ég komst ekki síðast vegna slappleika sem þó er gleymdur og grafinn í dag Dúllurnar mínar þrjár eru bara dúllur og sjá um sig sjálfir á meðan mamma er í næsta húsi í sveiflu. Reyndar er síminn með í för og ég verð að segja að ég er dugleg að kanna hvort hann hafi hringt... sem hann gerði í eitt skipti í kvöld, "mamma, megum við fá súkkulaði?" Sem ég jánkaði, offkors!!
Hér hafa penslar og krítar verið í fyrirrúmi síðustu viku, og mun brátt nýr engill líta dagsins ljós á björkinni, bara gaman. Yndislegt að finna terpentínuilminn fylla vitin og detta í gírinn enn á ný
Læf is gúúd júnó!!!
*Klús og klems*
6.4.2007 | 23:49
Mynd í vinnslu
Hér er afrakstur gærkvöldsins og kvöldsins í kvöld, en ég þarf núna að láta hana þorna áður en ég klára pensladrögin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)