Að gera sér dagamun

Jólabaðið

....svo um munar!!

Við vinkonurnar gerðum okkur dagamun í dag og skruppum til Benidorm og stungum tánum í sandinn eftir góðan hádegismat við strandlengjuna. Höfðum meðferðis striga og tilheyrandi til að listamannast í djammbænum á meðan börnin okkar voru minna pen og skeyttu litlu þó þau væru orðin blaut og hulin sandi upp yfir haus.... í öllum fötunum á meðan margur annar tók jólabaðið í sjónum.
Ítalskur ís í eftirrétt eftir ströndina og svo var brunið tekið á Finestrat þar sem Zórdís átti stefnumót við hinn heiminn. Finestrat er frábær bær, en hentar þó betur minni ökutækjum en því sem við vorum á. Sem betur fer þá var Zórdís ökumaðurinn í ferðinni og allt fór að óskum, þrátt fyrir götur sem hefðu betur gengið undir nafninu "þröngir gangstígar" þar sem þurfti á mikilli leikni að halda til að ekki væri keyrt utan í næstu hús. Kósí lítill fjallabær, þar sem húsin hanga í hlíðunum. Auðvitað var fullt um að vera í tilefni komu okkar þangað og var efnt til gömlubílarallý okkur til heiðurs, en reyndar gleymdist að tilkynna okkur hvar bíllinn okkar ætti að standa á meðan og munaði minnstu að hann yrði dreginn í burtu, en auðvitað kom lögreglan til aðstoðar og bjargaði bílnum Wink.
Heimferðin ilmaði svo dásamlega af reykelsislykt að handan.

Í alla staði frábær dagur, takk fyrir daginn Zórdísin mín!!

(Myndir úr ferðinni má sjá undir myndaalbúm, Benidorm og Finestrat)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

júhú ...... bara gaman, húðin á mér ilmar!  Mitt næsta trix er að fara í MeirapróFið ...

Rúllum svo í Finestrat á vöRuBíl hehehehe.  Takk fyrir dagin ljúfust! 

www.zordis.com, 25.11.2006 kl. 23:40

2 Smámynd: Elín Björk

Hehe, pant EKKI vera bílstjóri þá heldur!!

Knús smús og takk kærlega sömuleiðis!!

Elín Björk, 25.11.2006 kl. 23:44

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Sé ykkur stöllur í anda akandi um á vörubíl á,, þröngu götustígunum"Klappa fóli á öxlina í gegnum gluggana.....og þarna seguru að hafi verið gömlubílarallý.............

Solla Guðjóns, 28.11.2006 kl. 18:35

4 Smámynd: www.zordis.com

Á ekki ad koma med nýja faerslu .....?

www.zordis.com, 29.11.2006 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband