Kæra dagbók....

Sniðugt þetta blogg, það er að segja þegar maður skrifar á það reglubundið..... Sé hér í færslu rétt fyrir neðan að það eru bara um 2 mánuðir síðan Baltasar fór að tosa sig áfram á höndunum.... sem svo þróaðist auðvitað í skrið, hraðskrið og svo reisa sig upp á hnén og þá loks að standa upp allsstaðar.... Finnst þessi tími hafa varað muuuuun lengur, þar sem maður hefur verið stanslaust á vaktinni, passa að hann fari sér ekki að voða.... Vitið er víst minna en getan, amk hvað hættur varðar! Það má ekki hafa augun af honum í sekúndu, því hann er eldsnöggur að finna sér eitthvað að dunda sér.... sem er hættulegt! Það þarf að passa að allar hurðar séu lokaðar, því ekki vill maður að hann nái að draga pottana yfir sig, eða að hann fái sér legomolasmakk! Nú og svo finnst honum rosa gaman að reisa sig upp við snúningsstólana, sem að sjálfsögðu snúast.... og hann auðvitað valtur og gólfið hart..... úff!!!!!

Núna bíð ég þess að hann nái betra valdi á líkamanum svo ég þurfi ekki að hafa sömu áhyggjur af því að hann detti..... en ætli það taki ekki bara aðrar áhyggjur við þá? Hehehehehe, þessi stúfur lætur sko hafa fyrir sér!!!

 Knús smús Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Litlir orkumiklir stúfar láta hafa fyrir sér!

Og, já það var dansað í gær hehe BAra mikil gleði og fjör!

www.zordis.com, 31.5.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband