Framhald á hálfum appelsínum

Media NaranjaJæja, ekkert lát á sveiflunum hér á bæ, nú er mið nótt og ég ákvað að skella inn afrakstri næturinnar og gærkvöldsins, hér er "Media Naranja" eins og hún lítur út í augnablikinu....

Ég verð að segja að mér finnst þetta rosa gaman..... að bæta inn litum.... 2 umferðir komnar síðan síðast Wink

Það er gleði og spenna í mér..... yfir lífinu.... það er svoooooo gaman að byrja að mála aftur.... mála frá sér vitið.... mála tilfinninguna...... við undirleik góðrar tónlistar, í rósrauðum bjarma jólaljósanna.

Á morgun er frí á Spáni...... svo ég fæ að sofa út á morgun..... nema einhver ungur drengur ákveði að vekja mig, heheheh.....

Góða nótt, sweet dreams!


Media naranja

Media Naranja-eða hálfar appelsínur.... Heimurinn er fullur af hálfum appelsínum, það eru margar "hálfur" eða sálufélagar á mann.
Spánverjar álíta að hver og einn eigi sér ekki einungis einn sálufélaga, heldur séu þeir margir, svo það ætti enginn að örvænta... af nægu er að taka....

Heyrði þessa sögu fyrst núna um daginn hjá henni Zórdísi minni, og festist hún svo um munaði í höfðinu á mér, og hófst ég handa í gærkvöldi að mála "media naranja" á striga sem er ekki af minni gerðinni, 89x116 cm, þarf að koma tilfinningunni sem ég hef fyrir þessari sögu frá mér...

Kláraði eina umferð af lit útþynntum með terpentínu í nótt á strigann góða, þannig að ég vaknaði ekki fyrr en seint og um síðir í morgun. Sá svo auðvitað í dag að ég þarf nú að laga hlutföllin í myndefninu eitthvað, en það kom svosem ekki á óvart, kannski ég skvetti smávegis af lit í kvöld...

Annars ætlaði ég að kveikja á fyrsta kertinu í aðventuljósunum í kvöld..... en fann ekki aðventuljósið? Kannski á ég ekki aðventuljós? Ég get svoleiðis svarið það að ég man ekki hvort ég hafi átt svoleiðis síðan ég flutti til Spánar!! Samt finnst mér eins og ég hljóti að hafa verið með svoleiðis, en finn ekki neitt svo ég salta málið bara.....

Við familían skruppum á markað og sóttum kjúlla og danskt bakarísnammi, fengum meira að segja kleinur!! Aron var reyndar ekki alveg að fíla kanillengjuna sem var innbyrgð í eftirrétt, honum fannst kanilbragðið ekki alveg ásættanlegt Wink

Annars ætla ég að kanna hvort ég fái jólakortin fínu á eftir, þá kannski byrja ég skriftirnar í kvöld..... eða á morgun....

Hasta luego!


Öhh..ert þú ókunnugur?

....forstöðukonan sagði að ég mætti ekki tala við ókunnuga!!
Veit ekki afhverju mér datt þessi smellna setning í hug sem vinkona mín sagði við áreitinn einstakling á skemmtistað í Reykjavíkinni í denn...... allavega hef ég hlegið oft að henni síðan þá Wink - nota bene, þetta var borið fram með mjög svo sérstökum áherslum, thihihi....

Það er búið að skreyta bæinn okkar með jólastjörnuljósum, hlakka til að sjá þær upplýstar. Sem minnir mig á að ég ætla að reyna að finna mér fleiri jólaljós.... kannski á laugardaginn í bæjarferðinni sem ég hef planað þá um morguninn..... svo verður djamm um kvöldið - börn jafnt sem fullorðnir munu skemmta sér saman á horninu hans Paco hér í bæ, ohh hvað ég hlakka til!! Og fyrsti í aðventu á sunnudag..... og kannski markaðsferð..... og jólakortaskrif..... og...og....og.....

Gaman að hafa eitthvað að hlakka til, og þá hlakkar mig þó mest til einhvers sem ég veit ekki enn hvað er, bara tilfinning ennþá, en oft er nú tilfinningin nóg!!

Er að fara að kubba, síjú leiter gæs, smúúús!!


Símanum kippt úr sambandi...

og Tinu skellt á fóninn.....músíkin hennar mömmu......thihihi.....

Stressdagur þrátt fyrir stressleysi, spes dagur þó ekkert "sérstakt" hafi gerst, það er spenna og tilhlökkun í mér yfir einhverju sem ég veit ekki hvað er, framtíðin er óráðin gáta, dyrnar að henni bíða mín opnar, á ég að þora að ganga þar inn?

Kvöldið er ungt, ferskt og fallegt, -eins og ég !! Wink


Að gera sér dagamun

Jólabaðið

....svo um munar!!

Við vinkonurnar gerðum okkur dagamun í dag og skruppum til Benidorm og stungum tánum í sandinn eftir góðan hádegismat við strandlengjuna. Höfðum meðferðis striga og tilheyrandi til að listamannast í djammbænum á meðan börnin okkar voru minna pen og skeyttu litlu þó þau væru orðin blaut og hulin sandi upp yfir haus.... í öllum fötunum á meðan margur annar tók jólabaðið í sjónum.
Ítalskur ís í eftirrétt eftir ströndina og svo var brunið tekið á Finestrat þar sem Zórdís átti stefnumót við hinn heiminn. Finestrat er frábær bær, en hentar þó betur minni ökutækjum en því sem við vorum á. Sem betur fer þá var Zórdís ökumaðurinn í ferðinni og allt fór að óskum, þrátt fyrir götur sem hefðu betur gengið undir nafninu "þröngir gangstígar" þar sem þurfti á mikilli leikni að halda til að ekki væri keyrt utan í næstu hús. Kósí lítill fjallabær, þar sem húsin hanga í hlíðunum. Auðvitað var fullt um að vera í tilefni komu okkar þangað og var efnt til gömlubílarallý okkur til heiðurs, en reyndar gleymdist að tilkynna okkur hvar bíllinn okkar ætti að standa á meðan og munaði minnstu að hann yrði dreginn í burtu, en auðvitað kom lögreglan til aðstoðar og bjargaði bílnum Wink.
Heimferðin ilmaði svo dásamlega af reykelsislykt að handan.

Í alla staði frábær dagur, takk fyrir daginn Zórdísin mín!!

(Myndir úr ferðinni má sjá undir myndaalbúm, Benidorm og Finestrat)


Eins og hundur í bandi...

...hestur í taumi.... eða asni á eyrunum?

Tjah, það er spurningin hvernig maður vill láta lýsa sér? -Eða var það asni á eftir gulrótinni?

Fór til læknisins í dag, það var ekki gott eða skemmtilegt en þó nauðsynlegt og loksins búið. Nú er að vinda sér að næsta verkefni, stóru eða smáu.....

Talandi um stórt verkefni þá held ég að ég hafi tekið of stóran bita þegar ég valdi mér striga fyrir hugmynd að nýrri mynd.... kannski betra að halda sig við litlar að sinni..... búin með enn einn engilinn held ég, koníaksengilinn... en ég set hann inn á björkina innan skamms... held ég - ætla að skoða myndina aðeins betur áður en hún birtist Wink

Allir sofnaðir nema ég á heimilinu, bara næs!!


Minningar

Í dag fór ég með strákana í göngutúr um bæinn okkar í dásamlega fallegu veðri. Við enduðum göngutúrinn í "parque" eða á leikvellinum hér bak við hús. Þar lékum við okkur í klukkutíma áður en stefnan var tekin á baðkarið að skola skítuga stráka. Þegar ég sat þarna með þeim og fylgdist með þeim leika sér helltust yfir mig minningar frá fyrstu jólunum okkar hér fyrir 2 árum, en þá varð einmitt þessi parque oft fyrir valinu þegar farið var út að viðra ungana..... Það voru fyrstu jólin mín í langan tíma þar sem ekkert var jólastressið, kaupæðið eða annað tilheyrandi, aðeins rólegheit og friður. Jólin í fyrra voru líka góð, og óska ég þess að þessi jól verði það einnig.

Kvöldmaturinn er afstaðinn - snemma í kvöld, og strákarnir að horfa á nýju Rauðhettu og úlfurinn myndina á íslensku og finnst hún fyndin og skemmtileg, annað en mér fannst um eldri útgáfuna á þeirra aldri Wink


Er hamingjan bankar að dyrum

...er um að gera að opna og hleypa henni inn, þó hún birtist í annarri mynd en maður gerði ráð fyrir.

Eftir rigningartímabil er sólin farin að teygja geisla sína í gegn um skýin á ný.


Söngelskir synir

Sko þegar maður á þrjá stráka þá er bara að taka hlutunum eins og þeir eru.....

Uppáhalds tónlistarmaðurinn þeirra í dag er tvímælalaust Shakira, og lagið La Tortura (Kvölin). Aron sem er þriggja ára syngur hástöfum; Ay amor me duele tanto (æ ástin mín, mig verkjar svo).......

Og það er svoooooo sætt!! Hann syngur þetta bæði með og án undirleiks söngkonunnar við leik og störf Tounge. Hann er algjört krútt, hann hefur tekið svakalega miklum framförum í spænskunni, og er farinn að notast við allskonar frasa sem ég kann engin deili á. Þegar þeir leika sér saman allir þrír þá er skipst á að leika sér á spænsku og íslensku, stundum önnur hver setning á sitthvoru tungumálinu. Mér finnst reyndar stundum einum of þegar Anton byrjar að syngja, þar sem hann þyrfti að fá raddþjálfun, er ekki alveg búin að móta mér skoðun um tóneyrað hans Ágústar.....

Annars fékk ég sendan geisladisk frá Íslandinu í dag, Í djúpum dal með Regínu Ósk, er búin að hlusta á hann einu sinni, nokkur lög sem heilluðu mig, en ég þarf yfirleitt að hlusta nokkrum sinnum áður en ég geri upp við mig hvort mér líki eður ei, kemur í ljós....

Well, er að "matreiða" lasagna fyrir börnin, þarf að tékka á ofninum......


Með hor í auga

Fór í sturtu í morgun sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema mín SPRAUTAÐI úr sjampóbrúsanum í annað augað, áts hvað það sveið!! Ég skolaði allt hvað ég gat úr auganu í sturtunni og var farin að sjá sæmilega um hádegið, fyrir utan "hortægjur" sem fara á flakk í auganu annað slagið og byrgja mér sýn.... -Sem er vonandi augað að hreinsa sig?

Sprungið dekk á bílnum er átti að notann, alltaf sama dekkið sem springur, mér er farið að finnast þetta spúúúúúkííííí..... allavega ég KANN EKKI að skipta um dekk svo Enrique skipti fyrir mig... í annað sinn.... -En ég tók vel eftir og Anton líka, svo í sameiningu kannski við meikum þetta sjálf næst? Eins gott það springi bara þegar Anton er með í för, hehehe.....

Aron gerði sér lítið fyrir og prumpaði blautu með sínu "black eye" (þeir sem ekki fatta djókið lesi Ást og hamingja - linkur hér við hliðina) og fannst það ferlega fyndið, sér í lagi þegar hann hélt áfram gusunni í postulínið.... hann man ekkert hvernig það er að vera með niðurgang litli snúllinn, hehehe. Honum finnst prump rosa fyndið orð og athöfn, og lætur alltaf alla vita hátt og snjallt þegar slíkur atburður á sér stað.

Já, englarnir bíða, ætla að sjá hvað kemur fram á strigunum í kvöld.

Smús lús**


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband