8.7.2006 | 09:58
Hundapössun, afmælissöngur og heimkoma....
Í dag er dagurinn hennar mömmu, hún á afmæli enn á ný, í dag er dagur heimkomu Brasilíufaranna, veit þó ekki klukkan hvað né hvort ég sjái þau í dag.......
Ég lenti í því óskemmtilega verkefni í fyrrinótt að vera hundagæslukona, en hjá mér var bankað kl hálftólf að kvöldinu og mér afhentur lítill hundur....sem fékk að sofa á handklæði á svefnherbergisgólfinu hjá mér. Hundurinn sjálfur er hvolpur og algjört krútt, en ég er greinilega ekki hundamanneskja....ég vaknaði upp með hundafýlu í nebbanum, jakk...... Hann hafði víst stungið af fyrr um kvöldið og eigandinn leitað hans lengi vel, en börnin í bænum höfðu fundið hann og komu honum til mín, þar sem þau vissu að ég þekkti til hans. Eigandinn fékk hann svo afhentan snemma morguns, mér til mikillar ánægju
Ég var búin að plana strandarferð í dag, en ég held það fái að bíða aðeins lengur, finnst húðin mín enn heldur viðkvæm eftir síðustu ferð.....ég set ferðina á skemað í næstu viku.....
Í staðin ætla ég að fara í strigabúðina og kaupa mér einn eða fleiri stóra striga, á bara litla sæta eins og er.
Ég ætla núna að hringja og syngja fyrir hana mömmu, ég held hún hljóti að vera vöknuð.....
6.7.2006 | 22:16
Hamskiptin brátt yfirstaðin
Hefði betur haft skynsemina mína í farteskinu í stað vilja drengjanna síðasta sunnudag, en liðið er liðið og brátt verður sólbruninn síðustu helgi einungis í minningunni einni saman og ekki sem húðflögur á mínu baki
Reyndar er ástandið orðið það gott að ég held við getum sett næstu strandarferð á skemað okkar næsta laugardag, með því skilyrði að ferðin verði ívið styttri en sú seinasta.
Ég átti von á heimsókn frá Íslandinu í kvöld, en henni var aflýst vegna vinnu, ótrúlegt en satt!
En well, er þreytt og lúin, ætla að fara að sofa í hausinn á mér!!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2006 | 20:02
Dagur liðinn að kvöldi
Og við komin heim fyrir dágóðum tíma síðan, búin að ná í teikavei á kínastaðnum og borða í kvöld líka. Ég setti inn fullt af myndum frá strandarferðinni í dag, strákarnir gerðu risavaxinn sandkastala og sá stutti er orðinn mun svalari við að fara í sjóinn heldur en í fyrra. Rosa fínt, þó ég verði að viðurkenna að við vorum eilítið of lengi, húðin mín þolir ekkert of langan tíma í einu....ég hef aldrei verið hvítari en síðan ég flutti til Spánar. Stóru strákarnir eru mun vanari en ég og þola orðið þónokkurn tíma í sól, enda orðnir þeldökkir eins og Siríus Rjómasúkkulaði
Stefni á að ná mér í sólhlífina í vikunni, kannski maður fari að verða fyrirmyndarforeldri og fari með börnin á ströndina einn og einn seinnipart eftir vinnu...*hóst*
Aron er að heimta spjall fyrir svefninn, ætla að láta það eftir litlu strandarmúsinni
Brunaliðið
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2006 | 08:10
Fyrsta strandarferðin
Klukkan er 10 og ég er að fara að gera okkur klár fyrir mína fyrstu strandarferð á árinu. Strákarnir fóru þó með pabba sínum seinnipartinn í apríl, og er myndin hér síðan þá, en ég er ekki enn farin að fara, þrátt fyrir að það sé vel liðið á sumarið. Í fyrra fór ég líka frekar seint, en það var í júnílok.
Í gær fór ég í verslunarleiðangur í Carrefour til að kaupa svona strandardót, á innkaupalistanum var strandarstóll, sólhlíf og kælibox, svona til að hafa ferðina sem þægilegasta. Ég fékk stólinn, hjúkk, og kæliboxið, en ég þarf víst að skipta því þar sem það var gallað, og sólhlífarnar voru uppseldar
Þannig að það er önnur ferð í verslunarrisann í vikunni....hefði sko alveg verið til í að sleppa því!!
Allavega, við förum þá með nesti í poka eins og svo oft áður, og tökum því mun meira af sólarvörn með okkur..... kannski skelli ég inn myndum í kvöld... ef ég tek vélina með.....
Sjáumst brún og sælleg
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2006 | 21:15
Skrítið...eða hvað?
Það er kominn júlí á morgun takk fyrir, mér finnst það hálf óhuggulegt hvað tíminn flýgur frá manni. Amma sagði einmitt við mig um daginn að eitt það besta við það að eldast er hvað tíminn flýgur hraðar með hverjum deginum sem líður. Ég býð varla í að tíminn eigi eftir að líða hraðar en hann gerir nú þegar.
Í fyrra fór ég í fyrsta skiptið á árinu í sjóinn í lok júní. Ég er enn ekki farin að hafa tíma í það í ár!! En ég hef samt sett mér það markmið að fara með börnin núna um helgina niður á strönd...svona áður en veturinn verður kominn aftur. Talandi um vetur þá er ég líka að spá í að fara í smá fataleiðangur með strákana á morgun og finna á þá vetrarföt, ekki seinna vænna þar sem þeir eru að fara til Íslands eftir mánuð! Fötin sem þeir ganga í hér duga víst skammt í íslensku sumarrigningunni
Ég þarf líka að kíkja á fatnað fyrir mig að vera í á Íslandi, vantar svona casjúal sæmilega hlý föt, en ég hef nú líka smá tíma þegar guttarnir verða farnir, þá get ég ef ég vil farið á hverju kvöldi að versla :)
Annars er ég að spá í að skoða penslana mína aðeins, kannski ég kíki smá á þær myndir sem eru í vinnslu, eða töfri fram eina nýja úr hvítum striga........
Hér er ein gömul, veit ekki enn hvort hún sé tilbúin, er búin að vinna í henni stöku sinnum í æði langan tíma núna, eða svona rúmt ár eða svo, fyrir þá sem ekki vita það eru þetta yndislegu dúllurnar hennar Zórdísar ;) Lísa skvísa, hvað finnst þér? Er þetta nógu líkt eða á ég að vinna í henni í ár í viðbót?
28.6.2006 | 05:50
Heitt á Spáni
Ég er alein á fótum á heimilinu síðan kl hálfsjö að staðartíma og er búin að hella mér upp á fyrsta kaffibollann. Það er heitt inni hjá mér, eða hátt í 30 gráður, þrátt fyrir að ég sé búin að láta loftkælinguna í gang í smá stund fyrr í morgun, svo ég striplast um hálfnakin á meðan enginn sér til mín Ég er búin að starta flestöllum raftækjum á heimilinu, þvottavél, þurrkara, uppþvottavél, loftkælingu, kaffikönnu, geislaspilaranum - ooog tölvunni..... rosa dugleg í að ýta á takkana
Ég fór í bankann minn í gær og pantaði mér gjafir fyrir punktana sem maður fær fyrir kortanotkun, djúpsteikingarpott, handryksugu og pottaáhöld úr plasti. Reyndar þá reikna ég passlega með því að blessuð handryksugan sé hálfgert drasl, hef aldrei heyrt um svoleiðis tæki sem virkar rosa vel. En ég verð samt að láta á það reyna, þarf að ryksuga bílinn minn, hann er nebbla fullur af sandi frá ströndinni...og ég nenni ekki að leita að bensínstöð sem er með ryksugu sem virkar!! Gjafirnar munu svo skila sér til mín á ca 2 vikum.......
Ég ætla að fara að þrífa penslana mína núna, svona áður en þeir skemmast, en ég hef ekki hreyft þá í fáeina daga og hætta á að það sé farið að þorna í þeim.....
Knús og eigið góðan dag!
21.6.2006 | 21:20
Englar í Reykjavík
..hefur þeim fjölgað í dag, þar sem ég sendi nokkra af mínum með flugi í morgun, meðal annars þennan hér.
Ég er með nokkrar myndir í vinnslu núna, og hef sett sumar þeirra inn á www.bjorkin.com á "bloggið" mitt þar. Aðrar mun ég kannski smella hér inn í rólegheitunum...kannski búa til "í vinnslu" myndaalbúm.....
Heimsóknartíminn stendur núna hérlendis, nokkrir komnir og farnir, og er enn von á góðum gestum. Svo mun ég hitta þá sem ekki koma til mín í ágúst, allavega einhverja...spurning um að halda heimsóknardag fyrir alla sem maður þekkir svo maður fái að sjá sem flesta? Eða á að taka mark á þeim góðu orðum:magn vs. gæði? Kemur í ljós, en það er víst að tíminn er ekki langur ef á að fá bæði magn og gæði
Hér sofa allir værum blundi, stúfur sofnaði í bílnum á heimleiðinni, hinir komu seint og voru snöggir í háttinn, rólegt kvöld sem er notó - ég er að hugsa um að taka hina til fyrirmyndar og fara í háttinn líka Góða nótt ;)
Menning og listir | Breytt 22.6.2006 kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2006 | 22:42
Guadalest í dag 10 júní 2006
Við skruppum í smá leiðangur í dag, ég mamma og drengirnir, lögðum leið aðeins norður á bóginn. Byrjuðum á hraðbrautinni og tókum svo fjallabaksleiðina síðustu kílómetrana upp í Guadalest, þó fyrst með smá viðkomu í Alcoy. Það var rosa gaman að koma í þennan sérkennilega bæ, sem mér sýndist gera mest út á túrismann, en það voru ótal skemmtilegar búðir í litlu þröngu göngugötunum þarna uppi í - eða inni í fjallinu. Ég verslaði mér nýja leirkönnu, en Aron hafði brotið þá sem mamma keypti þarna og gaf mér fyrir 4 árum síðan, mig er búið að langa í nýja könnu síðan.......
Við skoðuðum safnið eða heimili þeirra sem þarna byggðu fyrir nokkur hundruð árum síðan, kíktum á grafreitinn efst uppi á klettinum og skoðuðum málverk eftir okkar samtímalistamenn sem héngu á öllum veggjum í safninu. Einnig lögðum við leið okkar í dýflissu bæjarins en við létum eiga sig að skoða pyntingartólin sem notuð voru á árum áður þar sem við vorum orðin nokkuð fótalúin þegar kom að því eftir allt búðarrápið.
Við rúlluðum í gegn um Benidorm á heimleiðinni án þess að stoppa þó, enda í mínum augum mjög svo óspennandi staður, ákváðum að bruna beint í brauðtertu og kleinur í staðin hjá afmælisdreng fimmtudagsins, glymjandi endir á góðum degi Allir saddir sælir glaðir...og sofnaðir á heimilinu!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2006 | 20:31
Á bleikum náttfötum
...eða réttara sagt náttkjól, og það frá því fyrir kvöldmat!!
Kom heim um áttaleitið eftir verslunarferð með meiru, fór í bleika náttkjólinn og að elda mat...
Mér finnst flottara að elda matinn í bleiku........thíhíhí.......
Annars er stuð á minni, penslarnir sveiflast hér sem aldrei fyrr, reyndar skvetti ég líka aðeins meira en vanalega og hef þurft að þrífa veggi, eldhúsborð og gólf oftar en einu sinni síðan í gær....... en maður er sossum ekki óvanur með 3 börn, þar af einn yfirsóða sem elskar að sullumalla.....
Er að hugsa um að sulla örlítið meira fyrir háttatíma, börnin sofnuð svo það er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2006 | 16:02
Ég mæli með...
Monjes Budistas - var að kaupa mér þennan disk, og er alveg að fíla hann með pensil eða spaða í hönd, þægilegar möntrur að hlusta á..... flottur danstaktur að auki í mörgum þeirra.....
Hægt er að hlusta á brot úr öllum lögunum á www.sakyapa.org/monjesbudistas, þegar nýr gluggi kemur upp (www.monjesbudistas.net) er valið "Las 13 canciones" - þá koma öll 13 lögin upp hægra megin og er smellt á hvert lag fyrir sig. Til að hlusta er valið "Escucha esta canción"
Menning og listir | Breytt 4.6.2006 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)