Gleði og sorg

Get ekki orða bundist yfir þessu ástandi sem hér er orðið viðvarandi.
Sama hvað gengur á í fjármálaheiminum hér þá fær almenningur alltaf að borga! Ég spyr mig hvenær hér muni skapast stríðsástand með þessu áframhaldi! Eða verður ekkert af því þar sem fólkið í landinu er búið að gefast upp? Blóðmjólkað af bönkunum og drekkt í svartsýnisspám stjórnmálamanna?

Gleðidagur hjá mörgum landsmönnum þegar hæstiréttur kvað upp dóm sinn um gengistryggðu lánin í síðustu viku er að falla í skuggann af lygasögum og dómsdagsspám stjórnmálamannanna sem við kusum! Endalaust framhald á hrunsögu Íslands! Hvenær ætla stjórnmálamenn að fara að vinna fyrir fólkið sem kaus þá?

Ég kýs að halda í litlu Pollýönnuna mína og trúa því að réttlætið sigri að lokum.

Gerist

Er byrjuð á nýrri mynd!!! í stærð 50x50! Hélt þetta myndi bara ekki gerast.... eins og maður hefur verið upptekinn í barnauppeldinu.... litlar mínímyndir hafa verið allsráðandi og stærri myndir bara fjarlægur draumur!
Floating detail

Ég fór í Grenes enn eina ferðina fyrir viku síðan, og enn bólar ekkert á römmunum utan um litlu eldhúsmyndirnar, ég er búin að vera að fara þangað aðra hverja viku síðan í mars! En þeir höfðu fengið nokkrar aðrar stærðir svo ég missti mig aðeins í "dótabúðinni minni" og keypti nokkra fulla poka af allskyns römmum og strigum...
Rammaði inn myndina "Fljótandi" (hér til hliðar er smá brot úr þeirri mynd), en lengi vel var ég með 2 nöfn á þeirri mynd, hitt nafnið var "Í glasi"... Sideways

Baltasar Nýjasta nýtt hjá litla manninum er þetta skemmtilega bros sem hann framkallar eftir pöntun! Ekkert smá krúttlegur og hann veit líka af því!!! heheheh!
Hann byrjar hjá dagmömmu í ágúst, verður stuð að fá að vera með jafnöldrum sínum! -Kannski aðallega stuð hjá mömmunni að komast í vinnu! heheheheh!

Öll börn eru komin í háttinn (loksins!!!!!) svo ég ætla að nota tímann þar til ég lognast út af til að halda áfram með nýjustu myndina! W00t

Knús í hvert hús Kissing


Kæra dagbók....

Sniðugt þetta blogg, það er að segja þegar maður skrifar á það reglubundið..... Sé hér í færslu rétt fyrir neðan að það eru bara um 2 mánuðir síðan Baltasar fór að tosa sig áfram á höndunum.... sem svo þróaðist auðvitað í skrið, hraðskrið og svo reisa sig upp á hnén og þá loks að standa upp allsstaðar.... Finnst þessi tími hafa varað muuuuun lengur, þar sem maður hefur verið stanslaust á vaktinni, passa að hann fari sér ekki að voða.... Vitið er víst minna en getan, amk hvað hættur varðar! Það má ekki hafa augun af honum í sekúndu, því hann er eldsnöggur að finna sér eitthvað að dunda sér.... sem er hættulegt! Það þarf að passa að allar hurðar séu lokaðar, því ekki vill maður að hann nái að draga pottana yfir sig, eða að hann fái sér legomolasmakk! Nú og svo finnst honum rosa gaman að reisa sig upp við snúningsstólana, sem að sjálfsögðu snúast.... og hann auðvitað valtur og gólfið hart..... úff!!!!!

Núna bíð ég þess að hann nái betra valdi á líkamanum svo ég þurfi ekki að hafa sömu áhyggjur af því að hann detti..... en ætli það taki ekki bara aðrar áhyggjur við þá? Hehehehehe, þessi stúfur lætur sko hafa fyrir sér!!!

 Knús smús Kissing


Morgunkaffið?

CoffeeEr búin að vera á snældunni.....Angry kaffivélin vill ekki virka. Sama hvað ég geri fyrir hana! Búin að hreinsa hana í tvígang, kveikja og slökkva á henni en nei, ekkert kaffi vill hún bjóða uppá. Mér til mikillar gremju. Til allrar hamingju fann ég gamla pressukönnu inni í skáp og gat hellt mér upp á pressukaffi.

Eftir að hafa fengið hinn lífsnauðsynlega morgunbolla er ég laus við gremjuna og farin að leika mér með kol og gesso, gaman að gera tilraunir W00t


Afrek, stór og smá.

tómatur Afrek mín þessa dagana eru ekki mörg ef horft er fram hjá barnauppeldi og heimilisstörfum. Eitt og eitt lítið málverk lítur dagsins ljós, eins og þessi tómata uppskrift. Einn og einn klukkutími í vinnu. Það eru mælanleg afrek. Barnauppeldi og heimilisstörf eru illa mælanleg, heilu dagarnir líða án þess maður hafi komið nokkru í "verk". Ég stend mig svolítið að því að dæma mig eftir verkum mínum, ef ég get ekki mælt það sem ég hef gert þá telst það ekki með...... til dæmis segir maður ekki frá því að maður hafi gefið börnunum að borða eða að maður hafi þurrkað af í svefnherberginu eða þvegið af rúminu, -né að maður hafi leikið við yngsta barnið eða annað í þeim dúr, þetta eru allt sjálfsagðir hlutir... En þrátt fyrir allt þá verður það líklegast mitt stærsta afrek hér í lífinu að koma börnunum mínum til manna, búa þeim heimili og fæða og klæða. Stærra afrek en nokkur vinnustund eða fullklárað málverk.

Í rólegheitunum

Baltasar NóiBaltasar er kominn á fulla ferð, hann dregur sig áfram á höndunum og hjálpar til með hnjánum, yfirleitt bara öðru.... svona doltið eins og þegar börn byrja að labba í stiga, alltaf sami fóturinn fyrst Wink
Tætitímabilið er byrjað! Allt sem er bannað er spennandi.... fjarstýringar, símar, pappír virðist smakkast dásamlega, meira að segja gólfið er sleikt!

Hann þarf alveg manninn (lesist= mömmu) með sér, svo "mítæm" er bara eitthvað fjarlægt hugtak í mínum eyrum.....

Nú styttist í afmælisdag Arons, hann ætlar að bjóða öllum strákunum í bekknum sínum..... það verður sko "fjör"!!!!

Ágúst fékk "loksins" síma í síðasta mánuði eftir að hans mati allt of langa bið, en svo kom á daginn að hann er svo hálfsvekktur yfir því að hafa mitt númer sem frínúmer.... þar sem hann vill geta hringt oftar og veit að ég vil ekki að hann sé að hringja eða senda sms í tíma og ótíma!!! hehehehe! Lúxusvandamál!!! Sideways

Knús á alla Kissing

Í fyrsta gír....

Páskarnir komnir og farnir, nokkur páskaegg hafa víst verið innbirgð af íslensku þjóðinni, og lífið gengur sinn vanagang. Ef vanalegt skyldi segja þegar kona leggst í hýði eins og bjarndýrin.....

Skrítið hvað þetta vanalega breytist þegar ungarnir koma í heiminn, takturinn fellur niður í vögguvísu og allt verður svo innhverft.... Það sem gerist utan veggja heimilisins er jafn fjarlægt og önnur sólkerfi....

Baltasar er kominn á fullt skrið, eða kannski frekar armtog.... dregur sig áfram með höndunum og ýtir eftir með öðrum fæti. Eins eru allskonar hljóð merkileg, smella tungunni í gómnum, burra, skríkja og segja mamma, babba og "ka!" Klappar saman lófunum og sýnir hversu stór hann sé Tounge  -Alger gullmoli!

Ég hef verið að spreyta mig á acryl litunum, bara gaman! Nokkrar olíumyndir eru einnig á borðum, eldhússerían telur 9 tilbúnar og líklega ámóta margar hálfkláraðar. Blanda og mixa er málið núna.... olía, acryl, kol, pappír og sparsl skal fara á striga! Húsið er að fyllast af föndri frúarinnar, en mér finnst það nú í lagi þar sem geðið lyftist á hærra plan W00t

Föndurknús! Kissing

Uppskrift -að góðum stundum....


Þá er hugmyndin mín að myndefni orðin að veruleika, 5 myndir búnar og fleiri í vinnslu. Hér eru fyrstu 3:

Brokkólí-uppskrift Epla-uppskrift Gulrótar-uppskrift

Ég skemmti mér alveg konunglega, þetta er svo gaman! Ég hef reyndar mjög takmarkaðan tíma til þess að mála, en þeim mun betur nýt ég stundanna sem ég fæ Halo .

Gleðiknús í ykkar hús!

Málaðmála..

Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil.... innan marka off kors.... W00t

Eftir meiri vangaveltur er hugmyndin mín að myndefni í fæðingu. Alveg rosa gaman... ég er eins og barn í leikfangaverslun... svo spennt er ég yfir útkomunni! Vona ég nái að klára frumraunina í dag eða á morgun.......

Var að koma af foreldrafundi með Ágústi og Aroni, þeir fengu báðir flotta umsögn (genin, hehehehe)...

Óvell, hér er lítill stúfur sem er ósammála mömmu sinni að það sé sniðugt að vera í tölvunni.

Smúsknús Kissing


Einar eða tvær?

Var að fá hugmynd að myndefni, eftir spjall við engilinn hana Zórdísi í gær. Búin að vera með hugmyndina í meltingu í sólarhring og held barasta hún sé tilbúin.
Þá er það bara að finna tímann til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.... sem gæti reynst þrautinni þyngri þar sem ungherrann á heimilinu er alger mömmustrákur..... en, einhvernvegin skal ég búa til tíma....

Við Baltasar erum ein heima, strákarnir hjá "hinum" foreldrunum og húsbandið á strákakvöldi. Dauðlangar að ná í penslana og reyna að penslast með "einari". Sjáum til hvernig það gengur Wink.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband