29.8.2008 | 21:13
Ráðhúsið í Reykjavík
Jæja, þá er komið að því, á morgun, laugardaginn 30. ágúst kl 15.00 opnar sýningin okkar Gegnsæi í Ráðhúsi Reykjavíkur og mun hún standa til 14. september.
Við vorum ofurduglegar í dag við undirbúninginn, hér má sjá nokkrar myndir:
Hér eru Zordís og Enrique að hjálpast að við innrömmunina....
Hér er Katrín Níelsdóttir að festa upp myndir.
Hér erum við svo allar samankomnar.
Frá vinstri: Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm, Guðný Svava Strandberg, Zórdís og að lokum ég sjálf, Elín Björk Guðbrandsdóttir.
Vertu velkomin/n að koma að sjá okkur á morgun, laugardaginn 30 ágúst og þiggja léttar veitingar á milli klukkan 15-17.
Sjáumst!!!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Æðisleg tilhlökkun!
Vona að það komi sem flestir af okkar kærustu vinum, bloggvinum og hinum.
Gaman að myndunum hjá þér. Var að senda þér meil ....
www.zordis.com, 29.8.2008 kl. 21:25
Hlakka til :-)
Eva (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:57
Þetta var bara frábært!! Gaman að hitta ykkur allar. Heyrði fullt af jákvæðum kommentum. Áfram með smjörið. Bestu kveðjur og takk fyrir mig.
Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 21:33
Ég ætla að kíkka á sýninguna ykkar 9 sept, hlakka til að skoða...
Sigrún Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 18:31
Takk sömuleiðis Elin mín...gaman að kynnast þér í svona raunveruleika loksins.
Sjáumst kannski í Ráðhúsinu á næstunni....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 14:24
Takk fyrir komuna allir, bloggvinir, vinir og fjölskylda, það var virkilega gaman að sjá ykkur öll Eintóm gleði!
Bergur, takk fyrir komuna, það var gaman að hitta þig í persónu!
Anna, takk fyrir það - og fyrir komuna!
Sigrún, vertu velkomin!
Katrín, ég var reyndar búin að kommenta á þinni síðu, vonandi sjáumst við
Elín Björk, 2.9.2008 kl. 00:09
Takk fyrir skemmtilegar stundir við undirbúningin á sýningunni okkar og á opnuninni og þar áður á hittingunum okkar.
Synd að þú varðst að yfirgefa okkur svona fljótt á Vegamótum um daginn. Það var rosa gaman þar.
Svava frá Strandbergi , 2.9.2008 kl. 02:26
Ég er hræðilega fúl að hafa ekki komist
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.