12.11.2008 | 22:06
Vel tenntur
..drengurinn minn, kominn með nokkra teina:
-Anton fékk 5 teina uppsetta á mánudaginn var, og er núna í framhaldinu helaumur. Nú á að spenna fram framtennurnar svo hægt verði að laga bitið.
Ég minnist þess vel hvað ég var alltaf aum á sínum tíma, súpa í matinn eftir herðingu... vont að tyggja!! -Og tannamartraðir hafa fylgt mér alla tíð síðan...
Við familían fórum í keilu á sunnudaginn, Kolbeinn bar sigur úr bítum en ég eymsli.... greinilegt að í mér fyrirfundust einhverjir ónotaðir vöðvar... áts sko!!! En gaman var það!
Styttist í helgina, spurning um að grafa upp jólaskrautið og kanna hvort til sé efni í aðventukrans.... svo má föndra jólakort... sjáum til
Ég setti inn eina nýja mynd á heimasíðuna; www.bjorkin.com sem ég var að ljósmynda og mun svo halda áfram með innsetningu á myndum á næstunni.
Bætti svo loksins inn fleiri myndum inn í albúmið hér "Samsýningin Gegnsæi", endjó!!
Knús í krús
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Athugasemdir
Flott myndin zín á forsídunni, á svo vel vid!
Finn ekki myndina af drengnum sem zú byrjadir á "í" gamla daga :-)
Anton flottur og Aron búin ad taka vaenan vaxtarkipp! Knús á zig elsku vinkona.
www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 22:13
Verd ad kíkja í albúmid zitt!!!
Smjúts á zig og sjáumst soon!
www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 22:36
Hvaða dreng? Ef þú átt við media naranja þá á ég eftir að ná mér í góða ljósmynd af henni.... kemur... kemur
Knúz á móti sætust!
Elín Björk, 12.11.2008 kl. 22:36
Zú varst ad tala um hvort ég myndi ekki eftir mynd ... og ég get svo sem svarid zad! Kanski var mig bara ad dreyma ....
www.zordis.com, 13.11.2008 kl. 08:16
Kannast við réttingarraunirnar hjá Gunnu.
Það er ótrúlegt hvað við eigum mikið af vöðvum sem liggja í leti....eða fá að vera í friði
Ertu að meina forsíðumyndina....ég sá ekki nýja mynd í albúmunum.....kannski ekki búin að vera að skoða nógu mikið til að gerþekkja þær alveg....
Solla Guðjóns, 13.11.2008 kl. 08:46
Jíha ... knúzz og kozzar!
www.zordis.com, 16.11.2008 kl. 21:56
Dóttir min var með spengur frá níu ára aldri og fram yfir fermingu. Hún var ekki tilbúin þess vegna til þess að láta taka af sér fermingarmyndir. En í dag er hægt að fá hvítar spengur sem sjást sama og ekkert. Flott myndin þín sem heitir 'Að vakna'
Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.