21.11.2006 | 21:58
Eins og hundur í bandi...
...hestur í taumi.... eða asni á eyrunum?
Tjah, það er spurningin hvernig maður vill láta lýsa sér? -Eða var það asni á eftir gulrótinni?
Fór til læknisins í dag, það var ekki gott eða skemmtilegt en þó nauðsynlegt og loksins búið. Nú er að vinda sér að næsta verkefni, stóru eða smáu.....
Talandi um stórt verkefni þá held ég að ég hafi tekið of stóran bita þegar ég valdi mér striga fyrir hugmynd að nýrri mynd.... kannski betra að halda sig við litlar að sinni..... búin með enn einn engilinn held ég, koníaksengilinn... en ég set hann inn á björkina innan skamms... held ég - ætla að skoða myndina aðeins betur áður en hún birtist
Allir sofnaðir nema ég á heimilinu, bara næs!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Betra að vera hundur í bandi, en kona í hlandi ...
Betra að vera hesur í taumi, en persóna í laumi ....
Betra er að vera asni á eyrunum, en að vera á eyrunum.
Gott að allt gekk vel í dag, litlir fiðraðir vinir og tjóðraðir eru alls staðar í kring!
Haltu áfram að vera þú, það er það sem er fallegast af öllu og vera einlæg við sjálfa þig! ég er orðin eins og lítill vimp hérna megin! Er að horfa á TV og það má nú segja að þar brotni hjörtu í tvennt! Lífið ..... Dauðinn
www.zordis.com, 21.11.2006 kl. 23:12
Þið eruð sjarmatröll og krúídúllur spánarsystur.
Knús
Solla Guðjóns, 22.11.2006 kl. 01:31
Nei sko ,,KEÚSÍDÚLLUR" ekki krúí...
Solla Guðjóns, 22.11.2006 kl. 01:32
Hætti ég nú alveg ,,K R Ú S Í D Ú L L U R" þarna kom það rétt
Solla Guðjóns, 22.11.2006 kl. 01:34
Já fínir loðnu vinir okkar.... á ég að koma með snýtiklút dúllan mín? Ekki gott að horfa of mikið á TV-ið!!
Ollasak, krúsípullur væri meira viðeigandi, hehehe....
Elín Björk, 22.11.2006 kl. 19:34
Já, há, mjáá ..... KRÚSÍPULLUR ...... PÖLLLÍNA OG PJÖLLDÍSA hehehehe
Hver á svo sem að skilja eitthvað í hvað við erum að gera hérna .... krúnk krúnk!
www.zordis.com, 22.11.2006 kl. 20:49
meinti PJÖLLLÍNA .......
www.zordis.com, 22.11.2006 kl. 20:49
HAHAHA prakkararnir ykkar,,,,
Solla Guðjóns, 24.11.2006 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.