Hrekkjavakan

Mínir drengir tóku ekki þátt í hrekkjavökunni hér á eiginlegan máta, heldur eyddu síðdeginu sínu í að hrekkja mömmu sína, Aron öskraði af lífs og sálarkröftum á meðan Ágúst selbitaði hann í eyrað, hræddi hann með sprengjusögum og tók STÓRT fýlukast á mömmu sína fyrir að leyfa sér ekki að fá verðlaun fyrir óþekka hegðun og sagði henni hversu vond mamma hún væri. ÚFF segi ég bara, erfitt síðdegi vægast sagt, þegar þeir taka sig til svona allir í einu, Anton reyndar var ekki með læti en "láðist" að segja mér frá einkunn úr síðasta prófi - einkunn sem hann getur ekki verið ánægður með. Ég lét í mér heyra, vægast sagt og endaði á að loka mig af frá þeim á meðan storminn lægði.....
Aron hefur verið að þjálfa með sér hátíðni öskur sem fer í mínar fínustu, það dregur úr manni allan kraft, ekki veit ég hvernig þetta endar ef ekki með ósköpum ef honum fer áfram svona hratt fram í hátíðninni......

En, það er allt dottið í dúnalogn núna, þeir sofnuðu fyrir klukkutíma eftir að hafa verið stilltir síðasta klukkutímann eða svo.

Ég kveikti í hárblásaranum mínum í morgun, fattaði það þegar reykjarstrókinn lagði um baðherbergið og skrítin lykt barst að vitum mínum....hann fór í ruslið og nýr var sóttur í Carrefour eftir vinnu... reyndar með herkjum en mér var hafnað afgreiðslu á 2 kössum þegar ég ætlaði að borga....og seinvirk afgreiðsla á þeim þriðja sem ég stillti mér upp við.... eftir að hafa hreytt ónotum í afgreiðslukonuna á kassa 2..... skamm skamm, en ég átti nú seinu afgreiðsluna skilið fyrir að vera ókurteis.....

Held ég búist við góðum degi á morgun, eftir svona dagSaklaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ungherrarnir hafa alldeilis verið í leiðindahrekkastuði.  Ógeð þegar börn eru svona með þessum hætti en þeir hafa víst ekki sama félagslega þroskann og við foreldrarnir!  Dagurinn í dag, allra heilagradagur verður í senn yndislegur og sólríkur!      

www.zordis.com, 1.11.2006 kl. 08:13

2 Smámynd: Elín Björk

Já þeir voru skoho í hrekkjastuði, en allt annað líf á bænum í dag, þeir eru búnir að vera góðir frá því þeir vöknuðu, ótrúlegt en satt!! En reyndar má líka segja sem svo að dagurinn er ekki enn búinn.....hmmmmm....

Elín Björk, 1.11.2006 kl. 16:57

3 Smámynd: www.zordis.com

Og fullt eftir enn af honum!  Brádum ad lúlla, brádum rótt, brádum gott gott og málarastud fram eftir nóttur!

 Sjíbabbílúlla júr mae beibí!

www.zordis.com, 1.11.2006 kl. 18:45

4 Smámynd: Solla Guðjóns

SmileHÆ,er öll í spekinni núna sko:MÓÐIR ER KONA SEM VINNUR 25 TÍMA  Á SÓLARHRING EN GEFUR SÉR SAMT TÍMA TIL AÐ LEIKA VIÐ OG ANNAST BÖRNIN SÍN.Kiss

Solla Guðjóns, 1.11.2006 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband