6.4.2007 | 16:48
Páska-frí
Frí eru frábær, sérstaklega ef maður getur notað dagana á uppbyggilegan hátt
Ég byrjaði mitt á að mála eina mynd í gærkvöldi, frábært að leggjast í sköpunina enn á ný Það fer að verða tímabært að árið 2007 líti ljós á bjorkinni, en ég vil gjarnan hafa nokkrar myndir á þeirri síðu áður ég set hana í loftið.
Er svo búin að vera að eiga aðeins við bjorkina, smá snurfus og dúllerí í dag. Ég er annars lasin, með hor á milli heilasellanna, svo framkvæmdagleðin er ekki upp á marga fiska, en það líður hjá, það kemur nýr dagur eftir þennan. Hef hugsað mér að fara í bæinn á morgun, ætla að sækja mér karton og fleira, en það eru nokkrar myndir sem bíða flutnings yfir höfin. Kannski ég sæki líka súkkulaðiegg fyrir börnin þar sem páskar eru á "næsta" leiti!!
Stóru strákarnir ætla að vera sælgætisberar í sorgargöngunni hér í San Miguel í kvöld, og spennan eftir því Þeir eru búnir að lofa að koma heim með allavega eitt nammi fyrir Aron þar sem hann fer ekki með, mamman ætlar að vera inni í kvöld!!!
Knús og gleðilega Páska!!!
1.4.2007 | 16:11
Yndisleg helgi
Fínasta helgi brátt á enda. Við strákarnir fórum saman ásamt Zórdísi og börnum út á lífið í gær, bowling, matur og með því
Aron flottur á því og spilaði með, enda ekki annað hægt þegar maður er alveg að verða 4ra ára.
Zórdís fór með vinninginn, offkors, enda mesti drifkrafturinn í snótinni
Rosa gaman þó börnin mín hafi ekki alveg verið með bestu hegðunina með í för, en þeir minnast þó dagsins með gleði - tilganginum náð!!
Ég hélt áfram í dansinum í vikunni, í það bættist rock'n roll við, og salsa og cha cha cha rifjað upp að auki. Ég verð að viðurkenna að rockið tók á og fann ég fyrir því í skrokknum allan föstudaginn
Við fórum svo markaðsferð í dag og sóttum okkur blóm og ávexti, og að auki náði ég mér í Can Can fjaðrir -það er aldrei að vita hvaða spor bætist við í danskennslunni
Varð auðvitað að taka mynd af Can Can djásninu, ekkert smá glæsileg þessi stúlka!!!
*Knús og kram*
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2007 | 14:44
Snúningur
Ég lét loksins verða af því að tékka á dansnámskeiðinu í næsta húsi - og er að sjálfsögðu byrjuð
Ég leit þarna inn á fimmtudagskvöldinu eftir vinnu, og jújú, það var verið að kenna salsa, byrjar eftir hálftíma var mér sagt. Greip mér súkkulaðistykki í kvöldmatinn heima og út aftur, dansaði í 2 og hálfan tíma, salsa, samba og cha cha cha. Ekkert SMÁ GAMAN!!! Og ég mæli skoho með þessu fyrir alla sem vilja vita
Ég er búin að vera að mestu barnlaus í viku, að undanskilinni einni nótt, en í stað þess að vera í dekri og dásemdum á snyrtistofunum hef ég tekið smá vinnutörn, alltaf gott þegar saxast á verkefnin. Byrjaði líka á nýrri mynd í gærkvöldi, dásamlegt að bleyta í penslunum
Stefnan er sett á veitingastað hér í bæ með flottasta fólkinu, og svo SOFÚTDAGUR á morgun, "hvers er mögulega hægt að óska sér að auki?
Eigið fabjúlos helgi, KNÚS á línuna
15.3.2007 | 17:23
Með sól í hjartanu
Dreymdi skrítinn draum um daginn sem hafði með ákveðna tölu að gera. Sem ég sá svo í sama samhengi daginn eftir. Fannst það pínu spúkí og skildi eftir einkennilega tilfinningu.
Í dag þurfti ég svo að hringja símtal í vinnunni, nema ég fatta þegar ég var búin að stimpla inn síðasta tölustafinn að ég hafði stimplað inn allt annað og ólíkt númer en það sem ég ætlaði að hringja í. Númerið sem ég stimplaði inn hringir engum bjöllum hjá mér nema það var þaulvant. Ég skrifaði niður það sem ég mundi eftir að hafa stimplað inn, en það passar ekki við neitt hjá mér. Þetta situr í mér, nú mun ég leita að þessu númeri þar til ég get tengt það við eitthvað
Var að komast að því í gær að hér í næsta húsi er verið að kenna allskonar dansa, salsa, paso doble, tangó og margt fleira Nú hef ég enga afsökun fyrir að fara ekki á námskeið (held ég). Ég ætla að kíkja út á eftir og fá upplýsingar, mig er lengi búið að langa að taka sveiflu
Stóru strákarnir eru í fótbolta og við Aron njótum þess að vera saman tvö með Madonnu á fóninum, kannski við sinnum smá heimilisstörfum í sameiningu, hann að tæta og ég að týna upp
Já, lífið er ljúft
*Kram*
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.3.2007 | 18:03
Í sól og sælu
Hjá okkur er búið að vera nóg að gera eins og svo oft áður, á öllum sviðum, í leik og starfi
Tókum tásudipp í gærkvöldi á okkar strönd, þar var reyndar ekki margt um manninn, enda bara mars og "hávetur" ennþá
Sjórinn var ekki heitur frekar en við bjuggumst við, en Aron lét sig samt vaða ofan í - í öllum fötunum
Við brunuðum auðvitað heim og allir fóru í heitt bað til að ná úr sér hrollinum.
Ég setti nokkrar kaldar strandmyndir í "ýmislegt" albúmið.
Mig hlakkar svoooo til að fara í heitan sjó!!
*-Knúsur-*
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2007 | 18:44
Eiturgrænn kústur..
..er pottþétt afbragðs verkfæri til að halda svölunum mínum rykfríum héðan í frá
Bíbí syngur eins og hann eigi lífið að leysa svo ekki má minna vera en að við familían höldum svölunum hreinum fyrir "el cantante"
Annars er dagurinn búinn að vera afbragð, sól á lofti og lífið brosir þó svo Aron setji í brúnirnar
Janice Joplin gleður eyrun á meðan börnin eru með óhljóðin
*Knús til allra*
18.2.2007 | 17:39
Hó hó hó...
Ég er hér enn -stundum allavega......
Við familían mínus Ágúst skruppum loksins á markað í dag, eftir margra vikna umhugsunartíma og náðum okkur í kjúllan góða
Nýr "Bíbí" fékk að fylgja með heim líka, enda var mikill söknuður hjá Aroni þegar gamli "Bíbí" yfirgaf okkur í desember. Reyndar völdum við annan lit og aðra tegund, svo húsfreyjan geti líka notið góðs af, en sá nýi syngur, eitthvað sem sá gamli gerði ekki
Mikil gleði sem sagt á heimilinu og búið að díla við þann elsta um þrif á búrinu reglubundið, eða sem sagt skilyrðið fyrir kaupunum
Vorfílingurinn er með yfirhöndina þessa dagana og svalamublurnar að komast í brúklegt ástand, ekki seinna vænna miðað við hvað tíminn flýgur mmmm... mig hlakkar til sumarsins
Knúsettísmús!
4.2.2007 | 22:05
Sæludagur
Þá eru allir farnir í háttinn á bænum eftir góðan og annasaman dag
Aron er búinn að vera lasinn svo það hefur verið mikil innivera undanfarna daga, nokkuð sem er ekki alveg að falla í kramið, hvorki hjá mér né öðrum á heimilinu
En við fórum í dag loks út á möndluakur, þrátt fyrir litla sól til að taka myndir, áður en blómin falla. (Sjá í myndaalbúm - Ýmislegt)
Ég ætla að sjá til hvort ég nái svo fleiri myndum í sól þar sem hún gerir allt fallegt enn fallegra, en hún er væntanleg í vikunni samkvæmt spám
Anton var að afhenda mér snepil úr skólanum, en nú fer að koma að enn einu karnevalinu og þá er það búningagerð, enn og aftur Sýnist þó á teikningum að hans búningur verði ekki mjög erfiður í gerð, nú er bara spurningin hverju hinir tveir eiga að klæðast!!! Ég gleymi því eflaust seint þegar ég þurfti að sauma tarsanbúninginn hans Ágústar úr pappa og fleiru
Ætla núna að penslast smá fyrir háttinn
*Kyss og kram*
31.1.2007 | 22:35
Yndisleg vinkona kom aftur í dag....
...sólin hehe... var búin að vera að mestu týnd síðan á föstudag. Stórkostlegt sköpunarverk þessi sól, gerir dagana svo mikið bjartari
Þannig að ég er ekki búin með myndatökuna góðu, en miðað við veðurspár þá er hún á döfinni innan fárra daga.
Við erum búin að eiga fína daga, þrátt fyrir skýin. Ágúst byrjaði í fótbolta fyrir viku og nú ætlar stóri bróðir að fylgja fast á hæla hans og sparkast á við hann um tuðruna.
Ég er búin að hafa fortíðardraugana hangandi á öxlinni, er dottin inn í gamla músík, munið þið eftir þessu?
http://www.youtube.com/watch?v=UShSyZJdX1c
Ég man nákvæmlega hvar ég var og hvernig mér leið þegar ég var að hlusta á þetta lag.... við spænskar strendur - en þetta var spilað stanslaust í útvarpinu þá!!!
Hér var danssýning í gær, stóð hann Aron fyrir þeirri sýningu "mira como yo bailo!!!" Ekkert smá flottur, næst tek ég hann upp á videó
*Knús smús*
26.1.2007 | 01:04
Næturbrölt...
...er svo sem ekkert nýtt á þessum bæ, en stundum má nú ofgera hlutunum
Vakti síðustu nótt yfir penslunum, já þið lásuð rétt, -ég er búin með 2 englamyndir sem fá að líta dagsins ljós ekki síðar en um helgina. Ég ætla líka að láta verða af því að birta fleiri myndir sem ég á hér í skotum og skúmum.... út um allt!
Í kvöld er ég búin að sinna öðrum störfum, reyndar tók ég smá lúr áður en ég hófst handa, en ég ætla að hafa úthald fyrir meiri pensladrög um helgina og hef því látið staðar numið að sinni.
Ég tók andköf á heimleiðinni í dag, möndlutrén hafa tekið stakkaskiptum frá því á mánudaginn, allt að verða bleikt, það er svo margt fallegt í náttúrunni. Enn eitt verkefnið að fylla helgina með, myndatakan sem ég missti af í fyrra
*Knús og góða nótt*