1.11.2006 | 22:01
Lífið og tilgangurinn
Það er svo gott að hafa stjórn á eigin lífi.... það finnur maður gleggst þegar maður hefur enga stjórn, eða finnst maður allavega ekki hafa neina stjórn..... þegar maður fer út fyrir "þægindasviðið" sitt og þarf að takast á við ýmis verkefni sem annars flokkast ekki undir hið "venjulega".
Samt er það svo að maður hefur alltaf stjórnina, maður velur hvernig maður bregst við verkefnunum sem manni eru færð. Ég vel stundum að bregðast við með öllum illum látum og streitast á móti, en finn yfirleitt til lengdar að sú leið hentar mér ekki, að það gerir mér ekkert gott.
Ég trúi því að það sé tilgangur með öllum þeim verkefnum sem okkur eru færð, þó stundum sé erfitt að sjá það á meðan maður glímir við þau. Ég er þakklát fyrir lífið mitt og það sem það hefur fært mér, fyrir fólkið sem hefur orðið á leið minni, ég er þakklát fyrir öll þau verkefni sem ég hef fengið, því þó sum hafi verið erfið og sár og önnur yndisleg og falleg þá eru þau öll partur af því sem ég er í dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
þÆGINDASVIÐ er gott orð yfir hið vejubundna líf,erfiðleikar efla mann hvort sem maður er ,,tapari eða sigurvegari" eða sættir sig við,þá stöndum við alltaf uppi reynslunni ríkari.Að missa stjórn er til að vinna hana aftur.Hef trú á að góður Guð stíri okkur í gegnum lífið.
Eigðu góðan dag.
Solla Guðjóns, 2.11.2006 kl. 04:00
Í logni þráum við vind og í vindi þráum við logn. Jafnvægi er gulls ígildi smá af öllu og aldrei of mikið af neinu! Tja allavega ekki of mikið af því sem setur okkur út af laginu.
Raulum bara eitt Abba og life is good!
www.zordis.com, 3.11.2006 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.