Gerist

Er byrjuð á nýrri mynd!!! í stærð 50x50! Hélt þetta myndi bara ekki gerast.... eins og maður hefur verið upptekinn í barnauppeldinu.... litlar mínímyndir hafa verið allsráðandi og stærri myndir bara fjarlægur draumur!
Floating detail

Ég fór í Grenes enn eina ferðina fyrir viku síðan, og enn bólar ekkert á römmunum utan um litlu eldhúsmyndirnar, ég er búin að vera að fara þangað aðra hverja viku síðan í mars! En þeir höfðu fengið nokkrar aðrar stærðir svo ég missti mig aðeins í "dótabúðinni minni" og keypti nokkra fulla poka af allskyns römmum og strigum...
Rammaði inn myndina "Fljótandi" (hér til hliðar er smá brot úr þeirri mynd), en lengi vel var ég með 2 nöfn á þeirri mynd, hitt nafnið var "Í glasi"... Sideways

Baltasar Nýjasta nýtt hjá litla manninum er þetta skemmtilega bros sem hann framkallar eftir pöntun! Ekkert smá krúttlegur og hann veit líka af því!!! heheheh!
Hann byrjar hjá dagmömmu í ágúst, verður stuð að fá að vera með jafnöldrum sínum! -Kannski aðallega stuð hjá mömmunni að komast í vinnu! heheheheh!

Öll börn eru komin í háttinn (loksins!!!!!) svo ég ætla að nota tímann þar til ég lognast út af til að halda áfram með nýjustu myndina! W00t

Knús í hvert hús Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Við Íris Hadda erum búnar að gleðjast svo mikið yfir myndunum af litla snillingnum ykkar. Aron Frank er æðislegur á nýjustu myndunum!!

Ég er að mála eina flís í þessum töluðu, skrapp bara aðeins í tölvuna að tjá mig en sonurinn lærir deilingu og mamma málar standandi!

Knús á þig elsklingurinn minn.

www.zordis.com, 20.6.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband