4.1.2007 | 23:51
Ég ætlaði að vera sofnuð...
....en gengur seint hjá mér,þrátt fyrir þreytuna sem er búin að hrjá mig í dag... Ég skal alltaf vakna þegar ég fer að sofa ;)
Loksins er þetta dásamlega ár gengið í garð, búin að bíða spennt og farin að finna smjörþefin af því sem koma skal, lofar góðu :)
Spánarfljóðið hún Zórdís átti afmæli áðan og á enn ef mið er tekið af íslenskum tíma, til hamingju aftur sætust! Vona þú hafir fengið gott að borða og með því!! Gott að fá þig aftur heim elskan!!
Ég er búin að eiga í senn skemmtilega og notalega letidaga, éta á mig gat, slæpast eins og sæmir þessum dögum.
Erettekki dásamlegt!!?!!?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Lífið er vissulega dásamlegt. Ég ætla að fara að læra slökun og köfun og ath. hvort ofvirknigenið í mér nái ekki ró og næði ...... eða ekki .....
Sól og blíða er sæmir janúarmánuði smælar framan í okkur, ekki ástæða til annars en að njóta þess að vera til!
www.zordis.com, 5.1.2007 kl. 10:33
Fyndið ,, skal alltaf vakna þegar ég fer að sofa"á líka við um vaksysturnar Íslak og Ollasak
Solla Guðjóns, 5.1.2007 kl. 11:03
Nú eru jólin búin og okkur getur byrjað að hlakka til þeirra næstu! Hversdagskveðja til þín!
www.zordis.com, 7.1.2007 kl. 23:28
bara að kíkja
Solla Guðjóns, 8.1.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.