Jólin koma

og það þrátt fyrir að maður sé ekki staddur á klakanum!!
Við familían lögðum leið okkar í Carrefour og keyptum smá skraut og seríur á tréð, en það var sett saman í gær. Við uppgötvuðum í gær að seríur frá í fyrra voru ónýtar svo við keyptum nýjar, og í þessum skrifuðu eru synirnir í óðaönn að skreyta gerfigrenið.

Við fórum að sjálfsögðu líka í Habaneras, og svei mér þá, það var bara smá jólastemming.... fullt af fólki og jólalög!! Keyptum EKKERT í Habaneras, þrátt fyrir að þræða vel flestar búðir þar á meðan beðið var eftir myndum í framköllun....

Nú er stefnan sett á að klára jólakortaskrifin á morgun og koma þeim í póst á mánudag, svona svo jólaóskirnar komi á réttum tíma.... smá jólastúss framundan....

Ég lét strákana benda mér á dót sem þeir gætu hugsað sér að eiga í Carrefour, ég mun svo leggja leið mína þangað alein í vikunni, og bera eitthvað heim sem fer undir tréð..... en pakkarnir verða mun færri í ár en árin á undan, þar sem óskir drengjanna þessi jólin eru í mun hærri verðflokki en áður....

Jæja, núna er ferðinni heitið á Zórdísar blogg, ég frétti að hún hefði bloggað..... ótrúlegt en satt!! thihihihi.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það ótrúlega er jafnan satt, gættu að því sætust!  Já við hittumst nokkrum sinnum í Carrefour og bara gaman að því.  Þetta er búinn að vera súper duper dagur þrátt fyrir að hafa rifið mig upp, farið að vinna og það besta, út að borða með familíunni.  Mér leið eins og prímadonnu .......... gott inn á milli!  Já, hér verður sennilega lítið um skraut!  En aldrei að vita hvað verður á endanum!!!  Væri til í gyðingaljós, ætla að kaupa mer í rúmfatalagernum fyrir næsta ár!

www.zordis.com, 9.12.2006 kl. 23:14

2 Smámynd: Solla Guðjóns

VÆRI SKO TIL Í AÐ EIÐA GÓÐRI STUND Í HABANERAS,,,,,,,,,,,,,,JAMM ZÓRDÍSIN ER DUGLEGRI AÐ BLOGG EN EN EN EH VIÐ

Solla Guðjóns, 11.12.2006 kl. 09:47

3 Smámynd: www.zordis.com

Á bænum mínum er yfirleitt flest í ökkla eða eyra.  Spurning um að mála Ökkla með Eyru!  Stelpur kommon ........ la la la ....

www.zordis.com, 11.12.2006 kl. 19:39

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Eyrnaökli-jamms

Solla Guðjóns, 13.12.2006 kl. 01:45

5 Smámynd: www.zordis.com

*flaut*  Dreymdi ad ég vaeri ordin sambrýnd ....Zad kom enginn frá zér í brúntertu í gaer!  Haetti vid ad fara i El Corté Inglés og engin Zótafamilý ....  Sumir bidu med ózreyju og síminn biladur!  lol

www.zordis.com, 17.12.2006 kl. 12:09

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Bara að segja hæ!!!

Solla Guðjóns, 18.12.2006 kl. 18:55

7 Smámynd: www.zordis.com

já eða bæ .... er ég að koma eða fara ... Ollasak þú kommentar næst og við gerum það reglulega í þessari röð .......

www.zordis.com, 18.12.2006 kl. 19:37

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Jólaspól frá NORÐURPÓL

Solla Guðjóns, 20.12.2006 kl. 21:19

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 21.12.2006 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband