Gaman saman

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem komu í Ráðhúsið á laugardaginn fyrir komuna, frábær dagur í alla staði!

Eva og Siggi kvitta í gestabókinaEva og Siggi létu sig ekki vanta, hér má sjá glæsigæjann hann bróður minn kvitta fyrir komuna.

Ég sjálfHér er ég fyrir framan 3 af mínum myndum.





"Ég er búin að reyna að setja inn fleiri myndir en eitthvað er kerfið að stríða mér svo ég held áfram að reyna síðar..."


Ég skrapp í Ráðhúsið í dag með Kolbeini, ég endurheimti hann loksins úr útlöndum í fyrrinótt, og er búin að setja hann í "langraferðafarbann" án mín!! Wink Á morgun er ég búin að lofa unglingsdrengnum að fara með hann að kaupa handa honum afmælisgjöf, þessi elska hefur beðið rólegur, en hann átti afmæli fyrir viku síðan á meðan mamman stóð á haus.... Svo er bara spurning hvað hann ætlar að gera í tilefni dagsins fyrir viku! Frænkuhittingur á föstudag og svo róleg? helgi framundan. Næsí pæsí!

Koss á hvorn vanga! Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég ætla að koma á sýninguna áður en henni líkur.......

Langferðabann.. líst á þig

Solla Guðjóns, 4.9.2008 kl. 08:25

2 identicon

Flott umfjöllun um ykkur listakonurnar í vikunni. Ætla að reyna að komast og sjá hjá ykkur um helgina. Mig vantar svo einn engil. Þeir verða að vera þrír og einn af englunum mínum eftir þig skemmdist.

Lísa (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Elín Björk

Endilega kíkið á sýninguna, hún er mjög skemmtileg þó ég segi sjálf frá, við erum svo skemmtilega ólíkar

Lísa, hvernig skemmdist engillinn? Er það eitthvað sem ég get lagað? Sendu mér endilega línu á bjorkin@bjorkin.com

Elín Björk, 4.9.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

ætla að gefa mér tíma til að kíkja á sýninguna á þriðjudaginn því þá verð ég í bænum 

Sigrún Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Knús á þig Zoti

Svava frá Strandbergi , 8.9.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, Elín. Takk fyrir síðast . Vona að þú sjáir þér fært að koma á opnunina á sýningunni minni í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4

Kær kveðja

Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband