tjetjetjetjetjeindsjes!

Gamla eldhúsiðÞá er enn á ný komið að breytingum hjá okkur, "gamla" eldhúsið fær að víkja fyrir nýju. Okkur vantar borðplötur svo það var tekið á það ráð að skipta út og expandera kökkenet.... verður spennandi að sjá lokaniðurstöðuna. Framundan eru því dagar/vikur þar sem lítið mun fara fyrir eldunarhæfni okkar hjóna og jafnframt má gera ráð fyrir meira garnagauli og hávaða í einhvern tíma.

Ég hef verið að leggja höfuð í bleyti án árangurs, ég get ómögulega fundið út hvað er hægt að elda í örbylgjuofni annað en pizzur og núðlur.... ENNÍVONN???
Úff, nú blasir bara við að fara í búð með nýju hugarfari.... örbylgju! Mín hugmynd er að leggjast í hráfæði en held ekki það falli í ljúfan jarðveg hjá 5 ört vaxandi drengjum með gott magamál og með hamborgara og pizzur efst á óskalistanum.....

Annars byrjaði ég á námskeiði í Myndlistarskóla Kópavogs á fimmtudaginn, hjá Söru Vilbergs. Fyrsta verkefnið er að gera þrívíddarmynd út úr tvívíðu efni og er  myndefnið af örsmáum/macrosmáum hlutum sem verða stækkaðir þúsundfalt upp á strigann... GAMAN! Hlakka þegar til næsta fimmtudags W00t

Baltasar fékk sér lúr, spurning um að fara að ræsa drenginn svo hann sofni í kvöld?

Knús knús knús!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband