Morgunkaffið?

CoffeeEr búin að vera á snældunni.....Angry kaffivélin vill ekki virka. Sama hvað ég geri fyrir hana! Búin að hreinsa hana í tvígang, kveikja og slökkva á henni en nei, ekkert kaffi vill hún bjóða uppá. Mér til mikillar gremju. Til allrar hamingju fann ég gamla pressukönnu inni í skáp og gat hellt mér upp á pressukaffi.

Eftir að hafa fengið hinn lífsnauðsynlega morgunbolla er ég laus við gremjuna og farin að leika mér með kol og gesso, gaman að gera tilraunir W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ó já, gott að fá kaffið blessað! Knús og skál í kaffi ....

www.zordis.com, 11.5.2010 kl. 13:47

2 identicon

Kaffivélin er enn biluð... fór í viðgerð í dag og ekki væntanleg heim aftur fyrr en á föstudag í fyrsta lagi!!! Svo hér er vatnið soðið og kaffið pressað í gríð og erg allan liðlangan daginn þessa dagana!

Elín Björk (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: www.zordis.com

Nú er gleðidagur, föstudagur og vonandi kemur Delonghi heim á ný.

Búin að taka 1 og hálfan bolla í dag og er komin með skammtinn minn í bili. Knús og kossar í helgina þína. Heyri vonandi í þér soooooon!

www.zordis.com, 14.5.2010 kl. 11:37

4 identicon

Óvænt endalok, eða upphaf eftir því hvernig á það er litið, Delonghi kom heim á miðvikudag, fékk flýtimeðferð!!! Happy coffee house
Svo hér hefur kaffið verið sötrað, sopið og drukkið í 2 og hálfan dag!!!! Slurp, kannski ég ræsi Delonghi og fái mér einn fyrir háttinn!
Knús og kossar á móti í þína helgi, heyrðu ég á nokkrar mínútur eftir á kortinu góða!!

Elín Björk (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband