16.8.2006 | 19:43
Með smá depurð í hjarta....
Reyndar þá finn ég til í hálsinum og eyrunum svo heilsan er kannski upp á sitt allra, allra besta, það gæti svosem útskýrt það sem helltist yfir mig, hvað veit maður?
Lífið er nú svo sem dans á rósum, dásamlegt þó stundum stingi maður sig á þyrnunum......
En fyrir ykkur stórkostlegu aðdáendur mína, þá er ég búin að hlaða upp á síðuna mína, www.bjorkin.com fullt af myndum, nýjum sem minna nýjum og fleiri væntanlegar, hvort sem það verður núna á næstu dögum eða síðar. Á nú frekar von á að það verði síðar þar sem ég hef svo sem í nógu öðru að snúast þessa dagana.....
Smús að sinni*
12.8.2006 | 23:20
Tíminn hálfnaður!
Fiðraður tíminn er vel fleygur, ekki hægt að segja annað.
Minn dagur fór í morgunvinnu, miðdegissvefn og svo smá bílrúnt í spænska "Húsasmiðju", ekki hægt að segja að mikil hafi verið afköstin
Eins og fleiri vita átti ég afmæli í gær og var í tilefninu boðið í dýrindis veislu hjá Zórdísinni minni í gærkvöldi. Og þar sem það er alltaf gaman hjá henni þá sat ég lengi lengi...og þar af leiðandi var ég þreytt í dag, svo þreytt að ég náði að sofa í eina 3 tíma í dag eftir vinnu.....nokkuð sem er EKKI hægt þegar börnin eru heima
Ég heyrði aðeins í gaurunum mínum í kvöld, það er erfitt að ná í drengina, þeir eru alltaf á flandri út og suður í Reykjavíkinni, í heimsóknum hingað og þangað og þurfti ég virkilega að hafa fyrir því að finna símanúmer þar sem þeir voru staddir. En það hafðist að lokum - eftir að ég var búin að hringja í allmargan Íslendinginn! Það var yndælt að heyra í þeim hljóðið þó þeir hafi nú varla mátt vera að því að spjalla svona uppteknir við leik, Aron má oftast ekkert vera að svona símabulli og þeir kepptust við að koma símanum yfir á hvern annan!!
Ég keypti "bóluplast" í kvöld, ætla að reyna að pakka inn einhverjum myndum og taka með mér á klakann næstu helgi, ekki veitir af að losa smá pláss hérna megin !!
9.8.2006 | 22:00
Dagur.......4....!!
Já vá, tíminn flýgur, fyrr en varið er barnlausa fríið mitt flogið!!!
Ég er búin að klára "grænu lautina" hér fyrir neðan, hún er eilítið breytt frá síðustu ljósmynd, málaði smá í viðbót á hluta myndarinnar. Og í dag - og í gær, hef ég haldið smávegis áfram með bláu myndina sem ég hef birt hér áður, og ég er búin að gefa þeirri mynd nafn að auki þrátt fyrir að hún sé ekki tilbúin, "Hreinsun". Ég lýsti hana þónokkuð, en ég hef lítið átt við bakgrunninn, kemur allt með kalda vatninu.
Ég hringdi í strigabúðina "okkar" í dag til að kanna hvað pöntuninni minni liði, það er rúm vika síðan ég pantaði mér nokkra stóra striga, 2 þeirra eru komnir og ætla ég að renna eftir þeim á morgun.
Annars er ég dottin inn í Rockstar Supernova eins og svo margir aðrir, ég kíki á þau á netinu, ekkert smá hvað þetta blessaða net minnkar heiminn!! Maður getur horft þegar manni hentar, þarf ekki einu sinni að spilla nætursvefninum mínum!!
Zórdísin mín er komin heim, guði sé lof, og að sínum rausnarsið bauð hún mér í kvöldmat og spjall í gærkvöldi, -og ég kom ekki heim fyrr en klukkan 2 !! -á virkum degi!! Það er sko margt barnlausum fært ;) Takk fyrir kvöldið dúllan mín!!
Faðmlag til ykkar!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2006 | 22:49
Dagur 1
Jæja, þá er fyrsti barnlausi dagurinn senn á enda - og ekki hægt að segja að mér hafi leiðst, þrátt fyrir að vera alein stærri hluta dags, þvert á móti, mér líður svo vel með sjálfri mér hehehe..
Mér varð reyndar ekkert svaka mikið úr verki, kláraði ekki einu sinni að þrífa eins og ég var búin að ætla mér, hætti er verkið var hálfnað og greip í penslana mína.....og spaðana....held ég sé að verða búin með konuna grænu sem er 100 x 100 cm, ætla að sjá útkomuna betur í dagsbirtunni.
Mig grunar að ég eigi eftir að mála mikið þessa daga sem framundan eru, ekkert smá næs að geta málað án truflana hvenær sem er sólarhringsins!!
Ég heyrði í öllum strákunum mínum...tvisvar í dag, þeir höfðu keypt sér úlpur áður en þeir lögðu í langferðina, en tjáðu mér það að það væri ekkert svoooo kallt á Íslandi, þeir hefðu bara þurft að nota úlpu í morgun, en ekki seinnipartinn, þá hefði verið mikið hlýrra..... -En samkvæmt áreiðanlegum heimildum var útiveran ekki löng, og meirihluta dagsins varið innivið.
Vinnudagur framundan, best að koma sér í háttinn, svo maður verði nú ferskur á morgun!
Knús smús
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.8.2006 | 21:59
Skrítin tilfinning
Allir strákarnir mínir ættu núna að vera spenntir í beltin um borð í flugvélinni sem þeir fá far með til Íslands og ég sit hér alein í kotinu og verð það næstu 2 vikur, eða þar til ég sjálf fer yfir hafið líka.
Mér finnst þetta frekar skrítið, þó fríið sé vel þegið, en ætli það verði ekki pínu tómlegt heima.....
Prógrammið mitt verður þó örugglega vel stíft, ég er búin að plana að gera svooooo mikið á meðan ég er barnlaus, allt sem ég hef látið sitja á hakanum...hmmmmm...sjáum til hvernig það gengur hjá mér, ætli það endi ekki svo með því að ég mála frá mér allt vit, hehe, svona á meðan maður hefur engum skyldum að gegna.....
Mitt fyrsta verk verður þó að þrífa....og svo þarf ég ekki að spá í það meir á næstunni!!!
Knús til ykkar!
28.7.2006 | 17:01
Með mynd í maganum
..í orðsins fyllstu merkingu, ég finn nagandi þörf fyrir að mála eina.....
Ég var að róta í gömlum skissum í gær, og rak augun í teikningu sem ég skissaði fyrir svo sem mánuði eða tveimur....og ég bara VERÐ að setja hana á striga. Spurning hvort sú verði blá? Myndi passa vel, þó ég ætti kannski að vera pínu fjölbreyttari í litavali
Allavega, ég verð að hefjast handa, ég á einn stóran striga sem mig langar til að nota, helgin er framundan og nú skal ég nýta tímann.....
Knús til ykkar*
22.7.2006 | 13:44
Laugardagur til lukku
Góður dagur í dag, eins og allir aðrir dagar, þrátt fyrir hávaðasöm og rifrildagjörn börnin
Ég var að skipta út höfundarmyndinni eftir miklar áskoranir, thíhí, setti hana Lukku mína (sem er í vinnslu) inn í stað hans Blámanns eða þannig sko.....
Mig vantar smá aðstoð frá ykkur stelpur, ég er búin að vera að breyta myndasíðunni minni, www.bjorkin.com - ég setti inn nýjan flokk, englar, og er búin að - taka út fullt á forsíðunni minni.
Ég er ennþá bara búin að klára þetta á íslensku síðunni, en mér finnst hún svo tómleg eitthvað núna, eruð þið til í að segja mér hvort það hafi verið mistök að skipta síðunni svona? Samanburður á fyrir og eftir sést á hinum tungumálunum.... er reyndar búin að setja inn englana þar líka, en ekki búin að taka út af upphafssíðunni eins og á þeirri íslensku......
Hvað finnst ykkur?
Well, best að ferðbúast, það er afmæli á næsta bæ sem ég ætla ekki að missa af!
*Knús*
19.7.2006 | 21:02
Aggagagg
-sagði tófan á grjóti...aggagagg sagði Siggi á móti.....
Er ekki upp á marga fiska eða konur nema hvorugtveggja sé.... er fúl og leiðinleg, pirra mig á fólki sem veit ekki einu sinni að ég er pirruð - vegna aðstæðna sem undir eðlilegum kringumstæðum ættu ekki að skipta mig máli...... En ég ákvað samt að leyfa mér að vera pirruð, svo sökin er öll mín..... ég hef valið......
En hvað um það, þetta rennur út í bláinn eða einhvern annan lit innan skamms, eða þegar ákveðin mál eru komin á hreint, þá get ég lagt mitt pirrandi umhugsunarefni til hliðar og gleymt því um alla æfi eða svo.
Út í skemmtilegri sálma - þá er allt hérlendis fínt, veðrið er frábært, fólkið er fallegt og allt er gott.... stefni á strandarferð á morgun (ath ég segi "stefni" á) þar sem ég fékk strandarnestið heim í kvöld (vatn á brúsum, svalar með meiru)..... Það er sko FRÁBÆRT að búa á Spáni, ég fæ matinn sendann HEIM, þarf ekki að fara í búð frekar en ég vil!! Allt pantað á netinu, jógúrtið og kókómjólkin, kjötið og ávextirnir....hvað sem hugur girnist....SÚKKULAÐI OG KÓK í stórum stíl, þarf ekki einu sinni að bera inn alla lítrana af gosi sem ég panta heim, bara SNILLD!! Og það kostar hvorki meira né minna en sjö evrur og tuttugu og eitt cent, sem ég borga með glöðu geði og þakklæti í hjarta af tilhugsun um enn eina búðarferðina sem ég sparaði mér!
Jepp, sånt är livet, skreytt fallegum rósum sem jafnframt sumar hverjar bera þyrna, þó það megi sneiða fram hjá vel flestum þeirra með rétta hugarfarinu.
Best að skipta um gír..... setja í ÁFRAM í stað BAKK...hmmmm
11.7.2006 | 23:34
Smá öppdeit
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2006 | 21:10
Loksins loksins...
...er ég byrjuð á nýrri mynd.....
Þó fyrr hefði verið!! -Ég var komin með fráhvarfseinkenni....pirruð og leiðinleg..... svo ég ákvað að skella á striga í kvöld svo um munaði...þessi er 100x100 cm..... og er í vinnslu eins og sjá má
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)