Minningar

Í dag fór ég með strákana í göngutúr um bæinn okkar í dásamlega fallegu veðri. Við enduðum göngutúrinn í "parque" eða á leikvellinum hér bak við hús. Þar lékum við okkur í klukkutíma áður en stefnan var tekin á baðkarið að skola skítuga stráka. Þegar ég sat þarna með þeim og fylgdist með þeim leika sér helltust yfir mig minningar frá fyrstu jólunum okkar hér fyrir 2 árum, en þá varð einmitt þessi parque oft fyrir valinu þegar farið var út að viðra ungana..... Það voru fyrstu jólin mín í langan tíma þar sem ekkert var jólastressið, kaupæðið eða annað tilheyrandi, aðeins rólegheit og friður. Jólin í fyrra voru líka góð, og óska ég þess að þessi jól verði það einnig.

Kvöldmaturinn er afstaðinn - snemma í kvöld, og strákarnir að horfa á nýju Rauðhettu og úlfurinn myndina á íslensku og finnst hún fyndin og skemmtileg, annað en mér fannst um eldri útgáfuna á þeirra aldri Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér hefur skilist að íslendingar séu allra þjóða öfgafyllstir í hinu tilbúna jólastressi.

Solla Guðjóns, 13.11.2006 kl. 00:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Gullkistu minningana er jafnan gott að grufla í þegar gott er sótt!  Já ég get ýmindað mér að það sé notalegt að geta spókað sig frjáls út í bæ með börnum sínum.  Men, men, við hin gerum eitthvað annað á meðan.  Spókum okkur í huganum um heima og geima! 

Ekkert stress, bara hress eins Hemmi Gunn sem er stresskötturinn okkar allra!

www.zordis.com, 13.11.2006 kl. 17:51

3 Smámynd: www.zordis.com

Já það sem ég vildi sagt hafa varðandi Hemma stresskött er að hann hefði sennilega sagt ..... ; ekkert stress, bara hress og klyngja svo í kirkjubjöllum bæjarins!  já já alveg að tapa mér enda að stelast til að blogga og svoll...... já kom upp um mig með þessari færslu!

www.zordis.com, 13.11.2006 kl. 17:53

4 Smámynd: Elín Björk

Heheh, Zordis... hélt reyndar að ég finndi nýja bloggfærslu eftir þig á þinni síðu, en þú hefur farið pent í hlutina og bara kommentað ;)

Jóla hvað?

Elín Björk, 13.11.2006 kl. 21:11

5 Smámynd: www.zordis.com

Það er þægilegt að blogga bara hjá öðrum.  Nú er kroppurinn frekar þreyttur og Hemmi Gunn alveg brjálaður í bænum okkar.  Veistu ef ég kaupi mér kött, svona dýran þú skilur þá á hann að heita Hemmi Gunn.  Sætur og ljóshærður með rauðar strípur.  Verð eiginlega að fá mér kött eða best ég máli nokkrar kisur!

 Fjör í bænum okkar núna. Íllt í bakinu, skottinu og verð bara að segja að ég er rosaleg rófa í mér núna!

*kurr* 

www.zordis.com, 14.11.2006 kl. 19:20

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 20.11.2006 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband