Með hor í auga

Fór í sturtu í morgun sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema mín SPRAUTAÐI úr sjampóbrúsanum í annað augað, áts hvað það sveið!! Ég skolaði allt hvað ég gat úr auganu í sturtunni og var farin að sjá sæmilega um hádegið, fyrir utan "hortægjur" sem fara á flakk í auganu annað slagið og byrgja mér sýn.... -Sem er vonandi augað að hreinsa sig?

Sprungið dekk á bílnum er átti að notann, alltaf sama dekkið sem springur, mér er farið að finnast þetta spúúúúúkííííí..... allavega ég KANN EKKI að skipta um dekk svo Enrique skipti fyrir mig... í annað sinn.... -En ég tók vel eftir og Anton líka, svo í sameiningu kannski við meikum þetta sjálf næst? Eins gott það springi bara þegar Anton er með í för, hehehe.....

Aron gerði sér lítið fyrir og prumpaði blautu með sínu "black eye" (þeir sem ekki fatta djókið lesi Ást og hamingja - linkur hér við hliðina) og fannst það ferlega fyndið, sér í lagi þegar hann hélt áfram gusunni í postulínið.... hann man ekkert hvernig það er að vera með niðurgang litli snúllinn, hehehe. Honum finnst prump rosa fyndið orð og athöfn, og lætur alltaf alla vita hátt og snjallt þegar slíkur atburður á sér stað.

Já, englarnir bíða, ætla að sjá hvað kemur fram á strigunum í kvöld.

Smús lús**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vonandi varstu ekki syfjuð, eða hvað!  Ojjjjj bara, fá sjampó í augað!  Já, lánið það er einstakt .... Þú getur þakkað guði fyrir að halda sjóninni, að eiga bíl sem virkar þótt dekkin springi og hamingjusamt ódælt barn sem finnst gaman að sprauta með "the black eye" æðisleg lífsreynsla að vera með svona blautkúk!

 Málaðu nú frá þér lungun!

www.zordis.com, 4.11.2006 kl. 20:36

2 Smámynd: Elín Björk

Ég er nú sko alveg sátt með að vera með sjónina.... já og blautkúkur er svakaleg lífsreynsla, hehehe....

Byrjaði á nýrri mynd í gær en hætti eftir smá stund þar sem ég var bara ekki í formi... var við það að klúðra striganum..... sjáum hvað setur í dag ;)

Elín Björk, 5.11.2006 kl. 11:12

3 Smámynd: www.zordis.com

Hlakka til að sjá útkomuna af nýjustu!  Það er aldrei neitt klúður svo mikið að ekki sé hægt að gera úr því meistaraverk!

www.zordis.com, 5.11.2006 kl. 12:35

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er feikna fjör á ykkur spánarSKV'ISUM,þó soldið seinheppnar,auga,rass  og BLAC EYE....

Solla Guðjóns, 6.11.2006 kl. 12:49

5 Smámynd: Elín Björk

Hvernig var það...við erum tvær í tungunum...og til í hvað sem er....

Elín Björk, 6.11.2006 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband