20.8.2008 | 20:16
Uppfyrir haus
...og niðurfyrir tær....
Böns af verkefnum á borðinu, er að vinna í að klára myndir fyrir sýninguna aðra helgi ásamt öllu því sem tilheyrir og fleira til...... Senda boðsort (á döfinni), spurning með ramma (þarf að kanna það), finna upphengiefni (Zordis kemur til hjálpar), athuga heimasíðuna (úff!), heimilisstörfin (þau fara ekkert, mega mörg hver bíða), afsal á íbúðinni (ohhh, má ekki vera að því núna, vesen bara).
Bíllinn varð lasinn og fór á verkstæði, sótti hann aftur í kvöld með nýja handbremsudiska og tilheyrandi. Fannst ég handa og fótalaus á meðan ég var án hans, rosa er maður háður þessum fararkosti! Matvöruverslanir og þess háttar var sett á hold þessa 2 daga sem ég var á 2 jafnfljótum, svo það fer ekki mikið fyrir matargerðarlistinni.
Anton fór í fermingarferðalag í dag og verður fram á föstudag, hann á bæðevei að fermast 19 apríl 2009 kl. 14.00 -fékk sko að vita það í vor, heilu ári áður en athöfnin fer fram! Eilítið breyttir tímar.
Ástin mín fór til útlanda í gær með sína gaura og verður næstu 2 vikur, sem er bæði gott og vont, það jákvæða er að hann sleppur við stressið í mér fyrir sýninguna en erfiði parturinn er söknuðurinn .
Nú svo er nóg í vinnu líka, ársreikningaskilin að bresta á, úje, hér er aldrei lágdeyða!!!!
Ég er á leið að penslast, stefni á að klára myndirnar ekki síðar en um helgina... má ekki seinna vera þar sem olían þarf sinn þurrktíma .
Stressknús!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já nú er um að gera að nota tímann vel og hamast eins og M.F. á penslunum .... 2 vikur eru heldur betur fljótar að líða þegar stefnt er að takmarkinu!
lovjúgirl!
www.zordis.com, 20.8.2008 kl. 22:52
Gangi þér vel að penslast
Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 21:32
1 vika til stefnu!
Time flæs ...
www.zordis.com, 23.8.2008 kl. 11:03
Gangi þér vel Elín mín og ég hakka til að sjá sýninguna :)
Sirrí (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 22:30
Ég kem sko á sýninguna........
Að vera bíllaus er það sama og vera farlama með innilokunarkend fyrir mér....
En heyrðu er ég búin að missa af einhverju...ástin mín ???
Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.