3.12.2006 | 17:47
Media naranja
-eða hálfar appelsínur.... Heimurinn er fullur af hálfum appelsínum, það eru margar "hálfur" eða sálufélagar á mann.
Spánverjar álíta að hver og einn eigi sér ekki einungis einn sálufélaga, heldur séu þeir margir, svo það ætti enginn að örvænta... af nægu er að taka....
Heyrði þessa sögu fyrst núna um daginn hjá henni Zórdísi minni, og festist hún svo um munaði í höfðinu á mér, og hófst ég handa í gærkvöldi að mála "media naranja" á striga sem er ekki af minni gerðinni, 89x116 cm, þarf að koma tilfinningunni sem ég hef fyrir þessari sögu frá mér...
Kláraði eina umferð af lit útþynntum með terpentínu í nótt á strigann góða, þannig að ég vaknaði ekki fyrr en seint og um síðir í morgun. Sá svo auðvitað í dag að ég þarf nú að laga hlutföllin í myndefninu eitthvað, en það kom svosem ekki á óvart, kannski ég skvetti smávegis af lit í kvöld...
Annars ætlaði ég að kveikja á fyrsta kertinu í aðventuljósunum í kvöld..... en fann ekki aðventuljósið? Kannski á ég ekki aðventuljós? Ég get svoleiðis svarið það að ég man ekki hvort ég hafi átt svoleiðis síðan ég flutti til Spánar!! Samt finnst mér eins og ég hljóti að hafa verið með svoleiðis, en finn ekki neitt svo ég salta málið bara.....
Við familían skruppum á markað og sóttum kjúlla og danskt bakarísnammi, fengum meira að segja kleinur!! Aron var reyndar ekki alveg að fíla kanillengjuna sem var innbyrgð í eftirrétt, honum fannst kanilbragðið ekki alveg ásættanlegt
Annars ætla ég að kanna hvort ég fái jólakortin fínu á eftir, þá kannski byrja ég skriftirnar í kvöld..... eða á morgun....
Hasta luego!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Athugasemdir
Hlakka til að sjá media naranja fullgerða. Já, mærin sofnaði snemma í gær og vaknaði þ.a.l. mjööööög snemma......það er fátt unnið sem ekki nýtist manni. Er búin að lesa með unga herranum og gekk það stórkostlega. Núna ætla ég að fá mér fyrsta kaffibollann og kanski lesum við meira ......
www.zordis.com, 4.12.2006 kl. 05:57
Falleg mynd hjá þér Er þetta ekki orkumynd, það held ég allavega.
Knús á þig
Lisa (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 09:03
yndisleg mynd
Solla Guðjóns, 4.12.2006 kl. 14:33
Media naranja miðar áfram, já mig hlakkar líka til að sjá hana fullgerða, ég vona bara ég nái fram tilfinningunni sem mig langar að fá fram í henni..... og jú, orkumynd, tilfinningamynd.... ég er svo mikil tilfinninga-orku-vera
Knús á móti****
Elín Björk, 4.12.2006 kl. 20:14
Ég er ekki í vafa að þú náir að blása tilfinningunni í myndina. Gó girl!
www.zordis.com, 4.12.2006 kl. 20:25
Tel þetta vera rétt hjá Spánverjum,,,sálufélagar þurfa samt ekkert endilega að vera makinn
Solla Guðjóns, 5.12.2006 kl. 09:58
Right on! Ollasak, sálufélagar eru fjöldamargir og geta verið af báðum kynjum! bara að skurðurinn passi saman þá er allt í key! Og ég segi bara appelsínur eru æði!
www.zordis.com, 5.12.2006 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.