Færsluflokkur: Menning og listir
1.1.2012 | 20:51
Nýtt ár - ný fyrirheit
Á nýju ári langar mig að gera meira en á því gamla, mála meira, leika meira, lifa meira.
Við áttum notalegt aðfangadagskvöld með strákunum okkar, mömmu, Gauja og Sólveigu sys. Restina af jólum og áramótin vorum við bara 3, við gömlun og svo litli stúfur. Kósíheit par Exellans .
Ég byrjaði á nýrri mynd aðfararnótt gamlárs, nú er ég að undirbúa mig undir samsýningu sem opnar þann 1. febrúar í ART67 á Laugaveginum. Hver og einn verður með 2 stk 20x20 myndir. Verður örugglega flott!
Ég vil svo óska öllum gleði- og gæfuríks nýs árs
23.11.2011 | 10:31
Saknisakn!
Búin að skoða gamlar myndir þar sem sólin er við völd, ég sakna San Miguel! Hvítu húsin, flísalögð strætin, Zordis, torta de sal, möndluakrar, mercadillo, fiesta, málningarnætur, fólkið á götunum og svalirnar mínar! Svo margt að minnast!
Sakna þó ekki líkbílsins, þó hann hafi komið mér á leiðarenda, svona oftast
Er búin að "vinna" heima í nóvember, skrifstofuflutningarnir hafa dregist á langinn. Ég er ekki alveg að ná að halda mér við efnið, tölvan mín er heldur ekki sú skemmtilegasta, svona "krasstýpa" En það þarf víst að lifa, svo það er best að fara að koma sér að verki.
Knús á alla, konur og kalla
7.2.2011 | 23:36
Vaskurinn búinn!!!! :-)
Skemmtilegir tímar framundan, á miðvikudag eða fimmtudag fer ég í Sjóminjasafnið með mína mynd sem ég ætla að sýna á samsýningunni "Íslendingurinn og hafið" sem hefst á safnanótt, föstudaginn 11 febrúar kl. 19:00. Við verðum 30 sýnendur, allir með eina til 2 myndir, ég verð með eina..... því ég á bara eina sem mér finnst passa við þemað.... Íslendingurinn og hafið :)
Svo er auðvitað skólinn á fimmtudagsmorguninn, ég mun halda áfram með samspil ljóss og langra skugga.... virkilega gaman!!! Kannski jafnvel ég smelli grunni á enn eina nýja.... hver veit?
Eldhússtörfin hafa skorað hátt undanfarið, sér í lagi eftir að pastavél og ísvél komu í hús..... mæ ó mæ hvað hér er etið!
13.1.2011 | 18:11
Upp og niður út og suður
En væntingar standa víst ekki alltaf undir sér, t.d. vonaðist ég eftir ælupestalausu vori, en nei, sú fyrsta er þegar komin og sú síðasta bara nýbúin! Heiðurinn á hann Baltasar - náði sér í fyrstu gubbu ársins. Undarlegt með þessar magapestar, þegar ég flutti til Spánar fengum við okkar skerf af svoleiðis - en vorum á móti nokkuð laus við horpestar, öfugt við á Íslandi. En núna þegar við erum komin aftur á klakann hélt ég nú við yrðum þá laus við gubbuna því hér átti bara að vera hor.... en þá er það bæði... og mikið af því!
Ég ætla að taka þátt í samsýningu sem opnar á Safnanótt 12 febrúar. Læt mér að öllum líkindum duga að sýna eina mynd sem ég byrjaði á í fyrrasumar, hún fékk að bíða síns tíma og er ég að leggja lokahönd á hana þessa dagana. Hlakka til að taka þátt! Svo þarf ég bara að setja mér næsta markmið, spurning að stefna á aðra sýningu í sumar?
Það styttist í að Baltasar fari að geta málað með mér sem mun gera líf mitt mun einfaldara - held ég!?
Skólinn byrjar aftur í næstu viku, hlakka til að fá aftur fimmtudagsmorgnana í terpentínu og olíuilminum Spennandi líka að sjá hvert fyrsta verkefnið verður
Helgin framundan, spurning um að ráðast á jólaskrautið og koma því í kassa?
3.12.2010 | 21:51
Að vörmu...
2 mánuðir liðnir, 2 "hektískir" mánuðir.....
Eldhúsið er komið á sinn stað ef frá er talin ein hurð, eitt ljós, 2 "innstungu" rammar, eitthvað innvols og smá snurfus. Snilldin ein, held ekki kökkenet hefði getað lukkast betur!
Hér má sjá afraksturinn, reyndar erum við komin með eina hurð til viðbótar eftir að þessi mynd var tekin og rafmagnið er betur fragengið en var þarna....
Gardínur eru komnar í eldhúsgluggann og settum við upp nokkrar litlar eldhúsmyndir svona að setja punktinn yfir i-ið :)
Svo er það skólinn, læfseivjerinn.... sérstaklega þegar ekki hefur gefist tími til heimamálunar, algjörlega og gjörsamlega nauðsynlegt að komast í sköpunina. Ég fæ að spreyta mig á öðru en því sem ég hef verið að gera undanfarin ár, Sara er dugleg að láta mig nota litina, bara snilldin ein :) Ég er nú þegar búin að skrá mig í tíma hjá henni eftir áramót, vil enganvegin missa af þessum snilldarstundum!
Litli stúfurinn er lasinn í dag, hann hefur verið að pikka upp allar pestar sem ganga síðan hann byrjaði hjá dagmömmunni. En það er aðeins sjaldnar sem ég þarf að vera heima núna en var fyrir 2 mánuðum, svo þetta er allt til bóta, mótefnin hans eru að byrja að virkjast, hehehehe!
Hann er farinn að tala heilan helling, bætast við ný orð svo til daglega... í dag var það Dagfinnur eða Daddú! -krútt!
Hlakka til að jólast, ætlum að baka piparkökur um helgina og líklega málum við nokkur jólakort saman. Gaman að eiga kósístundir innandyra þegar kuldinn er úti :)
Lífið er gott!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2010 | 19:02
tjetjetjetjetjeindsjes!
Þá er enn á ný komið að breytingum hjá okkur, "gamla" eldhúsið fær að víkja fyrir nýju. Okkur vantar borðplötur svo það var tekið á það ráð að skipta út og expandera kökkenet.... verður spennandi að sjá lokaniðurstöðuna. Framundan eru því dagar/vikur þar sem lítið mun fara fyrir eldunarhæfni okkar hjóna og jafnframt má gera ráð fyrir meira garnagauli og hávaða í einhvern tíma.
Ég hef verið að leggja höfuð í bleyti án árangurs, ég get ómögulega fundið út hvað er hægt að elda í örbylgjuofni annað en pizzur og núðlur.... ENNÍVONN???
Úff, nú blasir bara við að fara í búð með nýju hugarfari.... örbylgju! Mín hugmynd er að leggjast í hráfæði en held ekki það falli í ljúfan jarðveg hjá 5 ört vaxandi drengjum með gott magamál og með hamborgara og pizzur efst á óskalistanum.....
Annars byrjaði ég á námskeiði í Myndlistarskóla Kópavogs á fimmtudaginn, hjá Söru Vilbergs. Fyrsta verkefnið er að gera þrívíddarmynd út úr tvívíðu efni og er myndefnið af örsmáum/macrosmáum hlutum sem verða stækkaðir þúsundfalt upp á strigann... GAMAN! Hlakka þegar til næsta fimmtudags
Baltasar fékk sér lúr, spurning um að fara að ræsa drenginn svo hann sofni í kvöld?
Knús knús knús!
4.9.2010 | 21:06
Sýningin okkar
25.8.2010 | 14:25
Myndlistarsýning Ágústhópsins - Verið velkomin!
ÁGÚSTHÓPURINN
VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN
MYNDLISTARSÝNINGAR OKKAR
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
28. ÁGÚST KL. 14-17.
SÝNINGIN STENDUR TIL 12. SEPTEMBER.
ELÍN BJÖRK GUÐBRANDSDÓTTIR
GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG
KATRÍN NÍELSDÓTTIR
ZORDIS
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2010 | 16:06
Í stuði með Guði....
Margt og mikið í gangi hér á bæ, 9 dagar og styttist óðfluga í opnun samsýningar minnar og 3ja kvenna að auki er haldin verður í Ráðhúsinu. Penslar á lofti, að ýmsu þarf að huga!!!
Baltasar Nói byrjaði hjá dagmömmu á mánudeginum í síðustu viku og byrjaði aðlögunina með stæl.... en þessi vika hefur gengið ver, hann er búinn að vera með hor og hita annað slagið.... og að auki fékk hann sína fyrstu tönn!!! í fyrradag! Seint koma þær en koma þó, hehehe!
Hann varð svo eins árs á laugardag og í tilefni dagsins fékk hann sína fyrstu afmælisveislu og köku :)
Skólinn byrjar svo í næstu viku.... þá kemst hin langþráða rútína loksins á! Ég fer að vinna og lífið dettur í sinn vanagang
Læf is gúd!
31.7.2010 | 00:21
heisús y maðre míja!
Hef svosem ekki mikla skrifþörf akkúrrat núna en ég er búin að vera á kafi í myndaalbúminu - þessu digital
Er búin að hlægja slatta yfir ýmsum myndum.... verð að setja inn nokkrar!
Með Mæju og Arnóri í fyrrakvöld.... mætti halda að ég væri í störukeppni!
Gulrótarliturinn allsráðandi 2005, á hátíð í San Miguel með Ágústi:
Þórdís, svo varð ég að setja inn 2 myndir handa þér, þegar ég sá nýju myndina af Enrique þá mundi ég eftir þeirri eldri.... frá ísbarnum í San Miguel!!! - Manstu??!!
Enrique núna fyrir viku síðan:
Enrique í ágúst 2005:
Ég býð góða nótt með bros á vör