Tannálfur eða púki?

KonaAron litli gaur er í þessum skrifuðu væntanlega sofnaður... í sínu fyrsta ferðalagi án fjölskyldunnar..... útskriftarferð í leikskólanum. Skrítið og ekki laust við að manni finnist einum of rólegt hér heima án hans! Ég fór með hann í leikskólann í morgun og svo sæki ég hann á venjulegum tíma úr leikskólanum á morgun. 27 börn gista í Lækjarbotnum ásamt leikskólakennurum eina nótt. Spennó!!!

Anton slasaði sig á föstudaginn á trampólíni, hann skall með hnéð á sér undir hökunni, mikið blóð og þónokkur spor sem þurfti að sauma hann í munninn. Tannréttingatækið svakalega sem hann fékk eftir fermingu fékk slæma útreið og er jafnvel ónýtt, en líklega hefðu nokkrar framtennur fokið hefði það ekki verið til staðar. Hann er allur að koma til en er enn verulega bólginn undir hökunni og út til hliðar, og á enn verulega erfitt með að borða venjulegan mat.
Sama dag fékk Aron fót í sínar framtennur... eða kannski betra að segja TÖNN, en það er alltaf sama tönnin sem verður fyrir barðinu hjá honum... og er hún núna frekar laus... spurning hvort það verði fyrsta tönnin sem hann missir?
Maður spyr sig... er tannálfurinn eða púkinn atvinnulaus þessa dagana?? Kannski kreppa þar líka? W00t

Ég byrjaði á nýrri mynd um helgina sem leið, ég virðist vera að smella í gírinn minn, en ég er núna með 4 myndir í gangi... sem ég kannski klára á næstunni og birti hér eða á björkinni. Myndin hér var búin að vera leeeengi í vinnslu, held hún sé tilbúin núna..... Rosa gaman að vera komin af stað á ný!!

Knús Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsku Anton, knús og kyss á hann. Enrique biður að heilsa honum og strákunum.

Flott hjá þér að vera komin á skrið, there is no way back darling!

Knús og kossar, ætla að fylgja ungherranum í skólann á markaðsdegi. Knúsa hann þangað til hann roðnar NOT ...

Halda svo áfram í skriðunni!!!

www.zordis.com, 10.6.2009 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband