Söngelskir synir

Sko þegar maður á þrjá stráka þá er bara að taka hlutunum eins og þeir eru.....

Uppáhalds tónlistarmaðurinn þeirra í dag er tvímælalaust Shakira, og lagið La Tortura (Kvölin). Aron sem er þriggja ára syngur hástöfum; Ay amor me duele tanto (æ ástin mín, mig verkjar svo).......

Og það er svoooooo sætt!! Hann syngur þetta bæði með og án undirleiks söngkonunnar við leik og störf Tounge. Hann er algjört krútt, hann hefur tekið svakalega miklum framförum í spænskunni, og er farinn að notast við allskonar frasa sem ég kann engin deili á. Þegar þeir leika sér saman allir þrír þá er skipst á að leika sér á spænsku og íslensku, stundum önnur hver setning á sitthvoru tungumálinu. Mér finnst reyndar stundum einum of þegar Anton byrjar að syngja, þar sem hann þyrfti að fá raddþjálfun, er ekki alveg búin að móta mér skoðun um tóneyrað hans Ágústar.....

Annars fékk ég sendan geisladisk frá Íslandinu í dag, Í djúpum dal með Regínu Ósk, er búin að hlusta á hann einu sinni, nokkur lög sem heilluðu mig, en ég þarf yfirleitt að hlusta nokkrum sinnum áður en ég geri upp við mig hvort mér líki eður ei, kemur í ljós....

Well, er að "matreiða" lasagna fyrir börnin, þarf að tékka á ofninum......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Adolfsson

Takk fyrir gott innlegg á blogg síðuna mína í dag 'eg hef alltaf haft gaman af orðum og orða leikjum samt heimsspeki eða huxun í orðum  það fylgir sennilega þeim sem eru næmir  listelskir og hafa skynjunina dýpri en fólk er flest, þú talar um að strákarnir hafi gaman af mússík Frábært Láttu þá hafa gítara og trrommur og spænskan kemur 1-2 og  3 allavega veit ég af fenginni reynslu frá svíþjóð að læra mál með tónlist hjálpar manni gríðalega spila sjálfur á gítar sko hmm Myndirnar þínar eru góðar og þú hefur góðan talent en þú átt eftir að finna þig , það kemur !!!  nicoletta er frábær hún er með smáatriðin á hreinu og dýptina. frábært að finna þennan heim þas bloggið en ein víddin til að láta taka til sín . Gott hjá þér að fara til spánar til að rægta þetta fræ sem hefur búið í þér 2 thum up Frábær ... Takk

Hilmar Adolfsson, 6.11.2006 kl. 20:56

2 Smámynd: www.zordis.com

he he he ....

söngur léttir lundina.  söngur losar um höft og hamingjan flæðir um alheimsgáttina.  Meiri söng og minni læti!

Lasagna, jummý! 

www.zordis.com, 7.11.2006 kl. 08:41

3 Smámynd: Solla Guðjóns

trúi að það sé krúttusætt að heyra í söngfuglinum.Flottir strákar að leik talandi tungum Regína Ósk er frábær söngkona,veit ekki alveg með lögin.

Solla Guðjóns, 8.11.2006 kl. 09:26

4 Smámynd: Elín Björk

Hehe, já hann er krútt.... reyndar syngur hann stundum "me duele tonto" í stað "tanto", en tonto er asni eða þannig.... en það gerir sönginn bara krúttlegri þar sem hann fattar ekki..... syngur bara af hjartans gleði ;)
Annars eru krakkar svo fljótir að læra önnur tungumál, ég læt mína stundum lesa yfir það sem ég skrifa... svo ég sé ekki með of margar villur... það er löngu liðin tíð að ég var að hjálpa börnunum með tungumálið, nú hjálpa þeir mér, hehehe...

Elín Björk, 8.11.2006 kl. 21:34

5 Smámynd: www.zordis.com

Börnin okkar eru galdrakrakkar, svo dugleg og skýr!

www.zordis.com, 9.11.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband