30.12.2006 | 22:34
Sumir eru fúlir
...eða réttara sagt, gjörsamlega að tapa sér.... allt fúlt og leiðinlegt og þaðan af verra....
Ágúst er búinn að vera í fýlukasti sem um munar, það má ekki spila músik, Aron má ekki sofa í rúminu sínu, ég er búin að fá loforð um að heimanáminu verði skoho ekki sinnt, hvað þá að dótið verði sett á sinn stað á morgun Og til að toppa það þá erum við ÖLL leiðinleg!!
Fyndin þessi börn stundum, láta fram hjúts stórar alhæfingar um alla hluti... það er bara svart eða hvítt.... Annað hvort er þessi eða hinn besti vinurinn eða þá versti óvinurinn....
Aldrei þessu vant er ég alveg róleg, leiddi þetta bara hjá mér, enn sem komið er allavega... sé til hversu lengi hann endist.... en hann er enn að......
Á morgun er ferðinni heitið til Jóa og co að fagna nýju ári, held að nýja árið muni í senn verða skemmtilegt og gott :)
Knús og gleðilegt ár!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Út með íllsku og hatur, inn með gleði og ró!
Reka ílla anda út í dag, hreinsa húsið hátt og lágt og leggja hamingjuseið yfir höfuðmót heimilismanna.
Bara fyndnir þessir fýlupúkar sem stundum læða sér inn. Takmarki þeirra er náð þegar allt í hershendur fer!
Gleðilegt ár frá landinu fagra!
www.zordis.com, 31.12.2006 kl. 11:20
Jæja er ekki fúl lyndið farið og góða skapið í farteskinu á nýja árinu!
www.zordis.com, 1.1.2007 kl. 14:31
Jú að sjálfsögðu... þetta er bara svona eins og íslenska veðrið, síbreytilegt ;)
Knús til þín :)
Elín Björk, 1.1.2007 kl. 20:31
Gleðilegt ár Elín mín.Börn eða fullorðnir,svart eða hvítt.upp eða niður,krakkapúkar betri en ja bara aðrir púkar.Knús
Solla Guðjóns, 2.1.2007 kl. 18:58
Gleðilegt nýtt ár
Megi árið færa þér margar stórfenglegar penslastrokur.
Lisa (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.