Gleði og sorg

Get ekki orða bundist yfir þessu ástandi sem hér er orðið viðvarandi.
Sama hvað gengur á í fjármálaheiminum hér þá fær almenningur alltaf að borga! Ég spyr mig hvenær hér muni skapast stríðsástand með þessu áframhaldi! Eða verður ekkert af því þar sem fólkið í landinu er búið að gefast upp? Blóðmjólkað af bönkunum og drekkt í svartsýnisspám stjórnmálamanna?

Gleðidagur hjá mörgum landsmönnum þegar hæstiréttur kvað upp dóm sinn um gengistryggðu lánin í síðustu viku er að falla í skuggann af lygasögum og dómsdagsspám stjórnmálamannanna sem við kusum! Endalaust framhald á hrunsögu Íslands! Hvenær ætla stjórnmálamenn að fara að vinna fyrir fólkið sem kaus þá?

Ég kýs að halda í litlu Pollýönnuna mína og trúa því að réttlætið sigri að lokum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er orðið spurning um endalokin og hið mjallarhvíta himnaríki, eða bara gullna Spánarströnd. Ömurleg staða og heimilin í landinu mörg hver að splundrast ...

Knús í nóttina þína elsku Pollý :-)

www.zordis.com, 24.6.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband