Útreiðartúr á morgun...

...á honum Blesa blessuðum, best að fara á töltinu yfir í Calle Rauðu húsin hér í grenndinni, hesturinn þarf að komast til síns heima eftir alla fjarveruna Ullandi 

Ég var að setja börnin mín í hlýðnisátak, sjá hvort þau nái ekki af sér eins og nokkrum kílóum af óþekktarhegðun og verði léttari í anda. Er farin að gera mér grein fyrir að eftirlátsemin í mér og skortur á eftirfylgni á refsingum er farin að hafa leiðindar afleiðingar, engum til góðs.  Þýðir víst lítið að segjast ætla að refsa og gera það svo ekki....... Týpiskt ég hér undanfarið; "Ef þú hegðar þér svona þá verð ég að taka af þér gameboyinn í X daga" -en að sjálfsögðu er enginn sem tekur mark á mér, þar sem ég er að venju búin að gleyma straffinu daginn eftir.......Skömmustulegur 

Ég sótti mér nýja striga (roðn) í kvöld, er með hugmynd sem mig vantaði striga undir....og bara varð að fara að versla....nokkra......hmmmm.... -og ég sem var búin að ákveða að versla ekki meira fyrr en ég væri búin, eða allavega svo til búin með þær myndir sem ég er byrjuð á, ég virðist ekki vera haldin nægum sjálfsaga á þessu sviði...."hóst"

Þemað á IF þessa viku er "Angels and Devils" -sem mér finnst spennandi.....sér í lagi fyrri helmingurinn..... -Englaknús og góða nótt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Já viðfangsefnið er skemmtilegt, satt og rétt. Ég kíkti aðeins og sá ekki frá þér ..... Englar eru yndisverur og djöflar geta verið skemmtilegir!

Já, er min í stuði!

www.zordis.com, 13.5.2006 kl. 06:06

2 Smámynd: Elín Björk

He he he, nei, ég er ekki farin að taka þátt ennþá, og ekki enn farin að hugsa hvort mála eigi nýja eða notast eigi við gamla..... en þú?

Elín Björk, 13.5.2006 kl. 10:32

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég er ad dunda mér vid ad klára kaffi kerlur .....

Aetli ég eigi ekki einhverja til ... en nei, mála eina. :)

www.zordis.com, 13.5.2006 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband