10.6.2008 | 00:41
Fallegur dagur
Við kvöddum afa í dag, fylgdum honum til hinstu hvílu á þessum sólríka degi. Falleg athöfn og gott og gaman að hitta fólkið sitt. Anton og Ágúst komu með mér en Aron beið hjá pabba sínum.
Er heim var komið var tekist á við skipulagsbreytingar á vistarverum strákanna, ekki búið enn, en þetta er í áttina.... Einhverjar sorpuferðir munu víst fylgja í kjölfarið
Nú styttist óðum í Spánarferðina, ég heyri að strákarnir eru að undirbúa sig..... farnir að spjalla á spænsku á ný!!! Gaman að því.
Ég er sibbin eftir daginn, knús inn í nóttina
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Samúðarkveðjur vegna afa þíns
Trú vel að það sé tilhlökkun hjá strákunum.Svona eins og að fara aftur heim..Skondið með spænskuæfingarnar
Solla Guðjóns, 10.6.2008 kl. 09:24
Nú þarf ég að hafa hendurnar á lofti og undirbúa komu ykkar! Hlakka ógó mikið til að hitta ykkur!
Bíbí er spenntur að hitta Aron, skilaðu kveðju til strákanna frá Enrique.
www.zordis.com, 10.6.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.