Einar eða tvær?

Var að fá hugmynd að myndefni, eftir spjall við engilinn hana Zórdísi í gær. Búin að vera með hugmyndina í meltingu í sólarhring og held barasta hún sé tilbúin.
Þá er það bara að finna tímann til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.... sem gæti reynst þrautinni þyngri þar sem ungherrann á heimilinu er alger mömmustrákur..... en, einhvernvegin skal ég búa til tíma....

Við Baltasar erum ein heima, strákarnir hjá "hinum" foreldrunum og húsbandið á strákakvöldi. Dauðlangar að ná í penslana og reyna að penslast með "einari". Sjáum til hvernig það gengur Wink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Æðislega flott hjá þér sætan mín ! Hlakka til að sjá framvinduna :-)

www.zordis.com, 29.1.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband