7.5.2006 | 22:29
Svefngöngur
Sonur minn er sofandi en er að setjast upp annað slagið í svefni hér við hliðina á mér. Algjörar dúllur þessi börn þegar þau bylta sér í draumalandinu.
Ég svaf lengi lengi í nótt, í fyrsta skiptið í 2 ár alein í rúminu mínu. Það var hálf furðulegt að fara að sofa í gærkvöldi, en greinilega hefur nú lúrinn verið góður fyrst ég náði að sofa í 11 klukkutíma!
Eftir inniveru í allan dag, sem er sjálfur mæðradagurinn á Spáni, fórum við familían út um sjöleitið, kíktum á leikvöllinn í smá stund og svo á kínastaðinn hér á horninu. Aldrei þessu vant fengum við okkur eftirrétt, ég át svoleiðis á mig gat að ég stóð varla upp eftir matinn. Svefnhöfginn sótti á mig þegar ég var um það bil að klára aðalréttinn og hefði ég verið til í að fara að sofa klukkan níu í kvöld, þrátt fyrir að hafa þá bara verið vakandi í eina níu tíma!! En, mæðrahlutverkið kallaði, það þurfti að baða og hátta ungana svo ég er vakandi enn, þó ekki mikið lengur............
Athugasemdir
Orkan er í börnunum .....
www.zordis.com, 11.5.2006 kl. 20:08
Thí hí hí...er maður þá fundinn.....
Já, blár já, er núna að mála eina græna.....en það er rétt þetta með bláa litinn, svo létt að vinna með hann einhverra hluta vegna, allavega þessa dagana - nú eða mánuðina....
Ég kíki á kerfisbloggið, vonandi um helgina, þarf að gefa mér smá tíma í þetta.....
Elín Björk, 12.5.2006 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.