Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2006 | 11:23
Penslar á lofti
Er að mála, hvað annað.......
Er búin að vera alla helgina í "viðgerðum" það er að segja að klára myndir sem voru "búnar" en það var orðinn ansi stór bunki uppsafnaður.... svo ég er búin að vera að; merkja, mála kanta þar sem það á við, lagfæra, bæta og breyta....... Reyndar er ég svo líka byrjuð á einni nýrri, sem mun vonandi klárast á næstu viku eða vikum.....
Þarf svo líka að skrifa heiti myndanna aftan á strigana, en það ætti væntanlega að vera verkefni sem mun duga mér í dágóðan tíma, safnið mitt er orðið allstórt....nokkuð sem er greinilegt inni á heimilinu mínu.... myndir út um allt, veggi, gólf, í öllum skotum og skimum.....
Þarf að finna mér stórt hús með stóru geymsluplássi og miklu veggjaplássi..... veitir ekki af........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2006 | 00:00
Útreiðartúr á morgun...
...á honum Blesa blessuðum, best að fara á töltinu yfir í Calle Rauðu húsin hér í grenndinni, hesturinn þarf að komast til síns heima eftir alla fjarveruna
Ég var að setja börnin mín í hlýðnisátak, sjá hvort þau nái ekki af sér eins og nokkrum kílóum af óþekktarhegðun og verði léttari í anda. Er farin að gera mér grein fyrir að eftirlátsemin í mér og skortur á eftirfylgni á refsingum er farin að hafa leiðindar afleiðingar, engum til góðs. Þýðir víst lítið að segjast ætla að refsa og gera það svo ekki....... Týpiskt ég hér undanfarið; "Ef þú hegðar þér svona þá verð ég að taka af þér gameboyinn í X daga" -en að sjálfsögðu er enginn sem tekur mark á mér, þar sem ég er að venju búin að gleyma straffinu daginn eftir.......
Ég sótti mér nýja striga (roðn) í kvöld, er með hugmynd sem mig vantaði striga undir....og bara varð að fara að versla....nokkra......hmmmm.... -og ég sem var búin að ákveða að versla ekki meira fyrr en ég væri búin, eða allavega svo til búin með þær myndir sem ég er byrjuð á, ég virðist ekki vera haldin nægum sjálfsaga á þessu sviði...."hóst"
Þemað á IF þessa viku er "Angels and Devils" -sem mér finnst spennandi.....sér í lagi fyrri helmingurinn..... -Englaknús og góða nótt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2006 | 22:29
Svefngöngur
Sonur minn er sofandi en er að setjast upp annað slagið í svefni hér við hliðina á mér. Algjörar dúllur þessi börn þegar þau bylta sér í draumalandinu.
Ég svaf lengi lengi í nótt, í fyrsta skiptið í 2 ár alein í rúminu mínu. Það var hálf furðulegt að fara að sofa í gærkvöldi, en greinilega hefur nú lúrinn verið góður fyrst ég náði að sofa í 11 klukkutíma!
Eftir inniveru í allan dag, sem er sjálfur mæðradagurinn á Spáni, fórum við familían út um sjöleitið, kíktum á leikvöllinn í smá stund og svo á kínastaðinn hér á horninu. Aldrei þessu vant fengum við okkur eftirrétt, ég át svoleiðis á mig gat að ég stóð varla upp eftir matinn. Svefnhöfginn sótti á mig þegar ég var um það bil að klára aðalréttinn og hefði ég verið til í að fara að sofa klukkan níu í kvöld, þrátt fyrir að hafa þá bara verið vakandi í eina níu tíma!! En, mæðrahlutverkið kallaði, það þurfti að baða og hátta ungana svo ég er vakandi enn, þó ekki mikið lengur............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2006 | 18:15
Ein teskeið pipar og þrjár matskeiðar sykur blandað saman við hálfan líter af......
Ég er þreytt, eins og alla aðra daga í þessari viku á þessum tíma dags. Ég þyrfti að útvega mér einhvern súper dúper hressidrykk til að halda mér gangandi þar sem svo margt liggur fyrir.
Hefði "þurft" að sinna ýmsu, bæði skemmtilegu sem og minna skemmtilegu, en mig skortir alla orku til framkvæmda...
Nú eða kannski maður ætti að leigja sér heimilishjálp sem sinnir öllum heimilisverkum svo ég geti einungis sinnt þessu skemmtilega.....en það væri plús með hressidrykkinn að auki
Allavega, ég ætla að leggja leið mína í vítamíndeildina mína og sjá hvað er í boði...kannski eitt stykki B-súper eða C vítamín?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 21:51
Hið besta blogg eða hvað?
Sýnist á öllu að þetta sé hin besta síða, allavega ekki mikið mál að eiga við banner og fleira, svo ég klippti og breytti smá einni mynd sem ég sletti á striga hér um daginn...brot úr verki, eða verkur af broti?
Sjáum hvað setur, 2 færslur á einum degi er allavega ekki alslæmt.
Tókst líka að setja inn tengla, en er ekki enn að átta mig á hvernig maður raðar upp bæði tenglaflokkunum og tenglunum sjálfum eftir hentisemi...td í stafrófsröð....en nóg komið í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 19:28
Að fylgja fjöldanum
Nú er maður kominn í hóp hinna fjölmörgu bloggara sem blogga á fleiri en einni síðu.....
Það verður spennandi að sjá hvort meira verði skrifað fyrir vikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)