3.3.2009 | 13:38
Eftir jól.
Hæ og hó, long tæm nó ríd or ræt... af ýmsum ástæðum, aðallega þó annasemi - og líka af smá leti .
Í dag erum við Aron heima, hann er með magapest.... allavega segir hann svo, hefur þó ekki ælt.
Samt hefur hann getað borðað og situr núna við hlið mér og teiknar í Fréttablaðið, skegg og þess háttar á konur og kalla.
Stórustu fréttirnar af okkur í dag eru þær að við erum flutt í Garðabæinn, sóttum húsgögnin á Hringbrautina á sunnudaginn. Nú er bara eftir að þrífa hinum megin og ganga frá ásamt því að týna til rest af smádóti sem ekki fór í kassa. Og svo auðvitað finna pláss fyrir allt saman hérna megin
Ágúst byrjaði í Flataskóla fyrir rúmri viku en Anton vill fá að klára veturinn í Hafnarfirðinum, Aron klárar leikskólann í Hafnarfirði en fer svo í 6ára bekk næsta haust hér í Garðabæ.
Við máluðum herbergi strákanna í björtum litum um daginn, þeir fengu að velja sér einn vegg í lit í hvert herbergi, Aron valdi eldrauðan -minnir að hann hafi heitið "passion red", Ágúst og Jökull eru saman í herbergi og völdu "retro orange" og Anton valdi líka þennan appelsínugula hjá sér. Bara smart og líflegt!
Við Kolbeinn skruppum til Köben eina helgi í janúar, heimsóttum bróður hans og fjölskyldu, það var mjög gaman að hitta þau.
Og auðvitað má ekki gleyma að minnast á stóra viðburð aðfangadags; trúlofun okkar Kolbeins
Svo styttist óðara í fermingu Antons. Hann mætir í messu á sunnudögum plús að hann þarf að mæta í hitt og þetta tengt fermingunni, fermingarfræðslu, æskulýðsstarf ofl.
Full dagskrá!
Well, best að nýta tímann á meðan ekki er hægt að vinna og fara í að ganga hér frá, nóg er af dóti að sortera!!!
Knús og kram!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju elsku Elín! Bara yndislegt allt nema magapestin hjá Aroni baroni. Vantar ekki smá brúnku á þessar hendur hahahhaha
Gangi þér vel í stússinu og vertu ekki að tapa þér neitt í tiltekt ..... (hér á að vera hjarta)
www.zordis.com, 3.3.2009 kl. 13:57
Til hamingju með allt þetta elsku Zóti minn
Gaman og gott að heyra af þér og þínum.
Mér líst vel á litavalið hjá strákunum og held að þessir litir saman séu mjög flottir.
Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 00:20
Til hamingju með þetta allt Elin mín, mikið er gaman að allt gengur vel hjá ykkur. Vonast til að sjá þig sem fyrst.
kveðja
Halla
Halla frænka (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.