Ég get seint kallast

..bloggari ársins....

 Letin er auðvitað alveg að gera út af við mig, eða sko, þannig já.

Jólakortin farin úr húsi, pakkarnir komnir í gjafapappír og maturinn kominn í hús..... varla neitt sem er eftir held ég, og ef svo er má það örugglega bíða....

Ælupestin er búin að vera í heimsókn aðra hverja nótt hjá okkur, tóku þeir strákarnir við henni í aldursröð, sá yngsti fyrstur og sá elsti í nótt sem leið, nú get ég fagnað... allir búnir Wink

Fékk einkunnir heim með Ágústi og Aroni í dag, fyndið reyndar að fá einkunnir með 3ja ára barni... og enn fyndnara fannst mér þegar foreldrarnir voru að ræða við kennarann af hverju þessi einkunn væri svona eða hinsegin.... ég ákvað að segja ekki orð, fannst bara að ég gæti verið ánægð...

Gleðileg jól allir saman (þori ekki annað en að bjóða þau gleðileg strax af fenginni reynslu við dugnað bloggskrifa)....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ekki magn heldur gæði, sko.

Dúllan mín, Gleð gleði gleði, hvort sem um jól, jánúar eða páska eigi.  Það er eitt sem er mikilvægt og það er vellíðanin.  Ég held að margir njóta ekki tilverunnar vegna krafa og tilætlunarsemi en svoleiðist er kanski bara lífið.  

Einangra sjálfan sig og lífið og sjá hvað blondínu ímyndin færir okkur langt!  Ég er búin að sjá að ég er að snarversna í húðkvillanum mínum e. að ég lenti í fyrri nótt!  *hjúkketý* sko ho ekki rauðvíns ofnæmi

www.zordis.com, 21.12.2006 kl. 23:05

2 Smámynd: Solla Guðjóns

það er flott að sjá frá þér .gott að vera búin með þessa allra leininlegustu pest.Ekki furða að lítill tími væri fyrir tölfu-z.Er ekki búin að vera svona dugleg.þó ég sé glöð að segja frá að nú ætli ég sko,,,,,,,,,,,,,,

Solla Guðjóns, 22.12.2006 kl. 00:01

3 identicon

gleðileg jól.. kveðja Linda

Linda (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband