4.6.2009 | 22:00
Öppdeit

Alltaf nóg að gera, en þó meiri frítími en fyrir fermingu.....
Við fórum að sjá "Fúlar á móti" í íslensku óperunni, mæli með þessari sýningu fyrir alla sem ekki hafa farið, hló alveg dágóðan slatta, en náði þó ekki að toppa konuna á bekknum fyrir aftan mig... kæmi ekki á óvart þó hún hefði pissað í sig í rokunum!

Bestasta vinkonan kom í heimsókn í lok maí og hafði koma hennar mjög svo jákvæð áhrif á fingurhreyfingarnar mínar - og pensluðumst við hér saman við eldhúsborðið eina kvöldstund.
Bumbubúinn vex og dafnar og er þess valdandi að "hýsillinn" ég er hægfara og haltrandi.... rosa smart! hehehehe

Aron var að útskrifast úr leikskólanum á fimmtudaginn var... reyndar er hann ekki hættur þar enn, en hann er ekki lengur inni á deild eins og áður, heldur var hann og allir aðrir á sama ári flutt í Flakkarahópinn, sem þýðir það að þau fara á flakk... í dag fóru þau í Þjóðleikhúsið að skoða, í næstu viku fara þau í útskriftarferð í Lækjarbotna og er víst ýmislegt á dagskránni hjá þeim fram að sumarfríi.
Anton fer og sækir einkunnirnar sínar á morgun, og er það síðasti dagurinn hans í Lækjarskóla, Ágúst mætir í einkunnaafhendingu á miðvikudaginn. Anton sótti svo um í unglingavinnunni hér í Garðabæ í sumar, mér skilst hann komi til með að fá að vinna í 1 mánuð, hálfan daginn. Ekki meira að fá í bili, en allt er betra en ekkert í þessu árferði!
Knús í öll hús

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það var gott að koma en það verður að segjast að vika er allt of stuttur tími þegar yfirferð er mikil.
Sól og blíða í dag og eitthvað sýsl á gömlunni :-) Flott nýja myndin þín og mér sýnist gleðigeislarnir leika um konukroppinn þótt haltrandi og þreytt sé .... Muy sexý.
lovjú elskan mín og gangi þér vel.
www.zordis.com, 5.6.2009 kl. 06:29
gaman ad fá fréttir af ykkur :)
Mér sýnist svosem vera alveg nóg ad gera thótt fermingin sé yfirstadin, segdu Anton ad ég skuli tékka á skyldleikanum... ;)
ellen (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 07:23
flott nýja myndin þín, gott að þú fékkst fiðring í fingurna.
Vona að rest af meðgöngunni gangi ekki nærri þér, reyndu nú að láta dekra þig
gangi ykkur vel, bið að heilsa,
kveðja Halla
Halla (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.