Fínn mánudagur

Eins og vera ber, hvað annað?

Möndlutrén eru farin að blómstra, það benti Zórdísin mér á í dag, verða eflaust í fullum skrúða næstu helgi, ég ætla ekki að klikka á myndatöku þetta árið Cool

Það munaði minnstu að ég yrði litlum sætum íkorna að aldurtila í morgun er ég brunaði á svarta líkbílnum mínum í vinnu í en hann slapp fyrir horn, fjúkk! En ég minntist óneitanlega kattarins sem ég sá útflattan úti á götu hér um árið, svona eins og maður sér annars BARA í teiknimyndunum....... -Nú getur hver og einn notað hugmyndaflugið....


Jahá!!

Dásamlegt hvað Spánverjar eru flottir á því!! Tók smá rölt í bænum okkar áðan með hann Aron sem fylgdarsvein. Mikið spennandi í gangi, það á að byggja nýtt hús fyrir bæjarráðið á horninu hjá okkur og eru þeir að grafa fyrir grunninum á fullu.....

Nema hvað, það er búið að grafa alldjúpt..... og Aron hafði orð á því við mig, "Mamma, sjáðu hvað þeir eru búnir að grafa mikið, þeir eru ábyggilega að grafa alla leið til Alicante!!!" LoL LoL

Ekkert smá pælingar hjá stúfnum! Hér á Spáni erum við flott á því og gröfum okkur milli borga og bæja, hehehe!

Ég fór í strigabúðina, þar sem elsti sonurinn tilkynnti mér í gær að mín pöntun væri komin, en það voru víst ekki "réttir" strigar, svo ég fór þaðan tómhent... næsta vika er líka góð vika Wink 
-Annars hafði ég sent hann af stað með pening í gær til að sækja strigana mína, en hann týndi peningnum á leiðinni svo hann kom tómhentur og miður sín til baka eftir alllanga stund og mikla leit, enda dágóð upphæð Pouty Ég vona þó að aurinn hafi glatt einhvern sem á þurfti að halda Smile

Dásamlegt veður, dásamlegir dagar, nóg að gera í vinnu og frítíma, ég er lukkunnar pamfíll Tounge

*Knús smús*


Laugardagur til lukku

Ég vaknaði seint og um síðir, var vonandi að sofa úr mér þreytu liðinna daga.....

Við strákarnir ætlum að leggja af stað í leiðangur á eftir, að kaupa pakka fyrir lítinn stúf, enda veisla á morgun. Spurning hvort manni verði svo eitthvað úr verki seinnipartinn á heimilinu, en það veitir víst ekki af að taka til hendinni.....

Ég er komin með 3 nýjar hugmyndir að englamyndum sem ég rissaði í gær... surfaði aðeins netið til að finna fyrirsætur svo myndirnar gangi upp Wink Kannski maður leggi pensladrögin á striga í kvöld Smile

Mér er ekki til setunnar boðið, þarf að smella andlitinu á og bregða mér út í sólina áður en hún sest aftur Cool

Knús smús*


Aquí está!!

Jæja, henni miðar loksins áfram, eftir langt hlé ;) Tók mig til í fyrradag og hreinsaði penslana og önnur áhöld eftir sæmilegan umhugsunartíma, og hófst handa við penslun í gærkvöldi.

Svona lítur Media Naranja út eftir gærkvöldið, það verður gaman að sjá hvort endanleg niðurstaða verði eins og ég sé hana ;)

Media Naranja 3


Hversdagsleikinn

..er loksins kominn, þó fríin séu fín þá er hversdagsleikinn bestur. Nú mun lífið detta í réttar skorður, börnin sofna á sómasamlegum tíma, og ég líka Wink

Liðið ár gaf mér veganesti inn í nýja árið, ár sem fyrir mér er táknrænt fyrir nýtt upphaf, hvað sem það nú þýðir.... Ég forðast að spá of mikið í framtíðina samt, finnst betra að njóta dagsins og taka því sem að höndum ber. Sumir dagar eru svo betri en aðrir og sitja lengur í minningunni fyrir vikið Cool 


Hér er líf og fjör eins og oft áður, strákarnir samir við sig og halda móðurinni upptekinni við uppeldið, Ágúst situr enn við heimanámið og hinir tveir að leika, þó ekki stöðugt nógu fallega.... sem sagt allt í rétta gírnum.... as júsjúal, hehehe....

Knús smús til ykkar Kissing


Ég ætlaði að vera sofnuð...

....en gengur seint hjá mér,þrátt fyrir þreytuna sem er búin að hrjá mig í dag... Ég skal alltaf vakna þegar ég fer að sofa ;)

Loksins er þetta dásamlega ár gengið í garð, búin að bíða spennt og farin að finna smjörþefin af því sem koma skal, lofar góðu :)

Spánarfljóðið hún Zórdís átti afmæli áðan og á enn ef mið er tekið af íslenskum tíma, til hamingju aftur sætust! Vona þú hafir fengið gott að borða og með því!! Gott að fá þig aftur heim elskan!!

Ég er búin að eiga í senn skemmtilega og notalega letidaga, éta á mig gat, slæpast eins og sæmir þessum dögum.

Erettekki dásamlegt!!?!!?


Sumir eru fúlir

...eða réttara sagt, gjörsamlega að tapa sér.... allt fúlt og leiðinlegt og þaðan af verra....

Ágúst er búinn að vera í fýlukasti sem um munar, það má ekki spila músik, Aron má ekki sofa í rúminu sínu, ég er búin að fá loforð um að heimanáminu verði skoho ekki sinnt, hvað þá að dótið verði sett á sinn stað á morgun Woundering Og til að toppa það þá erum við ÖLL leiðinleg!!

Fyndin þessi börn stundum, láta fram hjúts stórar alhæfingar um alla hluti... það er bara svart eða hvítt.... Annað hvort er þessi eða hinn besti vinurinn eða þá versti óvinurinn....

Aldrei þessu vant er ég alveg róleg, leiddi þetta bara hjá mér, enn sem komið er allavega... sé til hversu lengi hann endist.... en hann er enn að......

Á morgun er ferðinni heitið til Jóa og co að fagna nýju ári, held að nýja árið muni í senn verða skemmtilegt og gott :)

Knús og gleðilegt ár!!


Gleðileg jól

....óska ég ykkur öllum, bæði þeim sem ég þekki og þeim sem ég þekki ekki....

 Vona að allir finni jólafriðinn og gleðina og eigi notalegar stundir Kissing

 Faðmlög og kossar***


Ég get seint kallast

..bloggari ársins....

 Letin er auðvitað alveg að gera út af við mig, eða sko, þannig já.

Jólakortin farin úr húsi, pakkarnir komnir í gjafapappír og maturinn kominn í hús..... varla neitt sem er eftir held ég, og ef svo er má það örugglega bíða....

Ælupestin er búin að vera í heimsókn aðra hverja nótt hjá okkur, tóku þeir strákarnir við henni í aldursröð, sá yngsti fyrstur og sá elsti í nótt sem leið, nú get ég fagnað... allir búnir Wink

Fékk einkunnir heim með Ágústi og Aroni í dag, fyndið reyndar að fá einkunnir með 3ja ára barni... og enn fyndnara fannst mér þegar foreldrarnir voru að ræða við kennarann af hverju þessi einkunn væri svona eða hinsegin.... ég ákvað að segja ekki orð, fannst bara að ég gæti verið ánægð...

Gleðileg jól allir saman (þori ekki annað en að bjóða þau gleðileg strax af fenginni reynslu við dugnað bloggskrifa)....


Jólin koma

og það þrátt fyrir að maður sé ekki staddur á klakanum!!
Við familían lögðum leið okkar í Carrefour og keyptum smá skraut og seríur á tréð, en það var sett saman í gær. Við uppgötvuðum í gær að seríur frá í fyrra voru ónýtar svo við keyptum nýjar, og í þessum skrifuðu eru synirnir í óðaönn að skreyta gerfigrenið.

Við fórum að sjálfsögðu líka í Habaneras, og svei mér þá, það var bara smá jólastemming.... fullt af fólki og jólalög!! Keyptum EKKERT í Habaneras, þrátt fyrir að þræða vel flestar búðir þar á meðan beðið var eftir myndum í framköllun....

Nú er stefnan sett á að klára jólakortaskrifin á morgun og koma þeim í póst á mánudag, svona svo jólaóskirnar komi á réttum tíma.... smá jólastúss framundan....

Ég lét strákana benda mér á dót sem þeir gætu hugsað sér að eiga í Carrefour, ég mun svo leggja leið mína þangað alein í vikunni, og bera eitthvað heim sem fer undir tréð..... en pakkarnir verða mun færri í ár en árin á undan, þar sem óskir drengjanna þessi jólin eru í mun hærri verðflokki en áður....

Jæja, núna er ferðinni heitið á Zórdísar blogg, ég frétti að hún hefði bloggað..... ótrúlegt en satt!! thihihihi.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband