Kósí við kertaljós

Ég sat og málaði seint í gærkvöldi við kertaljós þar sem ekkert var rafmagnið og þar af leiðandi ekkert internet..... Vatnselgurinn hefur streymt allar götur síðan í gær en stytti upp seinnipartinn. Ég er búin að skipta um föt þrisvar í dag þar sem fötin eru fljót að verða blaut í úrhellinu. Tími til kominn að fá smá vætu á þetta svæði, en drykkjarvatnið var að verða uppurið að mér skilst, ekkert skrítið þegar sólin skín 320 daga á ári, rigningin sést sjaldan hér í San Miguel, en þegar hún kemur þá kemur hún af fullum krafti og með rafmagnsleysi inn á milli.

Skrapp í strigabúð bæjarins og sótti síðustu 4 strigana í 20X20 cm, er búin með alla mína í þeirri stærð og vantaði fleiri til að halda áfram með englamyndirnar mínar, en ég var að klára fjórða engilinn í vikunni, kannski maður smelli þeim inn á björkina um helgina, tími til kominn að eitthvað gerist á þeirri síðu.

Helgin er brostin á, kvöldmaturinn afstaðinn, háttatíminn að ganga inn um dyrnar hjá börnunum... Ég ætla að spjalla við englana mína og bið um góða helgi fyrir alla. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Kominn tími á smá gusur!  verður samt svo ískyggilega napurt þegar hellt er úr fötu!  hlakka til að sjá afurðina þína .........  

www.zordis.com, 3.11.2006 kl. 21:32

2 Smámynd: Elín Björk

Jamm, ég fór í flíspeysu þegar ég kom heim vegna kuldahrolls sem hafði skapast í "sækjabörninískólannferðinni"... var gjörsamlega skjálfandi inn að beini (ekki langt þangað inn þessa dagana).... Spáin er þurr fyrir helgina.... og því gleðst ég þó ég ætti að gleðjast yfir gusunum.....
Já, ætla að rissa á einn eða tvo núna, sé til hversu langt þeir komast í kvöld, og svo er það myndataka á morgun ;)
KNÚÚÚS til þín sætust!

Elín Björk, 3.11.2006 kl. 21:49

3 Smámynd: www.zordis.com

Já, hlakka til ad sjá afurdina ... zegar stíflan losnar zá trukkast nidur.  Hvort sem regn eda ljósgeisli sálarinnar tekur útstreymid .........

 hlakka til ....

www.zordis.com, 3.11.2006 kl. 22:22

4 Smámynd: Elín Björk

Jæja, slasaða vinkona, nú eru allir 4 englarnir komnir á bjorkina, og ég er byrjuð á þeim fimmta.... hann kemur vonandi inn á síðuna um helgina ;)

Elín Björk, 4.11.2006 kl. 01:28

5 Smámynd: www.zordis.com

Búin að skoða .... krúttaður þessi í glasinu!  Kemur rosaflott út, halda áfram af kappi en muna að borða, gefa drengjunum bollasúpu og jógúrt :-)  Nú er fjör í San Miguel!

www.zordis.com, 4.11.2006 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband