Hversdagsleikinn

..er loksins kominn, þó fríin séu fín þá er hversdagsleikinn bestur. Nú mun lífið detta í réttar skorður, börnin sofna á sómasamlegum tíma, og ég líka Wink

Liðið ár gaf mér veganesti inn í nýja árið, ár sem fyrir mér er táknrænt fyrir nýtt upphaf, hvað sem það nú þýðir.... Ég forðast að spá of mikið í framtíðina samt, finnst betra að njóta dagsins og taka því sem að höndum ber. Sumir dagar eru svo betri en aðrir og sitja lengur í minningunni fyrir vikið Cool 


Hér er líf og fjör eins og oft áður, strákarnir samir við sig og halda móðurinni upptekinni við uppeldið, Ágúst situr enn við heimanámið og hinir tveir að leika, þó ekki stöðugt nógu fallega.... sem sagt allt í rétta gírnum.... as júsjúal, hehehe....

Knús smús til ykkar Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Já, er ekki hversdagsleikinn langsamlega bestur.  Allir á þrælaskónum og tilbúnir að fórna sér fyrir guð og menn!  Það væri nú bara eitthvað að ef börnin væru ekki lífleg!

Sendi þér faðmlag yfir þökin til baka .....

www.zordis.com, 8.1.2007 kl. 20:10

2 identicon

Hversdagleikinn er greinilega okkur öllum hugleikinn núna. Já, rétt hjá þér, það er gott að lifa fyrir hvern dag. Framtíðin kemur hvort eða er með öllum sínum hversdagleika ... eða hvað?

Við, vinkona mín og ég vorum að ræða myndirnar þínar um daginn. Erum báðar njög svo mikið hrifnar af verkunum þínum. Það er svo góður andi yfir þeim, svo mikil ró og friður, kærleikur og eitthvað svo gott í mörgum myndunum að unun er á að horfa.

Óska þér góðs penslaárs og hlakka til að fylgjast með.

Lisa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 20:32

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Jamms ég er beinlínis ástfangin af myndunum þínum

Solla Guðjóns, 9.1.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Elín Björk

Takk stelpur, það er gott að eiga góða að :)

Annars þreif ég uppþornuðu málninguna úr penslunum mínum í gær, angaði allt hér af terpentínu, ég er tilbúin að hefjast handa held ég barasta, þó fyrr hefði verið!!

Knús til ykkar!

Elín Björk, 9.1.2007 kl. 08:08

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Halló Zóti hér er snjór gaman gaman

Solla Guðjóns, 10.1.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband